Viðskipti innlent

Íslensku þekkingarverðlaunin 2010: Fjögur fyrirtæki tilnefnd

Eve Online. CCP fær aðra tilnefningu.
Eve Online. CCP fær aðra tilnefningu.

Fyrirtækin CCP, Fjarðarkaup, Icelandair Group og Össur eru tilnefnd til þekkingarverðlauna FVH en Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga afhendir verðlaunin í tíunda sinn 11. febrúar nk. á Hilton Reykjavík Nordica.

Auk Þekkingarverðlaunanna verður kynnt val félagsins á viðskipta- eða hagfræðingi ársins, sem fellur í skaut aðila sem þykir hafa náð framúrskarandi árangri í starfi á liðnu ári. Forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, mun afhenda verðlaunin en hann er verndari þekkingardagsins.

Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP, mun flytja erindi við athöfnina en CCP hlaut þekkingarverðlaunin á síðasta ári og er því tilnefnt í annað sinn í röð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×