Viðskipti innlent

Valitor sendir ný kort til 1.200 korthafa

Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur sent ný kort til tólf hundruð korthafa fyrirtækisins til að koma í veg fyrir að eldri kortin þeirra verði misnotuð.

Bergsveinn Sampsted framkvæmdastjóri kortaútgáfu Valitor segir að ef grunur leiki á hugsanlegri misnotkun af ýmis konar tagi erlendis þá sé korthöfum send ný kort og þeir beðnir um að klippa þau gömlu. Þetta sé hluti af ströngu eftirliti hjá fyrirtækinu vegna svikamála sem upp komu hjá Valitor fyrr í haust.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×