Viðskipti innlent

Búðarhálsvirkjun - lægsta boð 300 milljónum undir áætlun

Sjö tilboð bárust í framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun þegar tilboð voru opnuð í dag. Landsvirkjun gerir ráð fyrir að kostnaður við verkið sem boðið var út sé um átta hundruð milljónir króna.

Lægsta tilboðið sem barst var nokkuð undir því eða tæpar fimm hundruð milljónir króna. Um er að ræða upphafsframkvæmdir við virkjunina en gert er ráð fyrir að þeim ljúki í desember á þessu ári.

Lægsta boð barst frá Árna Helgasyni ehf og verktakafélaginu Glaumi ehf, upp á rúmar 495 milljónir króna. Hæsta boð átti hinsvegagr Háfell, um 999 milljónir króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×