Viðskipti innlent

Gengi Össurar í hæstu hæðum

Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar hefur aldrei verið hærra en nú.  Fréttablaðið/GVA
Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar hefur aldrei verið hærra en nú. Fréttablaðið/GVA
Gengi hlutabréfa Össurar hækkaði um 2,82 prósent í Kauphöllinni í gær og endaði í 182 krónum á hlut. Gengið hefur aldrei verið hærra í krónum talið. Það hefur hins vegar verið hærra miðað við Bandaríkjadal.

Sömu sögu er að segja um bréf Össurar, sem skráð voru á hlutabréfamarkað í Kaupmannahöfn í september í fyrra. Þau enduðu í átta dönskum krónum á hlut í gær og jafngildir það sextíu prósenta hækkun frá í september.

Mikil hreyfing hefur verið á hlutabréfunum ytra og erlendir fjárfestar sóst mjög eftir því að kaupa þau. Innlendir fjárfestar hafa því fremur selt bréf sín ytra en hér enda verðið þar hagstæðara.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×