Viðskipti innlent

Kraftvélar í rekstur á ný

Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar
Fyrirtækið Kraftvélar er tekið til starfa á ný. Það var lýst gjaldþrota 20. janúar. Tveimur dögum síðar var það auglýst til sölu og síðan var selt úr þrotabúinu 25. janúar. Fyrrverandi eigandi keypti nafnið og lausamuni.

Reynir Kristinsson lögmaður, sem kom að skiptunum fyrir hönd Landsbankans, segir ferlið eðlilegt. Mikilvægt geti verið að klára svona mál fljótt, bæði fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Með í kaupunum hafi fylgt skuldbindingar við starfsfólk.

Lager fyrirtækisins var ekki seldur, heldur leysti Landsbankinn hann til sín.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×