Viðskipti innlent

Raungengi krónunnar hækkaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ Valgarður.
Mynd/ Valgarður.
Raungengi íslensku krónunnar nú í janúar hækkaði þriðja mánuðinn í röð frá fyrri mánuði, og nam hækkunin um 0,7% á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Hækkunin skrifast einkum á styrkingu krónu milli mánaða enda lækkaði vísitala neysluverðs um 0,3% hér á landi í janúar.

Mældist raungengi á þennan mælikvarða 68,1 stig og hefur það ekki verið hærra síðan í maí á síðasta ári. Fjallað er um málið í Greiningu Íslandsbanka en það var Seðlabanki Íslands sem birti tölur um raungengi í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×