Fleiri fréttir

BM Vallá fær heimild til greiðslustöðvunar

Í dag, miðvikudaginn 3. febrúar, var BM VALLÁ hf. veitt heimild til greiðslustöðvunar svo unnt verði að ljúka fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Undanfarið ár hefur starfsfólkið unnið hörðum höndum að endurskipulagningu félagsins með víðtækum sparnaðar- og hagræðingaraðgerðum í góðri samvinnu við helstu lánadrottna félagsins.

Rússar slógust um Picasso málverk á uppboði

Rússneskir kaupendur slógust um málverk eftir Picasso á uppboði hjá Christie´s í London í vikunni. Hin ákafa barátta um verkið, sem er Tete de Femme frá árinu 1963, olli því að það var slegið á 8,1 milljón punda eða nokkuð yfir 1,6 milljarða kr.

Mun birta samninga við stjórnir bankanna

Bankasýsla ríkisins mun gera samninga við stjórnir þeirra fjármálafyrirtækja sem ríkið verður ráðandi hluthafi í um markmið í rekstri og verða þessir samningar birtir innan tólf mánaða frá gerð þeirra.

Kauphöllin: Skoða verður uppgjör bankanna fyrrihluta 2008

Forstjóri Kauphallarinnar segir að skoða verði hvort hálfsársuppgjör bankanna 2008 hafi verið rétt og reikningarnir eðlilega sett fram. Einnig þurfi að kanna í þaula hvort yfirlýsingar bankastjóranna nokkrum mánuðum fyrir hrun um gæði eignasafna og sterka lausafjárstöðu standist skoðun.

Brynvörðum peningaflutningabíl breytt í lúxuslimmósínu

Neyðin kennir naktri konu að spinna segir máltækið og það á vel við um eigendur fyrirtækis í Dallas Texas sem sérhæfir sig í flutningum á peningum milli staða í brynvörðum bílum. Viðskiptin hafa dalað mikið í kreppunni og því greip fyrirtækið til þess ráð að breyta bílum sínum í lúxuslimmósínur fyrir hina frægu og ríku.

Gistinóttum fækkaði lítillega milli áranna 2008 og 2009

Gistinætur á hótelum árið 2009 voru 1.333.200 og fækkar lítillega frá árinu 2008 þegar gistinætur voru 1.339.900. Á flestum landsvæðum fækkar gistinóttum á milli ára eða standa í stað. Hlutfallslega fækkar gistinóttum mest á samanlögðu svæði Vesturlands og Vestfjarða en fjölgar mest á Norðurlandi og Suðurlandi.

Starfsmönnum SÍ óheimilt að þiggja gjafir eða boðsferðir

Samkvæmt starfs- og siðareglum Seðlabanka Íslands (SÍ) er starfsmönnum bankans óheimilt að þiggja gjafir og boðsferðir. Eina undantekningin er ef ferðirnar eru taldar hafa upplýsingagildi fyrir bankann en þá greiðir bankinn kostnaðinn við ferðina.

Skuldabréfaútgáfa ManU orðin verulegt klúður

Þeir fjárfestar sem tóku þátt í 500 milljóna punda skuldabréfaútgáfu enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United (ManU) sitja nú eftir með sárt ennið. Verð á þessum skuldabréfum hefur hríðfallið á þeim tveimur vikum sem liðnar eru frá útgáfunni.

Froskur sem sló í gegn

Auglýsingaherferð Vodafone þar sem „essasú“-froskurinn var í aðalhlutverki er með þeim íslensku auglýsingaherferðum sem hvað mesta athygli hafa vakið.

Konur ragari en karlar við hlutabréfakaup

Konur gætu hagnast meira ef þær væru hugaðri í hlutabréfakaupum en raun ber vitni. Þetta sýnir rannsókn sem Greens Analyseinstitut vann fyrir danska viðskiptablaðið Børsen og birtist á laugardag.

Frakkar vilja hjálpa til við endurreisnina

Frönsk stjórnvöld vilja leggja lóð sitt á vogarskálarnar og styðja Ísland upp úr kreppunni, að sögn Emmanuel Jacques, formanns stjórnar Fransk-íslenska viðskiptaráðsins og viðskiptasendifulltrúa Frakka hér.

Auglýst eftir rektor

Embætti rektors við Háskóla Íslands hefur verið auglýst laust til umsóknar.

Heimsyfirráð CCP

Flutningar standa nú yfir hjá netleikjafyrirtækinu CCP úti á Granda. Fyrirtækið hefur fjölgað starfsfólki verulega upp á síðkastið og þurft að dreifa úr sér. CCP var með efstu hæðirnar í Grandagarði 8 en hefur smám saman verið að taka þær neðri yfir. Teiknimyndafyrirtækið CAOZ og tengd fyrirtæki eru um þessar mundir að flytja út, ásamt almannatengslafyrirtækinu APPR, og mun komið undir annað þak. Sjóminjasafnið og heildverslunin Forval eru enn í húsinu og þykir spurning hvenær þau hverfa á braut. Óvíst er hvort húsið dugi CCP, sem tútnar út sem aldrei fyrr. Ef allt þrýtur er aldrei að vita nema fyrirtækið taki yfir varðskipið Óðin, sem liggur við bryggju handan við húsið.

Vilja hleypa „vondum“ krónum inn

Unnið er að því að opna fjárfestum leið inn í landið með íslenskar krónur sem þeir hafa keypt á aflandsmörkuðum eftir að gjaldeyrishöft voru sett í nóvember 2008. Ræddar hafa verið ýmsar hefðbundnar og óhefðbundnar leiðir til að gera þetta mögulegt innan stjórnsýslunnar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Horft er til þess að aflandsféð verði nýtt til að fjármagna íslensk fyrirtæki á meðan dyrnar eru lokaðar landinu á erlendum lánamörkuðum. Ekkert mun fast í hendi og vildi því enginn tjá sig um það opinberlega.

Þráðlaust rafmagn og þrívíddarsjónvarp

„Sýningin var vel heppnuð og er orðin nokkuð stór, en þarna voru um 120 þúsund manns,“ segir Björn Gunnar Birgisson, yfirvörustjóri PC tölva og íhluta hjá Nýherja. Hann sótti heim CES-raftækjasýninguna sem haldin er í Las Vegas í Bandaríkjunum í janúar ár hvert. Þar keppast framleiðendur um að kynna „tækni framtíðarinnar“.

Misstu stjórn á sér

„Mig er farið að klæja í puttana að loka nýjum díl, við höfum ekkert gert á þessu ári," sagði einn viðmælenda Ástu Dísar Óladóttur sem rannsakaði fjárfestingar Íslendinga erlendis í doktorsritgerð sinni sem hún varði við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn. Ásta Dís komst meðal annars að því í rannsókn sinni að er líða tók á fyrsta áratug 21. aldarinnar töpuðu menn sérhæfni í fjárfestingum og fóru að fjárfesta í alls konar fyrirtækjum. Græðgi hafi jafnvel virst ráða för í sumum tilfellum frekar en úthugsuð fjárfestingarstefna, eins og ofangreind tilvitnun sýnir.

Aftur til framtíðar í efnahagsmálum

Helstu hugmyndir Baracks Obama Bandaríkjaforseta um yfirhalningu bankakerfisins eru sóttar í smiðju Paul Volcker, fyrrverandi seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Volcker var tvímælalaust farsælasti seðlabankastjórinn á 20. öld og meðal þeirra fyrstu til að vara við ágöllum þess sem við kölluðum „hið nýja og góða fjármálakerfi“.

Margmenni hjá Marel

Rúmlega 130 gestir úr ýmsum áttum komu á kynningu sérfræðinga á nýjustu lausnum Marel í framleiðslusal fyrirtækisins um miðjan mánuðinn. Flestir gestanna voru fulltrúar helstu kjöt- og kjúklingavinnsla landsins auk fulltrúa fiskiðnaðarins. Á meðal helstu nýjunganna var nýjasta gerðin af verðmerkivog til að verðmerkja neytendapakkaðar afurðir og vél undir vörumerkinu Townsend, sem himnudregur kjöt og kjúkling eða roðdregur fisk. Vörumerkið varð hluti af Marel með kaupunum á hollensku iðnsamsteypunni Stork fyrir tveimur árum. Vélar sem þessar hafa aldrei verið sýndar hér áður. - jab

Almenn bjartsýni með ferðasumarið

Almenn bjartsýni ríkir meðal fyrirtækja sem starfa í ferðaþjónustu hér á landi með komandi ferðasumar, segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Ferðamenn bóka þó með sífellt styttri fyrirvara svo erfitt er að spá fyrir um sumarið.

Toyota reiknar með samdrætti

Samdráttur í sölu vegna innköllunar á bílum vegna galla í bensíngjöf nýrra Toyota-bíla kann að verða meiri en vegna fyrri innkallana, að sögn framkvæmdastjóra Toyota Motor Corp., Shinichi Sasaki. Hann segir þetta vera vegna þess að gallinn sé alvarlegri en áður hafi þekkst hjá fyrirtækinu.

Reuters: Actavis í kjörstöðu að eignast Ratiopharm

Í nýrri frétt á Reuters kemur fram að Actavis sé nú komið í kjörstöðu til að eignast þýska samheitalyfjafyrirtækið Ratiopharm. Bandaríski lyfjarisinn Pfizer sé dottinn út úr kaupferlinu og Teva frá Ísrael ætli sér í mikinn niðurskurð á starfsfólki í Þýskalandi sem hugnist ekki eigendum Ratiopharm.

Hlutafé í 365 aukið um milljarð

Ákveðið var á hluthafafundi hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365 miðlum í dag, sem á og rekur fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar, að auka hlutafé fyrirtækisins um milljarð. Gefið verður upp á næstu vikum hvaðan nýtt hlutafé kemur. Jón Ásgeir Jóhannesson er stærsti hluthafi 365 miðla. Hluatfé í fyrirtækinu er í dag rúmir tveir milljarðar en verður rúmir þrír milljarðar með þessu. Ari Edwald forstjóri fyrirtækisins segir tilganginn að styrkja fjárhag fyrirtækisins.

Hollendingar hunsuðu hugmyndir um varasjóð Landsbankans

Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins vísar ásökunum um lygar á bug en fyrrverandi yfirmaður hollenska fjármálaeftirlitsins og seðlabankans, Arnold Schilder, sagði fyrir þingnefnd þar í landi að trekk í trekk hefðu Íslendingar logið að sér og starfsmönnum sínum. Jónas segir að stungið hafi verið upp á að Landsbankinn setti upp varasjóð í Hollandi en þær hugmyndir hafi aldrei verið afgreiddar af hálfu Hollendinga.

Icelandair þarf ekki að greiða 130 milljónir í sekt

Héraðsdómur Reykjavíkur felldi niður 130 milljón króna stjórnvaldssekt á hendur Icelandair en Samkeppniseftirlitið hafði áður úrskurðað að félagið skyldi greiða sektina fyrir brot á samkeppnislögum.

Einar Sigurðsson forstjóri Auðhumlu

Nú um mánaðamótin urðu forstjórarskipti hjá Auðhumlu, samvinnufélagi 700 mjólkurbænda, sem á stærstan hlut í Mjólkursamsölunni. Magnús Ólafsson, forstjóri lét þá af störfum eftir áratuga farsælan feril í íslenskum mjólkuriðnaði. Við starfinu tekur Einar Sigurðsson, sem eftir þessa breytingu verður forstjóri bæði Auðhumlu og Mjólkursamsölunnar.

Verðbólguvæntingar fyrirtækja fara vaxandi

Verðbólguvæntingar fyrirtækja hafa hækkað undanfarið samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Seðlabankann í lok desember, en niðurstöður hennar birti bankinn nýverið í Hagvísum bankans fyrir janúarmánuð.

Gulleggið: Álfavala, ljóshanski, ruggari og streitustjóri

Búið er að opinbera hluta úr öllum hugmyndum sem tóku þátt í gullegginu 2010. Þar kennir margra grasa og má sem dæmi nefna Álfavölu, ljóshanska, ruggara og streitustjóra. Hægt er að nálgast þessar hugmyndir á vefsíðu innovit.is.

Rússland vaxandi markaður fyrir ferðaþjónustuna

Skipuleggjendur Íslendsferða í Rússlandi sinna einkum efnaðasta og um leið kröfuharðasta hópi rússneskra ferðamanna. Áhugi þeirra á Íslandsferðum fer vaxandi og nemur fjöldi þeirra nú um þúsund manns á ári og fer vaxandi.

Sænskum bönkum blæðir út í Eystrasaltslöndunum

Samkvæmt útreikningum Riksbanken það er sænska seðlabankans munu sænsku bankarnir SEB, Swedbank og Nordea tapa 120 milljörðum sænskra kr. eða tæplega 2.200 milljörðum kr. í Eystrasaltslöndunum samanlagt árin 2009 og 2010.

Verðlækkanir á hrásykri framundan, sykurbólunni lokið

Verðlækkanir á hrásykri eru framundan og telja sérfræðingar að sykurbólunni sem verið hefur á markaðinum allt síðasta ár sé lokið. Verð á hrásykri náði rúmum 30 sentum á pundið í síðasta mánuði og var það hæsta verð sem fengist hefur síðan í janúar 1981 eða fyrir 29 árum.

Þýskaland og Sviss á leið í skattastríð

Þýsk stjórnvöld hafa lýst yfir áhuga sínum á því að taka tilboði tölvusérfræðings sem hefur boðið þeim lista með nöfnun 1.500 Þjóðverja sem eiga leynilega reikninga í svissneskum bönkum. Þetta hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð af hálfu svissneskra stjórnvalda.

IKEA í stórsókn á danska markaðinum

Sænski húsgagnarisinn IKEA er í stórsókn í Danmörku og hefur náð til sín fjölda viðskiptavina frá samkeppnisaðilum sínum á danska markaðinum. IKEA hyggur á frekari vöxt á þessum markaði og ætlar að nýta sér kreppuna til að stinga lengra af frá keppinautum sínum.

Kauphöllin: Heildarviðskipti rúmir 187 milljarðar í janúar

Heildarviðskipti með hlutabréf í janúar mánuði námu rúmum 3.493 milljónum eða 184 milljónum á dag að því er fram kemur í tilkynningu frá kauphöll. Heildarviðskipti á íslenska markaðnum öllum námu rúmum 187 milljörðum í janúr. Til samanburðar var veltan með hlutabréf í desembermánuði rúmar 3.163 milljónir, eða 150 milljónir á dag.

Rannveig Rist stjórnarformaður Skipta

Rannveig Rist hefur tekið við formennsku í stjórn Skipta hf. Þetta var ákveðið á fundi stjórnar Skipta fyrr í dag. Í tilkynningu frá félaginu segir að með formennsku Rannveigar sé tryggð samfelldni í stjórn fyrirtækisins.

Sjá næstu 50 fréttir