Viðskipti innlent

Fá líklegast endurálagningu frá skattyfirvöldum

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Þúsundir einstaklinga og fyrirtækja sem áttu í afleiðuviðskiptum við gömlu bankana munu að öllum líkindum fá endurálagningu frá skattyfirvöldum, sem nemur tugum milljarða króna.

Átta manna teymi á vegum Skattrannsóknarstjóra hefur frá því um miðjan október í fyrra unnið að greiningu á hvort eitthvað hafi misfarist í skattamálum bankanna og annarra fjármálastofnana. Stefán Skjaldarson, skattrannsóknarstjóri, segir greininguna langt á veg komna en henni á að vera lokið um miðjan næsta mánuð.

„Það eru þarna skattstofnar sem ekki hafa skilað sér sem þarf að sækja," segir Stefán. Stefán segir að athyglinni hafi undanfarið verið beint að afleiðuviðskiptum og þá hvort að staðgreiðslusköttum hafi verið skilað af hagnaði þeirra viðskipta. Hundruðir ef ekki þúsundir einstakligna hafi átt í þessum viðskiptum. Af þeim eigi að greiða fjármagnstekjuskatt í staðgreiðslu. Þar hafi verið pottur brotinn hjá öllum bankastofnunum.

Mjög líklegt sé að þessir aðilar fái reikning frá skattinum og hugsanlega muni tugir milljarða skilar sér í ríkiskassann vegna þessa.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×