Viðskipti innlent

Lánastofanir eiga nær 1.500 fasteignir og lóðir

Lánastofnanir eiga nú nálægt 1.500 fasteignir og lóðir um allt land. Þar af á Íbúðalánasjóður 384 fasteignir sem að stórum hluta hafa verið yfirteknar frá því bankarnir hrundu í október 2008.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að Landsbankinn eigi samtals 345 fasteignir og lóðir, þar af eru 125 sumarhúsalóðir. Íslandsbanki hefur yfirtekið 118 íbúðir auk þess sem dótturfélag bankans, Miðengi, hefur yfirtekið fasteignafélagið Laugakur sem á 121 íbúð á Arnarneshæðinni í Garðabæ. Arion banki á 122 fasteignir, þar af 90 íbúðir. Auk þess heldur dótturfélag bankans, Landfestar, á 10 stórum fasteignum þar sem er atvinnustarfsemi.

Þá kemur fram í Viðskiptablaðinu að þessu til viðbótar er í gangi ferli sem mun færa Landfestum eignarhluti í fasteignaþróunarverkefnum sem áður voru í eigu Íslenskra aðalverktaka. Arion banki hefur tekið þau yfir eins og greint var frá í Viðskiptablaðinu í vikunni sem leið. Ofan á þetta halda síðan þrotabú Frjálsa fjárfestingarbankans og Spron á tugum fasteigna auk þess sem VBS, sem Fjármálaeftirlitið hefur skipað bráðabirgðastjórn, á um 120 fasteignir








Fleiri fréttir

Sjá meira


×