Viðskipti innlent

Erlendar eignir Seðlabankans aukast og skuldir minnka

Erlendar eignir Seðlabanka Íslands námu 480 milljarða kr. í lok febrúar samanborið við 475 milljarða kr. í lok janúar 2010. Erlendar skuldir Seðlabanka Íslands voru 201,6 milljarðar kr. í lok febrúar en voru 204 milljarðar kr. í lok janúar 2010.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að samhliða þessari birtingu eru tölur frá október 2009 til janúar 2010 endurskoðaðar. Á skuldahlið hefur liðnum "þar af mótvirði við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn" verið bætt við til mótvægis við SDR ádrátt á eignahlið. Þessi breyting er í samræmi við nýjar áherslur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á framsetningu erlendra eigna og skulda þjóðarbúsins.

Þann 21. desember sl. var fyrsti hluti láns frá Norðurlöndunum greiddur til Íslands í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Um var að ræða 300 milljónir evra og þar af tók Seðlabanki Íslands 81 milljón evra að láni eða um 14,5 milljarða ísk. kr. hjá norska seðlabankanum.

Gjaldeyrisforði Seðlabankans nam 480,1 milljarði kr. í lok febrúar og hækkaði um tæpa 5 milljarða kr. milli mánaða. Erlend verðbréf lækkuðu um 5,5 milljarða kr. en seðlar og innstæður hækkuðu um 10,3 milljarða kr. og námu 223,9 milljörðum kr. í lok mánaðar.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×