Viðskipti innlent

Langtímaatvinnulausum heldur áfram að fjölga

Í lok febrúar voru alls 16.574 einstaklingar atvinnulausir og hafði um 47% þeirra verið án atvinnu í 6 mánuði eða lengur sem er svipað hlutfall og verið hefur síðustu mánuði. Líkt og við mátti búast þá heldur áfram að fjölga í hópi þeirra sem hafa verið atvinnulausir í meira en ár. Í lok febrúar voru þeir 4.365 en voru 4.005 í lok janúar.

Þeta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að ljóst sé að þetta er mikill viðsnúningur frá því sem áður var en á sama tíma fyrir ári síðan höfðu 296 einstaklingar verið án atvinnu í ár og hefur fjöldi þeirra þar með nánast 15 faldast á einu ári.

Horfur eru á áframhaldandi fjölgun í þessum hópi en alls höfðu 1.403 manns verið án atvinnu í 9 til 12 mánuði í lok febrúar.

Þróun í þessa átt getur leitt til þess að erfiðara verður að vinda ofan af atvinnuleysinu þegar birtir til í efnahagslífinu, en að jafnaði fá þeir sem lengst hafa verið án atvinnu seinna vinnu en aðrir þegar atvinnuleysi fer minnkandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×