Viðskipti innlent

Forstjóri Össurar kaupir fyrir 14 milljónir - með 119 milljónir í árslaun

Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar. MYND/GVA

Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjaframleiðandans Össurar, hefur keypt hluti í Össuri fyrir rúmar 14 milljónir króna. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallar en Jón telst til fruminnherja. Jón kaupir 85 þúsund hluti á 166 krónur á hlut.

Í ársreikningi Össurar fyrir síðasta ár sem birtur var í dag kemur fram að laun Jóns hjá Össuri námu 924 þúsund dollurum, eða tæpum 119 milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins.

Eftir kaupin á Jón tæplega 97 þúsund hluti í Össuri og þaraðauki á hann kauprétt að 1250 þúsund hlutum.






Tengdar fréttir

Össur hagnaðist um 2,9 milljarða króna í fyrra

Stoðtækjafyrirtækið Össur hagnaðist um tæpa 2,9 milljarða króna í fyrra, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Þetta er 670 milljóna króna minni hagnaður en árið áður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×