Viðskipti innlent

Hlutfall landaðs afla á fiskmarkaði það hæsta í sjö ár

Hlutfall þess landaða afla sem fór í gegnum fiskmarkaði hérlendis á síðasta ári var það hæsta undanfarin sjö ár þar á undan.

Fjallað er um málið á vefsíðu LÍÚ en þar segir að vert á yfirlýsingar í umræðu að undanförnu um að lítið framboð á fiski hafi háð fiskvinnslufyrirtækjum án útgerðar var framboð á innlendum fiskmörkuðum á síðasta ári meira en það hefur verið allt frá árinu 2003.

Vísað er til fréttar á vefsíðu Fiskmarkaðs Íslands þar sem segir að af gefnu tilefni vegna umræðna um að framboð fisks á innlendum fiskmörkuðum sé lítið og hái fyrirtækjum sem eru í fiskvinnslu en ekki jafnframt í útgerð, er hér með birt tafla um hlutfall landaðs afla á fikmörkuðum innanlands af heildar afla síðast liðin 7 ár.

„Þetta hlutfall hefur ekki undanfarin ár ef þá nokkurn tíman verði hærran en einmitt á s.l. ári þegar seld voru liðlega 103 þúsund tonn á innlendum fiskmörkuðum og eru því staðhæfingar um að framboð á innlendum fiskmörkuðum hafi dregist saman úr lausu lofti gripnar," segir á vefsíðunni.

Samkvæmt töflunni sem vísað er til var hlutfall landaðs afla á fiskmarkaði í fyrra rúm 21% af heildaraflanum. Þetta hlutfall var 18,3% árið 2003 en lá síðan í kringum 19-20% árin á milli 2003 og 2009.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×