Viðskipti innlent

Danskir fjárfestar ánægðir með uppgjör Össurar

Danir hafa tekið ársuppgjöri Össurrar hf. vel í morgun en hlutir í Össurri hafa hækkað um rétt tæp 10% frá opnun kauphallarinnar. Hlutirnir stóðu í 6,50 dönskum kr. en eru í augnablikinu skráðir á 7.20 dönskum kr.

Í umfjöllun á börsen.dk er tekið fram að Össur haldi fast við væntingar sínar fyrir árið í ár. Félagið reikni með að veltan muni aukast um 3-4% og að brúttóhagnaður (EBIDA) félagsins muni aukast um 8-10% mælt í staðarmyntum, það er aðallega dollurum.

Danskir fjárfestar hafa greinilega trú á því að þessar væntingar muni ganga eftir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×