Viðskipti innlent

Lykla-Pétur fær VB1000 gæðastimpilinn í annað sinn

Íslenska vírusvörnin Lykla-Pétur hefur fengið VB100 gæðastimpilinn frá Virus Bulletin. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem vírusvörnin fær þennan gæðastimpil.

Í tilkynningu segir að vírusvarnatækni Lykla-Péturs fékk VB100 gæðastimpilinn frá hinu virta Virus Bulletin tímariti fyrir desember 2009 og einnig VB100 fyrir febrúar 2010.

„Þessi niðurstaða Virus Bulletin setur Lykla-Pétur í hóp öflugustu vírusvarna heims. Virus Bulletin er óháður aðili sem prufukeyrir reglulega allar helstu vírusvarnir sem í boði eru," segir í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×