Viðskipti innlent

Heildarvelta kreditkorta eykst um 10% milli ára

Heildarvelta kreditkorta í febrúar var 24,4 milljarða kr. samanborið við 22,1 milljarða kr. í sama mánuði á síðasta ári, er það rúmlega 10% aukning milli ára.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að rúmlega 15% samdráttur var á veltunni frá mánuðinum á undan. Það er svipuð hreyfing og á milli sömu mánaða á síðustu árum og ekki óvanalegt að dragi úr kreditkortanotkun eftir að jólaverslun líkur.



Heildarvelta debetkorta í febrúar nam 27,2 milljörðrum kr. sem er um 4% aukning frá mánuðinum á undan. Samanborin við sama mánuð í fyrra er veltan tæpum 3% minni í ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×