Viðskipti innlent

Kvótabreytingum mótmælt á 8 heilsíðum í Viðskiptablaðinu

Athygli vekur að átta heilsíðuauglýsingar eru birtar í Viðskiptblaðinu í dag þar sem mótmælt er fyrirhugðum breytingum á kvótakerfinu, það er svokallaðri fyrningarleið.

Hver síða hefur ákveðið þema, nefna má fyrirsagnir eins og Hér má ekki fleira hrynja, Sjávarútvegurinn má ekki verða tilraundýr stjórnmálamanna og Fyrningin er feigðarflan.

Undir hverja heilsíðu skrifa níu útgerðir eða fiskvinnslur þannig að samtals mótmæla 72 hagsmunaaðilar í sjávarútvegi fyrningarleiðinni í heilsíðuauglýsingum í Viðskiptablaðinu í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×