Segir lánamálum Saxbygg snúið á haus 4. febrúar 2010 11:52 Framkvæmdarstjóri Saxbygg, Björn Ingi Sveinsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Fréttablaðsins um dómsmál sem skiptastjóri félagsins hefur höfðað vegna viðskipta félagsins við félög því tengdu. Í yfirlýsingunni segir Björn Ingi orðrétt: „Ekki er rétt sem skilja má af frétt sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í dag að eigendur Saxbygg hafi lánað sjálfum sér peninga úr sjóðum félagsins. Þarna er verið að snúa málum á haus. Málið snýst um fasteignaverkefni sem Saxbygg átti hlut í ásamt erlendum samstarfsaðilum. Saxbygg var hvergi í meirihluta í þessum verkefnum og það þurfti að verja hagsmuni félagsins ef ástandið á fjármálamörkuðum versnaði. Aðal lándrottinn félagsins var fyllilega meðvitaður um þessar fyrirætlanir strax á fyrri hluta árs 2008 og því er algjör fjarstæða að tala um leynd í þessu sambandi. Um var að ræða björgunaraðgerðir og hefði þrotabú Saxbygg ella orðið fyrir mun meira tjóni. Þegar íslensku bankarnir hrundu og á einn þeirra voru sett hryðjuverkalög í október 2008 var ljóst að vandræði þeirra gætu orðið til þess að verðgildi þessara eigna myndi hrynja. Því var gripið til þess ráðs að koma þessum erlendu eignum Saxbygg undir stjórn annarra félaga. Var þetta gert í samráði við erlenda meðeigendur sem eðlilega höfðu áhyggjur af stöðu mála á Íslandi. Skiptastjóri hefur verið upplýstur um þessar aðgerðir og aðdraganda þeirra og að fyrirhugað sé að greiðslur komi fyrir eignirnar þegar verkefnunum lýkur - en það er eðli fasteignaþróunarverkefna að afraksturinn af þeim skilar sér við verklok og húsnæðið er selt eða leigt. Áðurnefndar eignir voru seldar að undangengnu ítarlegu verðmati. Skiptastjóri hefur gert athugasemdir við þetta verðmat og er í fullum rétti að gera það og því er óhjákvæmlegt að útkljá þetta fyrir dómstólum. Undirritaður er sannfærður um að niðurstaðan verði sú að eðlilegt verð hafi fengist fyrir eignirnar. Undirritaður telur raunar að hluti verkefnanna hafi verið of hátt metinn í þessum aðgerðum, miðað við það sem síðar hefur komið í ljós. Í dag er því miður enn óljóst hvort takist að bjarga verkefnunum eður ei." Þess má geta að þegar Birni Inga var boðið að tjá sig um málið í gær svaraði hann: „Ég hef ekkert um þetta að segja, ekki nokkurn skapaðan hlut." Tengdar fréttir Eigendur Saxbygg lánuðu sjálfum sér 5,3 milljarða Skiptastjóri þrotabús fjárfestingarfélagsins Saxbygg hefur stefnt fyrri eigendum fyrirtækisins vegna sölu á erlendum fasteignaverkefnum til félaga þeim tengdum, lánveitingum Saxbygg til eigenda og ráðstöfunar eigna til fyrirtækja þeim tengdum. 4. febrúar 2010 00:01 Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Framkvæmdarstjóri Saxbygg, Björn Ingi Sveinsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Fréttablaðsins um dómsmál sem skiptastjóri félagsins hefur höfðað vegna viðskipta félagsins við félög því tengdu. Í yfirlýsingunni segir Björn Ingi orðrétt: „Ekki er rétt sem skilja má af frétt sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í dag að eigendur Saxbygg hafi lánað sjálfum sér peninga úr sjóðum félagsins. Þarna er verið að snúa málum á haus. Málið snýst um fasteignaverkefni sem Saxbygg átti hlut í ásamt erlendum samstarfsaðilum. Saxbygg var hvergi í meirihluta í þessum verkefnum og það þurfti að verja hagsmuni félagsins ef ástandið á fjármálamörkuðum versnaði. Aðal lándrottinn félagsins var fyllilega meðvitaður um þessar fyrirætlanir strax á fyrri hluta árs 2008 og því er algjör fjarstæða að tala um leynd í þessu sambandi. Um var að ræða björgunaraðgerðir og hefði þrotabú Saxbygg ella orðið fyrir mun meira tjóni. Þegar íslensku bankarnir hrundu og á einn þeirra voru sett hryðjuverkalög í október 2008 var ljóst að vandræði þeirra gætu orðið til þess að verðgildi þessara eigna myndi hrynja. Því var gripið til þess ráðs að koma þessum erlendu eignum Saxbygg undir stjórn annarra félaga. Var þetta gert í samráði við erlenda meðeigendur sem eðlilega höfðu áhyggjur af stöðu mála á Íslandi. Skiptastjóri hefur verið upplýstur um þessar aðgerðir og aðdraganda þeirra og að fyrirhugað sé að greiðslur komi fyrir eignirnar þegar verkefnunum lýkur - en það er eðli fasteignaþróunarverkefna að afraksturinn af þeim skilar sér við verklok og húsnæðið er selt eða leigt. Áðurnefndar eignir voru seldar að undangengnu ítarlegu verðmati. Skiptastjóri hefur gert athugasemdir við þetta verðmat og er í fullum rétti að gera það og því er óhjákvæmlegt að útkljá þetta fyrir dómstólum. Undirritaður er sannfærður um að niðurstaðan verði sú að eðlilegt verð hafi fengist fyrir eignirnar. Undirritaður telur raunar að hluti verkefnanna hafi verið of hátt metinn í þessum aðgerðum, miðað við það sem síðar hefur komið í ljós. Í dag er því miður enn óljóst hvort takist að bjarga verkefnunum eður ei." Þess má geta að þegar Birni Inga var boðið að tjá sig um málið í gær svaraði hann: „Ég hef ekkert um þetta að segja, ekki nokkurn skapaðan hlut."
Tengdar fréttir Eigendur Saxbygg lánuðu sjálfum sér 5,3 milljarða Skiptastjóri þrotabús fjárfestingarfélagsins Saxbygg hefur stefnt fyrri eigendum fyrirtækisins vegna sölu á erlendum fasteignaverkefnum til félaga þeim tengdum, lánveitingum Saxbygg til eigenda og ráðstöfunar eigna til fyrirtækja þeim tengdum. 4. febrúar 2010 00:01 Mest lesið Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Eigendur Saxbygg lánuðu sjálfum sér 5,3 milljarða Skiptastjóri þrotabús fjárfestingarfélagsins Saxbygg hefur stefnt fyrri eigendum fyrirtækisins vegna sölu á erlendum fasteignaverkefnum til félaga þeim tengdum, lánveitingum Saxbygg til eigenda og ráðstöfunar eigna til fyrirtækja þeim tengdum. 4. febrúar 2010 00:01