Fleiri fréttir Spáir hálfri milljón atvinnulausra í Danmörku í ár Helge J. Pedersen aðalhagfræðingur Nordea bankans spáir því að hálf milljón Dana muni verða atvinnulausir á þessu ári, að hluta eða öllu leyti. Þetta byggir Pedersen á nýjum tölum frá hagstofu Danmerkur. 5.2.2010 14:34 Nordea ráðleggur fjárfestum að selja Össurhluti Greining Nordea bankans hefur breytt meðmælum sínum um Össur hf. úr „halda" og yfir í „selja". Þetta kemur í kjölfar mikilla hækkana á hlutum í Össurri í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Þær hækkanir má svo aftur rekja til góðs uppgjörs félagsins fyrir síðasta ár. 5.2.2010 13:40 Þrjá mánuði að skrá Haga í Kauphöll Það tekur að lágmarki þrjá mánuði að skrá Haga í Kauphöllina eftir að slík beiðni er lögð þar inn, að sögn forstjóra Kauphallarinnar. Óvíst er hvað Arion banki þarf að afskrifa mikið vegna 1998 ehf., fyrrum eiganda Haga, en það gætu orðið fjörutíu milljarðar króna. 5.2.2010 12:30 Raungengi krónunnar hækkaði Raungengi íslensku krónunnar nú í janúar hækkaði þriðja mánuðinn í röð frá fyrri mánuði, og nam hækkunin um 0,7% á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Hækkunin skrifast einkum á styrkingu krónu milli mánaða enda lækkaði vísitala neysluverðs um 0,3% hér á landi í janúar. 5.2.2010 12:18 Útflutningur á óunnum ísfiski hefur minnkað töluvert Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu hefur útflutningur á óunnum ísfiski bæði minnkað að magni til og einnig sem hlutfall af heildarafla. Samanburðurinn tekur til tímabilanna september 2009 til janúar 2010 og september 2008 til janúar 2009. Verulegur breytileiki er þó eftir tegundum. 5.2.2010 12:03 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tapaði milljón á Spron Ingibjörg Sólrún á stofnbréf að nafnvirði 255 þúsund krónur í Spron. Eftir því sem Vísir kemst næst var algengt að bréfin væru seld á genginu 4-7 í svokölluðum glugga þegar bréfin voru sett á markað árið 2007. Því má segja að Ingibjörg hafi tapað milljón á bréfunum. 5.2.2010 11:12 Reikna með umtalsverðum afgangi á vöruskiptum í ár Reikna má með því að afgangur verði umtalsverður af vöruskiptum við útlönd í ár. Innflutningur mun verða með minnsta móti fram eftir ári vegna áframhaldandi samdráttar í einkaneyslu og fjárfestingu, a.m.k. ef miðað er við síðasta ár. 5.2.2010 10:59 Kanadískt rækjustríð eykur landanir í Reykjavík Stjórnvöld í Kanada eru nú komin í stríð við grænlenska og færeyska rækjusjómenn. Í næstu viku munu stjórnvöld loka höfnum á austurströnd Kanada fyrir rækjuskipum þessara þjóða. Það hefur aftur þær afleiðingar að landanir færeyska rækjuskipa flytjast að hluta til Reykjavíkur. 5.2.2010 10:45 Óttinn er kominn aftur, rautt í öllum kauphöllum Hinn þekkti fjárfestir Bill Gross segir að óttinn sé kominn aftur á fjármálamarkaði heimsins. Þetta sjáist best á því að rauðar tölur eru nú í nær öllum kauphöllum heimsins. Markaðurinn á Wall Street endaði í mínus í gærkvöldi, Asíumarkaðirnir upplifðu stærsta fall sitt á síðustu mánuðum í nótt og vísitölur lækka í öllum kauphöllum Evrópu í dag. 5.2.2010 10:06 Hlutfall landaðs afla á fiskmarkaði það hæsta í sjö ár Hlutfall þess landaða afla sem fór í gegnum fiskmarkaði hérlendis á síðasta ári var það hæsta undanfarin sjö ár þar á undan. 5.2.2010 09:23 Vöruskiptin hagstæð um rúma 10 milljarða í janúar Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir janúar 2010 var útflutningur 42,2 milljarðar króna og innflutningur 32,1 milljarður króna. 5.2.2010 09:00 Norðmenn skoða skipti á Icesave skuld fyrir norskt lán Sigbjørn Johnsen fjármálaráðherra Noregs er ekki fráhverfur þeirri hugmynd að Norðmenn borgi út Icesave skuld Íslendinga og láni síðan upphæðina til Íslands á mun lægri vöxtum en í boði eru á Icesave skuldinni. 5.2.2010 08:52 Hollywood draumum Kaupþings og Candy-bræðra lokið Candy-bræðurnir bresku og Richard Caring hafa nú endanlega tapað Lotus-verkefni sínu í Beverly Hills. Kaupþing tekur mikinn skell vegna þessa en bankinn fjármagnaði þá bræður. Verkið samanstendur af 235 lúxusíbúðum auk verslana og veitingahúsa. 5.2.2010 08:05 Bankarnir eignast rúmlega 95% í Atorku Nýi Landsbankinn (NBI), Íslandsbanki, Arion Banki og Glitnir hafa eignast 95,5% í Atorku. Þetta er niðurstaðan eftir hluthafafund í félaginu í gærdag. 5.2.2010 07:44 Býst við fleiri fyrirtækjum „Það er fagnaðarefni að þessi ákvörðun hafi verið tekin. Þetta getur orðið mjög mikilvægt skref að endurvekja hlutabréfamarkað hér,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar um fyrirætlanir þess efnis að skrá Haga í Kauphöllina. 5.2.2010 03:00 Gæti þurft að afskrifa 400 milljónir hjá nýráðnum starfsmanni Óljóst er hvað Íslandsbanki þarf að afskrifa mikið fé vegna 800 milljón króna lánveitinga til tveggja fyrrverandi stjórnenda Teymis. Annar þeirra hefur nú verið ráðinn til að stýra eignaumsýslufélagi Íslandsbanka. 5.2.2010 18:39 Marel tapaði 11,8 milljónum evra - skuldir lækkuðu Tekjur af kjarnastarfsemi Marels árið 2009 námu 434,8 milljónum evra og jukust jafnt og þétt á árinu. Rekstrarhagnaður (EBIT) af kjarnastarfsemi var 24,8 milljónir evra, sem er 5,7% af veltu. Heildartekjur ársins 2009 námu 531,7 milljónum evra, samanborið við 540,1 milljón evra árið 2008. Tap eftir skatta var 11,8 milljónir evra samanborið við 8,4 milljóna evra árið áður. Skuldir hafa hinsvegar lækkað á sama tíma. 4.2.2010 23:21 Forstjóri Össurar kaupir fyrir 14 milljónir - með 119 milljónir í árslaun Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjaframleiðandans Össurar, hefur keypt hluti í Össuri fyrir rúmar 14 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallar en Jón telst til fruminnherja. Jón kaupir 85 þúsund hluti á 166 krónur á hlut. 4.2.2010 20:42 Íslensku þekkingarverðlaunin 2010: Fjögur fyrirtæki tilnefnd Fyrirtækin CCP, Fjarðarkaup, Icelandair Group og Össur eru tilnefnd til þekkingarverðlauna FVH en Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga afhendir verðlaunin í tíunda sinn 11. febrúar nk. á Hilton Reykjavík Nordica. 4.2.2010 22:20 Marel selur hluta af Stork Food Systems Marel hefur komist að samkomulagi við hollenska fjárfestingafélagið Nimbus um sölu á Food & Dairy Systems deild Stork Food Systems, að undanskilinni starfsemi hennar á Spáni. 4.2.2010 20:20 Glitnir gæti tapað sex milljörðum á Skeljungi Útlit er fyrir er að Glitnir tapi á endanum rúmlega sex milljörðum þar sem bankinn ábyrgðist sölu Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, á hlutabréfum í Skeljungi níu mánuðum fyrir bankahrunið. 4.2.2010 18:42 Fyrri eigendur í ábyrgðum vegna lána til 1998 Gaumur, félag Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, ISP, sem er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, og Bague, sem er í eigu Hreins Loftssonar, eru í ábyrgð vegna lána til félagsins 1998 en óvíst er hvort gengið verður að þeim. Jón Ásgeir og fjölskylda hafa misst eignarhald sitt á Högum, móðurfélagi Bónuss, Hagkaupa og fleiri verslana, en Arion banki hefur ákveðið að skrá félagið í Kauphöll. 4.2.2010 18:33 FIH bankinn hagnaðist um 280 milljónir í fyrra FIH bankinn danski skilaði hagnaði upp á um 280 milljónir kr. í fyrra eftir skatta. Uppgjör ársins veldur vonbrigðum meðal danskra fjárfesta að því er segir í frétt um málið á börsen,dk. 4.2.2010 18:26 Baugsfeðgar missa Haga Stjórn Arion banka hefur ákveðið að óska eftir skráningu verslunarfyrirtækisins Haga í Kauphöllina í samvinnu við Haga og selja hlut bankans í félaginu. 4.2.2010 16:12 Frestun S&P kann að hafa lækkað skuldatryggingaálagið Greining Íslandsbanka segir að svo kunni að vera að jákvæð tíðindi á borð við framlengingu frests Standard&Poor´s (S&P) á því að taka ákvörðun um lánshæfiseinkunn Íslands og aukinn stuðning við málstað landsins í Icesave á erlendri grundu hafi einhver áhrif á lækkandi skuldatryggingaálags ríkissjóðs. 4.2.2010 13:59 Lögregla rannsakar á ný sölu SPRON-bréfa Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur nú fjögur mál til rannsóknar tengd sölu stjórnarmanna og tengdra aðila á stofnfjárbréfum í SPRON sumarið 2007 vegna gruns um innherjaviðskipti, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 4.2.2010 13:45 Óbreyttir stýrivextir hjá ECB og Englandsbanka Bæði Seðlabanki Evrópu (ECB) og Englandsbanki héldu stýrivöxtum sínum óbreyttum í dag. Vextir ECB verða því áfram 1% og vextir Englandsbanka haldast áfram í hinu sögulega lágmarki 0,5%. 4.2.2010 12:54 Valitor sendir ný kort til 1.200 korthafa Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur sent ný kort til tólf hundruð korthafa fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að eldri kortin þeirra verði misnotuð. 4.2.2010 12:27 Seðlabankastjóri Hollands sakar íslensk stjórnvöld um lygar Nout Wellink aðalbankastjóri Seðlabanka Hollands segir að íslensk stjórnvöld hafi logið að hollenskum stjórnvöldum um fjárhagsstöðu íslensku bankanna árið 2008. Þetta kom fram í máli Wellink þegar hann kom fyrir hollensku þingnefndina sem rannsakar fjármálakreppuna í morgun. 4.2.2010 12:14 Nýskráningum bifreiða heldur áfram að fækka Í janúar síðastliðnum voru nýskráðir 133 bílar hér á landi sem er fækkun upp á 43% frá sama mánuði 2009. Þannig voru nýskráðir 235 bílar í janúar fyrir ári en þess má geta að þá hafði þeim fækkað um 89% frá sama tíma 2008. Þetta kemur fram í tölum sem Umferðastofan hefur birt um nýskráningar bifreiða. 4.2.2010 11:57 Segir lánamálum Saxbygg snúið á haus Framkvæmdarstjóri Saxbygg, Björn Ingi Sveinsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Fréttablaðsins um dómsmál sem skiptastjóri félagsins hefur höfðað vegna viðskipta félagsins við félög því tengdu. 4.2.2010 11:52 Þrír erlendir aðilar fá að bjóða áfram í Sjóvá Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur borist 12 óskuldbindandi tilboð í hlutafé Sjóvár Almennra trygginga hf. Í flestum tilvikum er boðið í allt hlutafé félagsins. Þar af voru þrír erlendir aðilar og fá Þeir allir að taka þátt í áframhaldandi söluferli. 4.2.2010 11:33 Yfir 10 milljarðar lagðir inn eftir slökun gjaldeyrishafta Á þeim þremur mánuðum sem liðnir eru frá því að fyrsta skrefið í afnámi gjaldeyrishaftanna var stigið hafa tæplega 5 milljarðar kr. verðir lagðir hér inn á bankareikninga og tæplega 4,5 milljarðar kr. verið varið til að fjárfesta í atvinnurekstri. Rúmir 0,9 milljarðar kr. hafa farið í hlutabréfakaup og rúmir 0,2 milljarðar kr. í fasteignakaup. Samtals hafa því borist tæpir 10,6 milljarðar kr. í formi nýfjárfestinga á þessu tímabili. 4.2.2010 11:28 Kaupþing auglýsir eftir fulltrúum í kröfuhafanefnd Skilanefnd Kaupþings hefur auglýst eftir fulltrúum í nýja kröfuhafanefnd. Á heimsíðu skilanefndar segir að áhugasamir geti haft samband við nefndin fyrir 20. febrúar n.k. 4.2.2010 10:55 Lykla-Pétur fær VB1000 gæðastimpilinn í annað sinn Íslenska vírusvörnin Lykla-Pétur hefur fengið VB100 gæðastimpilinn frá Virus Bulletin. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem vírusvörnin fær þennan gæðastimpil. 4.2.2010 10:37 Össur hagnaðist um 30 milljónir á sölunni Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segist hafa selt bréf í SPRON fyrir 62 milljónir árið 2007. Hann hafi hagnast um 30 milljónir króna á sölunni og hafi greitt af því fjármagnstekjuskatt fyrir það ár. 4.2.2010 09:57 Gott uppgjör hjá Deutsche Bank Deutsche Bank skilaði góðu uppgjöri á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Hagnaður eftir skatta nam 1.3 milljarði evra eða um 230 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að Deutsche Bank skilaði tapi upp á 4,8 milljarða evra á sama tímbili árið 2008. 4.2.2010 09:48 Kauphöllin tekur upp tífalt hraðara viðskiptakerfi Kauphöllin mun á mánudaginn innleiða nýtt viðskiptakerfi, INET, sem hefur verið notað á NASDAQ markaðnum síðan 2007. INET er tílfalt hraðara en núverandi viðskiptakerfi (SAXESS) og annar miklu meira magni af viðskiptum. 4.2.2010 09:22 Íslandssjóðir með bestu ávöxtun í ríkisskuldabréfum Ríkisverðbréfasjóðir Íslandssjóða, Ríkisskuldabréf - Sjóður 5 og Löng ríkisskuldabréf - Sjóður 7, hafa skilað bestu ávöxtun sambærilegra sjóða yfir nánast öll samanburðartímabil miðað við gengi 30. desember 2009. Þetta kemur fram í óháðum samanburði allra verðbréfasjóða á vefsíðunni www.sjodir.is. 4.2.2010 08:59 Danskir fjárfestar ánægðir með uppgjör Össurar Danir hafa tekið ársuppgjöri Össurrar hf. vel í morgun en hlutir í Össurri hafa hækkað um rétt tæp 10% frá opnun kauphallarinnar. Hlutirnir stóðu í 6,50 dönskum kr. en eru í augnablikinu skráðir á 7.20 dönskum kr. 4.2.2010 08:55 Utanríkisráðherra seldi stofnfjárhluti í SPRON fyrir tugi milljóna Viðskiptablaðið greinir frá þvi í dag að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafi selt stofnfjárhluti í SPRON fyrir tugi milljóna kr. áður en bréf í sparisjóðnum fóru á markað árið 2007. 4.2.2010 08:41 Uppgjör Danske Bank veldur vonbrigðum Danske Bank náði hagnaði upp á 1,7 milljarða danskra kr. eða um 40 milljörðum kr. eftir skatta í fyrra. Uppgjörið fyrir árið sem bankinn birti í morgun veldur vonbrigðum þótt að hagnaður bankans aukist nokkuð frá hryllingsárinu 2008 þegar hann nam einum milljarði danskra kr. 4.2.2010 08:23 Hlutabréf í Toyota hrynja í verði Hlutabréf í Toyota hafa fallið gríðarlega á hlutabréfamarkaðnum í Tokyo og hafa ekki verið lægri í tíu mánuði. Ástæðan er rakin til mikilla umræðna um öryggi Toyota bifreiðanna. 4.2.2010 08:04 Össur hagnaðist um 2,9 milljarða króna í fyrra Stoðtækjafyrirtækið Össur hagnaðist um tæpa 2,9 milljarða króna í fyrra, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Þetta er 670 milljóna króna minni hagnaður en árið áður. 4.2.2010 07:49 Kraftvélar í rekstur á ný Selt úr þrotabúi Kraftvéla. 4.2.2010 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Spáir hálfri milljón atvinnulausra í Danmörku í ár Helge J. Pedersen aðalhagfræðingur Nordea bankans spáir því að hálf milljón Dana muni verða atvinnulausir á þessu ári, að hluta eða öllu leyti. Þetta byggir Pedersen á nýjum tölum frá hagstofu Danmerkur. 5.2.2010 14:34
Nordea ráðleggur fjárfestum að selja Össurhluti Greining Nordea bankans hefur breytt meðmælum sínum um Össur hf. úr „halda" og yfir í „selja". Þetta kemur í kjölfar mikilla hækkana á hlutum í Össurri í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Þær hækkanir má svo aftur rekja til góðs uppgjörs félagsins fyrir síðasta ár. 5.2.2010 13:40
Þrjá mánuði að skrá Haga í Kauphöll Það tekur að lágmarki þrjá mánuði að skrá Haga í Kauphöllina eftir að slík beiðni er lögð þar inn, að sögn forstjóra Kauphallarinnar. Óvíst er hvað Arion banki þarf að afskrifa mikið vegna 1998 ehf., fyrrum eiganda Haga, en það gætu orðið fjörutíu milljarðar króna. 5.2.2010 12:30
Raungengi krónunnar hækkaði Raungengi íslensku krónunnar nú í janúar hækkaði þriðja mánuðinn í röð frá fyrri mánuði, og nam hækkunin um 0,7% á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Hækkunin skrifast einkum á styrkingu krónu milli mánaða enda lækkaði vísitala neysluverðs um 0,3% hér á landi í janúar. 5.2.2010 12:18
Útflutningur á óunnum ísfiski hefur minnkað töluvert Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu hefur útflutningur á óunnum ísfiski bæði minnkað að magni til og einnig sem hlutfall af heildarafla. Samanburðurinn tekur til tímabilanna september 2009 til janúar 2010 og september 2008 til janúar 2009. Verulegur breytileiki er þó eftir tegundum. 5.2.2010 12:03
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tapaði milljón á Spron Ingibjörg Sólrún á stofnbréf að nafnvirði 255 þúsund krónur í Spron. Eftir því sem Vísir kemst næst var algengt að bréfin væru seld á genginu 4-7 í svokölluðum glugga þegar bréfin voru sett á markað árið 2007. Því má segja að Ingibjörg hafi tapað milljón á bréfunum. 5.2.2010 11:12
Reikna með umtalsverðum afgangi á vöruskiptum í ár Reikna má með því að afgangur verði umtalsverður af vöruskiptum við útlönd í ár. Innflutningur mun verða með minnsta móti fram eftir ári vegna áframhaldandi samdráttar í einkaneyslu og fjárfestingu, a.m.k. ef miðað er við síðasta ár. 5.2.2010 10:59
Kanadískt rækjustríð eykur landanir í Reykjavík Stjórnvöld í Kanada eru nú komin í stríð við grænlenska og færeyska rækjusjómenn. Í næstu viku munu stjórnvöld loka höfnum á austurströnd Kanada fyrir rækjuskipum þessara þjóða. Það hefur aftur þær afleiðingar að landanir færeyska rækjuskipa flytjast að hluta til Reykjavíkur. 5.2.2010 10:45
Óttinn er kominn aftur, rautt í öllum kauphöllum Hinn þekkti fjárfestir Bill Gross segir að óttinn sé kominn aftur á fjármálamarkaði heimsins. Þetta sjáist best á því að rauðar tölur eru nú í nær öllum kauphöllum heimsins. Markaðurinn á Wall Street endaði í mínus í gærkvöldi, Asíumarkaðirnir upplifðu stærsta fall sitt á síðustu mánuðum í nótt og vísitölur lækka í öllum kauphöllum Evrópu í dag. 5.2.2010 10:06
Hlutfall landaðs afla á fiskmarkaði það hæsta í sjö ár Hlutfall þess landaða afla sem fór í gegnum fiskmarkaði hérlendis á síðasta ári var það hæsta undanfarin sjö ár þar á undan. 5.2.2010 09:23
Vöruskiptin hagstæð um rúma 10 milljarða í janúar Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir janúar 2010 var útflutningur 42,2 milljarðar króna og innflutningur 32,1 milljarður króna. 5.2.2010 09:00
Norðmenn skoða skipti á Icesave skuld fyrir norskt lán Sigbjørn Johnsen fjármálaráðherra Noregs er ekki fráhverfur þeirri hugmynd að Norðmenn borgi út Icesave skuld Íslendinga og láni síðan upphæðina til Íslands á mun lægri vöxtum en í boði eru á Icesave skuldinni. 5.2.2010 08:52
Hollywood draumum Kaupþings og Candy-bræðra lokið Candy-bræðurnir bresku og Richard Caring hafa nú endanlega tapað Lotus-verkefni sínu í Beverly Hills. Kaupþing tekur mikinn skell vegna þessa en bankinn fjármagnaði þá bræður. Verkið samanstendur af 235 lúxusíbúðum auk verslana og veitingahúsa. 5.2.2010 08:05
Bankarnir eignast rúmlega 95% í Atorku Nýi Landsbankinn (NBI), Íslandsbanki, Arion Banki og Glitnir hafa eignast 95,5% í Atorku. Þetta er niðurstaðan eftir hluthafafund í félaginu í gærdag. 5.2.2010 07:44
Býst við fleiri fyrirtækjum „Það er fagnaðarefni að þessi ákvörðun hafi verið tekin. Þetta getur orðið mjög mikilvægt skref að endurvekja hlutabréfamarkað hér,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar um fyrirætlanir þess efnis að skrá Haga í Kauphöllina. 5.2.2010 03:00
Gæti þurft að afskrifa 400 milljónir hjá nýráðnum starfsmanni Óljóst er hvað Íslandsbanki þarf að afskrifa mikið fé vegna 800 milljón króna lánveitinga til tveggja fyrrverandi stjórnenda Teymis. Annar þeirra hefur nú verið ráðinn til að stýra eignaumsýslufélagi Íslandsbanka. 5.2.2010 18:39
Marel tapaði 11,8 milljónum evra - skuldir lækkuðu Tekjur af kjarnastarfsemi Marels árið 2009 námu 434,8 milljónum evra og jukust jafnt og þétt á árinu. Rekstrarhagnaður (EBIT) af kjarnastarfsemi var 24,8 milljónir evra, sem er 5,7% af veltu. Heildartekjur ársins 2009 námu 531,7 milljónum evra, samanborið við 540,1 milljón evra árið 2008. Tap eftir skatta var 11,8 milljónir evra samanborið við 8,4 milljóna evra árið áður. Skuldir hafa hinsvegar lækkað á sama tíma. 4.2.2010 23:21
Forstjóri Össurar kaupir fyrir 14 milljónir - með 119 milljónir í árslaun Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjaframleiðandans Össurar, hefur keypt hluti í Össuri fyrir rúmar 14 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallar en Jón telst til fruminnherja. Jón kaupir 85 þúsund hluti á 166 krónur á hlut. 4.2.2010 20:42
Íslensku þekkingarverðlaunin 2010: Fjögur fyrirtæki tilnefnd Fyrirtækin CCP, Fjarðarkaup, Icelandair Group og Össur eru tilnefnd til þekkingarverðlauna FVH en Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga afhendir verðlaunin í tíunda sinn 11. febrúar nk. á Hilton Reykjavík Nordica. 4.2.2010 22:20
Marel selur hluta af Stork Food Systems Marel hefur komist að samkomulagi við hollenska fjárfestingafélagið Nimbus um sölu á Food & Dairy Systems deild Stork Food Systems, að undanskilinni starfsemi hennar á Spáni. 4.2.2010 20:20
Glitnir gæti tapað sex milljörðum á Skeljungi Útlit er fyrir er að Glitnir tapi á endanum rúmlega sex milljörðum þar sem bankinn ábyrgðist sölu Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, á hlutabréfum í Skeljungi níu mánuðum fyrir bankahrunið. 4.2.2010 18:42
Fyrri eigendur í ábyrgðum vegna lána til 1998 Gaumur, félag Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu, ISP, sem er í eigu Ingibjargar Pálmadóttur, og Bague, sem er í eigu Hreins Loftssonar, eru í ábyrgð vegna lána til félagsins 1998 en óvíst er hvort gengið verður að þeim. Jón Ásgeir og fjölskylda hafa misst eignarhald sitt á Högum, móðurfélagi Bónuss, Hagkaupa og fleiri verslana, en Arion banki hefur ákveðið að skrá félagið í Kauphöll. 4.2.2010 18:33
FIH bankinn hagnaðist um 280 milljónir í fyrra FIH bankinn danski skilaði hagnaði upp á um 280 milljónir kr. í fyrra eftir skatta. Uppgjör ársins veldur vonbrigðum meðal danskra fjárfesta að því er segir í frétt um málið á börsen,dk. 4.2.2010 18:26
Baugsfeðgar missa Haga Stjórn Arion banka hefur ákveðið að óska eftir skráningu verslunarfyrirtækisins Haga í Kauphöllina í samvinnu við Haga og selja hlut bankans í félaginu. 4.2.2010 16:12
Frestun S&P kann að hafa lækkað skuldatryggingaálagið Greining Íslandsbanka segir að svo kunni að vera að jákvæð tíðindi á borð við framlengingu frests Standard&Poor´s (S&P) á því að taka ákvörðun um lánshæfiseinkunn Íslands og aukinn stuðning við málstað landsins í Icesave á erlendri grundu hafi einhver áhrif á lækkandi skuldatryggingaálags ríkissjóðs. 4.2.2010 13:59
Lögregla rannsakar á ný sölu SPRON-bréfa Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur nú fjögur mál til rannsóknar tengd sölu stjórnarmanna og tengdra aðila á stofnfjárbréfum í SPRON sumarið 2007 vegna gruns um innherjaviðskipti, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. 4.2.2010 13:45
Óbreyttir stýrivextir hjá ECB og Englandsbanka Bæði Seðlabanki Evrópu (ECB) og Englandsbanki héldu stýrivöxtum sínum óbreyttum í dag. Vextir ECB verða því áfram 1% og vextir Englandsbanka haldast áfram í hinu sögulega lágmarki 0,5%. 4.2.2010 12:54
Valitor sendir ný kort til 1.200 korthafa Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur sent ný kort til tólf hundruð korthafa fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að eldri kortin þeirra verði misnotuð. 4.2.2010 12:27
Seðlabankastjóri Hollands sakar íslensk stjórnvöld um lygar Nout Wellink aðalbankastjóri Seðlabanka Hollands segir að íslensk stjórnvöld hafi logið að hollenskum stjórnvöldum um fjárhagsstöðu íslensku bankanna árið 2008. Þetta kom fram í máli Wellink þegar hann kom fyrir hollensku þingnefndina sem rannsakar fjármálakreppuna í morgun. 4.2.2010 12:14
Nýskráningum bifreiða heldur áfram að fækka Í janúar síðastliðnum voru nýskráðir 133 bílar hér á landi sem er fækkun upp á 43% frá sama mánuði 2009. Þannig voru nýskráðir 235 bílar í janúar fyrir ári en þess má geta að þá hafði þeim fækkað um 89% frá sama tíma 2008. Þetta kemur fram í tölum sem Umferðastofan hefur birt um nýskráningar bifreiða. 4.2.2010 11:57
Segir lánamálum Saxbygg snúið á haus Framkvæmdarstjóri Saxbygg, Björn Ingi Sveinsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Fréttablaðsins um dómsmál sem skiptastjóri félagsins hefur höfðað vegna viðskipta félagsins við félög því tengdu. 4.2.2010 11:52
Þrír erlendir aðilar fá að bjóða áfram í Sjóvá Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. hefur borist 12 óskuldbindandi tilboð í hlutafé Sjóvár Almennra trygginga hf. Í flestum tilvikum er boðið í allt hlutafé félagsins. Þar af voru þrír erlendir aðilar og fá Þeir allir að taka þátt í áframhaldandi söluferli. 4.2.2010 11:33
Yfir 10 milljarðar lagðir inn eftir slökun gjaldeyrishafta Á þeim þremur mánuðum sem liðnir eru frá því að fyrsta skrefið í afnámi gjaldeyrishaftanna var stigið hafa tæplega 5 milljarðar kr. verðir lagðir hér inn á bankareikninga og tæplega 4,5 milljarðar kr. verið varið til að fjárfesta í atvinnurekstri. Rúmir 0,9 milljarðar kr. hafa farið í hlutabréfakaup og rúmir 0,2 milljarðar kr. í fasteignakaup. Samtals hafa því borist tæpir 10,6 milljarðar kr. í formi nýfjárfestinga á þessu tímabili. 4.2.2010 11:28
Kaupþing auglýsir eftir fulltrúum í kröfuhafanefnd Skilanefnd Kaupþings hefur auglýst eftir fulltrúum í nýja kröfuhafanefnd. Á heimsíðu skilanefndar segir að áhugasamir geti haft samband við nefndin fyrir 20. febrúar n.k. 4.2.2010 10:55
Lykla-Pétur fær VB1000 gæðastimpilinn í annað sinn Íslenska vírusvörnin Lykla-Pétur hefur fengið VB100 gæðastimpilinn frá Virus Bulletin. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem vírusvörnin fær þennan gæðastimpil. 4.2.2010 10:37
Össur hagnaðist um 30 milljónir á sölunni Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segist hafa selt bréf í SPRON fyrir 62 milljónir árið 2007. Hann hafi hagnast um 30 milljónir króna á sölunni og hafi greitt af því fjármagnstekjuskatt fyrir það ár. 4.2.2010 09:57
Gott uppgjör hjá Deutsche Bank Deutsche Bank skilaði góðu uppgjöri á fjórða ársfjórðungi síðasta árs. Hagnaður eftir skatta nam 1.3 milljarði evra eða um 230 milljörðum kr. Til samanburðar má nefna að Deutsche Bank skilaði tapi upp á 4,8 milljarða evra á sama tímbili árið 2008. 4.2.2010 09:48
Kauphöllin tekur upp tífalt hraðara viðskiptakerfi Kauphöllin mun á mánudaginn innleiða nýtt viðskiptakerfi, INET, sem hefur verið notað á NASDAQ markaðnum síðan 2007. INET er tílfalt hraðara en núverandi viðskiptakerfi (SAXESS) og annar miklu meira magni af viðskiptum. 4.2.2010 09:22
Íslandssjóðir með bestu ávöxtun í ríkisskuldabréfum Ríkisverðbréfasjóðir Íslandssjóða, Ríkisskuldabréf - Sjóður 5 og Löng ríkisskuldabréf - Sjóður 7, hafa skilað bestu ávöxtun sambærilegra sjóða yfir nánast öll samanburðartímabil miðað við gengi 30. desember 2009. Þetta kemur fram í óháðum samanburði allra verðbréfasjóða á vefsíðunni www.sjodir.is. 4.2.2010 08:59
Danskir fjárfestar ánægðir með uppgjör Össurar Danir hafa tekið ársuppgjöri Össurrar hf. vel í morgun en hlutir í Össurri hafa hækkað um rétt tæp 10% frá opnun kauphallarinnar. Hlutirnir stóðu í 6,50 dönskum kr. en eru í augnablikinu skráðir á 7.20 dönskum kr. 4.2.2010 08:55
Utanríkisráðherra seldi stofnfjárhluti í SPRON fyrir tugi milljóna Viðskiptablaðið greinir frá þvi í dag að Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hafi selt stofnfjárhluti í SPRON fyrir tugi milljóna kr. áður en bréf í sparisjóðnum fóru á markað árið 2007. 4.2.2010 08:41
Uppgjör Danske Bank veldur vonbrigðum Danske Bank náði hagnaði upp á 1,7 milljarða danskra kr. eða um 40 milljörðum kr. eftir skatta í fyrra. Uppgjörið fyrir árið sem bankinn birti í morgun veldur vonbrigðum þótt að hagnaður bankans aukist nokkuð frá hryllingsárinu 2008 þegar hann nam einum milljarði danskra kr. 4.2.2010 08:23
Hlutabréf í Toyota hrynja í verði Hlutabréf í Toyota hafa fallið gríðarlega á hlutabréfamarkaðnum í Tokyo og hafa ekki verið lægri í tíu mánuði. Ástæðan er rakin til mikilla umræðna um öryggi Toyota bifreiðanna. 4.2.2010 08:04
Össur hagnaðist um 2,9 milljarða króna í fyrra Stoðtækjafyrirtækið Össur hagnaðist um tæpa 2,9 milljarða króna í fyrra, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Þetta er 670 milljóna króna minni hagnaður en árið áður. 4.2.2010 07:49