Viðskipti innlent

Kauphöllin tekur upp tífalt hraðara viðskiptakerfi

Kauphöllin mun á mánudaginn innleiða nýtt viðskiptakerfi, INET, sem hefur verið notað á NASDAQ markaðnum síðan 2007. INET er tílfalt hraðara en núverandi viðskiptakerfi (SAXESS) og annar miklu meira magni af viðskiptum.

Í tilkynningu segir að það sé einnig merkilegt er að INET verður innleitt á sjö mörkuðum NASDAQ OMX samtímis (Ísland, Stokkhólmur, Helsinki, Kaupmannahöfn, Tallinn, Riga og Vilnius), þannig að gefur að skilja er þetta risastór aðgerð sem búið er verið að undirbúa hátt á annað ár, bæði hér og erlendis, með viðskiptavinum okkar.

Tæknin er lykillinn að samkeppninni í kauphallarstarfsemi. INET er það sem koma skal fyrir svokölluð algo-trading (hátíðniviðskipti) - meiri hraði, meiri seljanleiki. Algoviðskipti eru þegar orðin áberandi.

Sama viðskiptakerfi á norrænum og bandarískum mörkuðum veitir fjárfestum og fyrirtækjum aukin tækifæri og aðgang

Kauphöllin er vel í stakk búið fyrir endurreisn markaðarins með því að búa vel í haginn fyrir fyrirtæki og fjárfesta með bestu fáanlegu umgjörð um viðskipti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×