Greining spáir 8,5% verðbólgu í mars 12. mars 2010 10:41 Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,6% í mars. Gangi spáin eftir hækkar verðbólga úr 7,3% í 8,5%.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að áhrif útsöluloka eiga drýgstan þátt í hækkuninni nú og gætu þau orðið öllu meiri að þessu sinni en oft áður, bæði vegna þess hversu útsölur voru djúpar í ársbyrjun og eins vegna þess hversu hægt hefur á veltu með varanlegar- og hálfvaranlegar neysluvörur. Síðarnefndu áhrifin koma fram í að seljendur fatnaðar, tækja og húsbúnaðar eru í sumum tilfellum fyrst nú eftir útsölur að stilla út nýjum varningi sem keyptur er inn á núverandi gengi.„Í heild teljum við að þessi áhrif vegi til 0,45% hækkunar VNV í mars," segir í Morgunkorninu.Reiknuð húsaleiga í VNV kom flestum á óvart í febrúar þar sem liðurinn, sem endurspeglar að mestu þróun íbúðaverðs, stóð í stað eftir snarpa lækkun í upphafi árs.„Við teljum að þessi liður muni lækka lítillega í mars og að húsnæðisliður VNV, sem alls vegur ríflega fjórðung í vísitölunni, muni að sama skapi vega til tæplega 0,1% lækkunar hennar í mánuðinum. Af öðrum stórum liðum eru áhrif ferða- og flutningaliðarins mest í spá okkar, en við teljum að hækkun eldsneytisverðs, flugfargjalda og verðs á nýjum ökutækjum muni samanlagt vega til 0,15% hækkunar á VNV. Aðrir liðir hafa minni áhrif en munu flestir þokast lítillega upp að mati okkar," segir í Morgunkorninu.„Að fyrsta ársfjórðungi loknum eru horfur á að draga fari úr verðbólgu að nýju. Þannig spáum við 0,9% hækkun VNV á öðrum fjórðungi ársins, og á seinni helmingi ársins mun vísitalan aðeins hækka um 1,1% ef spá okkar gengur eftir. Verðbólgan mun því ganga niður jafnt og þétt og gerum við ráð fyrir að hún verði komin niður undir 3,5% í lok árs. Nokkurt bakslag gæti hins vegar komið í þessa þróun í upphafi næsta árs ef óbeinir skattar verða hækkaðir frekar um næstu áramót eins og margt bendir til að verði raunin."Greiningin segir að áhrif hækkunar óbeinna skatta um næstu áramót verði væntanlega skammvinn, enda leggst flest á eitt að halda aftur af verðbólguþrýstingi þessa dagana. Krónan hefur verið í hægum styrkingarfasa og bendir margt til þess að svo verði enn um sinn.„Þá er launaþrýstingur lítill enda mikill og vaxandi slaki á vinnumarkaði. Fasteignaverð mun einnig halda áfram að lækka að mati okkar. Því bendir fátt til annars, gefi krónan ekki skyndilega eftir, en að verðbólguþrýstingur næstu misserin gæti orðið minni en raunin hefur verið í íslensku hagkerfi frá seinni hluta tíunda áratugar síðustu aldar," segir í Morgunkorninu. Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Greining Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,6% í mars. Gangi spáin eftir hækkar verðbólga úr 7,3% í 8,5%.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að áhrif útsöluloka eiga drýgstan þátt í hækkuninni nú og gætu þau orðið öllu meiri að þessu sinni en oft áður, bæði vegna þess hversu útsölur voru djúpar í ársbyrjun og eins vegna þess hversu hægt hefur á veltu með varanlegar- og hálfvaranlegar neysluvörur. Síðarnefndu áhrifin koma fram í að seljendur fatnaðar, tækja og húsbúnaðar eru í sumum tilfellum fyrst nú eftir útsölur að stilla út nýjum varningi sem keyptur er inn á núverandi gengi.„Í heild teljum við að þessi áhrif vegi til 0,45% hækkunar VNV í mars," segir í Morgunkorninu.Reiknuð húsaleiga í VNV kom flestum á óvart í febrúar þar sem liðurinn, sem endurspeglar að mestu þróun íbúðaverðs, stóð í stað eftir snarpa lækkun í upphafi árs.„Við teljum að þessi liður muni lækka lítillega í mars og að húsnæðisliður VNV, sem alls vegur ríflega fjórðung í vísitölunni, muni að sama skapi vega til tæplega 0,1% lækkunar hennar í mánuðinum. Af öðrum stórum liðum eru áhrif ferða- og flutningaliðarins mest í spá okkar, en við teljum að hækkun eldsneytisverðs, flugfargjalda og verðs á nýjum ökutækjum muni samanlagt vega til 0,15% hækkunar á VNV. Aðrir liðir hafa minni áhrif en munu flestir þokast lítillega upp að mati okkar," segir í Morgunkorninu.„Að fyrsta ársfjórðungi loknum eru horfur á að draga fari úr verðbólgu að nýju. Þannig spáum við 0,9% hækkun VNV á öðrum fjórðungi ársins, og á seinni helmingi ársins mun vísitalan aðeins hækka um 1,1% ef spá okkar gengur eftir. Verðbólgan mun því ganga niður jafnt og þétt og gerum við ráð fyrir að hún verði komin niður undir 3,5% í lok árs. Nokkurt bakslag gæti hins vegar komið í þessa þróun í upphafi næsta árs ef óbeinir skattar verða hækkaðir frekar um næstu áramót eins og margt bendir til að verði raunin."Greiningin segir að áhrif hækkunar óbeinna skatta um næstu áramót verði væntanlega skammvinn, enda leggst flest á eitt að halda aftur af verðbólguþrýstingi þessa dagana. Krónan hefur verið í hægum styrkingarfasa og bendir margt til þess að svo verði enn um sinn.„Þá er launaþrýstingur lítill enda mikill og vaxandi slaki á vinnumarkaði. Fasteignaverð mun einnig halda áfram að lækka að mati okkar. Því bendir fátt til annars, gefi krónan ekki skyndilega eftir, en að verðbólguþrýstingur næstu misserin gæti orðið minni en raunin hefur verið í íslensku hagkerfi frá seinni hluta tíunda áratugar síðustu aldar," segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira