Viðskipti innlent

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tapaði milljón á Spron

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir átti stofnbréf fyrir rúmar 250 þúsund að nafnvirði. Mynd/ Anton.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir átti stofnbréf fyrir rúmar 250 þúsund að nafnvirði. Mynd/ Anton.
Ingibjörg Sólrún á stofnbréf að nafnvirði 255 þúsund krónur í Spron. Frá þessu greinir Ingibjörg á Facebook síðu sinni. Eftir því sem Vísir kemst næst var algengt að bréfin væru seld á genginu 4-7 í svokölluðum glugga þegar bréfin voru sett á markað árið 2007.

Össur Skarphéðinsson sagði frá því í gær að hann hefði selt stofnbréf sín um mitt árið 2007, en hann hefði hagnast um 30 milljónir. Ástæðan fyrir því að hann seldi hafi verið sú að hann tók við embætti iðnaðarráðherra skömmu áður og hann taldi ekki fara saman að eiga bréfin og sitja í embætti ráðherra.

Ingibjörg Sólrún segir að um sé að ræða gömul stofnbréf sem hún keypti sem borgarstjóri til að standa við bakið á sparisjóðnum. Ingibjörg bendir á að eins og aðrir stofnfjáreigendur hafi hún keypt bréfin á nafnverði en ekki markaðsvirði. „Ég leit aldrei svo á að þau væru keypt í gróðaskyni og hef átt þau síðan" segir Ingibjörg.

Nú er Spron gjaldþrota og situr Ingibjörg því eftir með verðlaus stofnfjárbréf eins og aðrir stofnfjáreigendur. Því má segja að Ingibjörg hafi tapað milljón á bréfunum, sé miðað við markaðsvirðið eins og það var þegar fyrirtækið fór á markað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×