Fleiri fréttir

Segir verðbólgulækkun því miður vera gálgafrest

Áhugaverðasta spurningin nú er sú hvort verðbólgan hafi misst móðinn eða hvort henni hafi bara seinkað aðeins. Því miður eru vísbendingar um að hin lága verðbólga í janúar sé að einhverju leyti gálgafrestur.

Greining Arion banka spáir 75-100 punkta vaxtalækkun

Greining Arion banka spáir nokkuð myndarlegri stýrivaxtalækkun hjá peningastefnunefnd Seðlabankans á morgun eða 75 til 100 punktum. Færu vextirnir því niður í 9% til 9,25% samkvæmt spánni.

SFO með húsleitir á tveimur stöðum í Bretlandi

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar eða Serious Fraud Office (SFO) fór í húsleitir á tveimur stöðum í Bretlandi, það er í London og Lincoln-héraði. Farið var inn á skrifstofur Exista og Bakkavarar á þessum stöðum.

Breskir þingmenn vilja ekki endurtekningu á Icesave

Breskir þingmenn vilja að fjármálaeftirlitinu þar í landi verði færð aukin völd til að fylgjast með fyrirtækjum sem ráðleggja sveitarfélögum að ávaxta sparifé. Þingmennirnir vilja ekki að Icesave endurtaki sig, en sveitarfélög, opinberir aðilar og góðgerðarsamtökum töpuðu nær 200 milljörðum kr. á reikningunum.

Fons fékk 7,2 milljarða rétt fyrir hrun

Glitnir gerði lánasamninga við Fons upp á samtals 7,2 milljarða króna rétt fyrir hrun bankans. Þetta kemur fram í gögnum sem skilanefnd Glitnis hefur afhent Vilhjálmi Bjarnasyni. Vilhjálmur segir þetta sýna að stjórnendur bankans hafi verið að ausa peningum út í tóma vitleysu á sama tíma og þeir þóttust vera að reyna að bjarga honum.

Japanskur banki vill upplýsingar um afdrif 50 milljón dollara láns

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að japanski bankinn, The Bank of Tokyo-Mitsubishi, fengi aðgang að sjö gögnum hjá gamla Kaupþingi og Arion Banka til þess að kanna hver urðu afdrif 50 milljón dollara gjaldmiðlaláns sem bankinn lánaði Kaupþingi 39 mínútum áður en skilanefnd tók bankann yfir haustið 2008.

Verðbólgumæling hleypir fjöri í skuldabréfamarkað

Mikið fjör hefur verið á skuldabréfamarkaði það sem af er degi í kjölfar birtingar á vísitölu neysluverðs fyrir janúar. Hefur velta verið með mesta móti, en hún nemur 5,3 milljörðum kr. í ríkisbréfum og 5,5 milljörðum kr. í íbúðabréfum þegar þetta er ritað (kl. 11:00).

SFO rannsakar hluti Exista í JJB Sports

Starfsfólk sérstaks saksóknara ásamt starfsfólki Serious Fraud Office í Bretlandi gerði húsleit hjá Exista klukkan níu í morgun samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu.

Greining reiknar með stýrivaxtalækkun

Lækkun vísitölu neysluverðs nú eykur líkur á því að stýrivextir Seðlabankans verði lækkaðir á morgun. Peningastefnunefnd bankans fundar nú í dag og mun tilkynna á morgun um ákvörðun sína.

Aðeins dregur úr svartsýni neytenda

Svartsýni íslenskra neytenda minnkaði lítillega á milli desember í fyrra og janúar í ár. Væntingavísitala Gallup sem birt var í morgun hækkaði um 3,1 stig á milli þessara tveggja mánaða og stendur nú í 37,1 stigum en fleiri svarendur eru neikvæðir en jákvæðir á stöðu og horfur í efnahagslífinu þegar vísitalan mælist undir 100 stigum.

Gjaldeyrishöftin losna jafnvel ekki fyrr en krónan hverfur

„Þarf því að horfast í augu við þann möguleika að krónan losni ekki úr viðjum haftanna í fyrirsjáanlegri framtíð og jafnvel að þau heyri ekki sögunni til fyrr en krónan hefur verið gefin upp á bátinn sem gjaldmiðill Íslendinga."

SA tekur undir með Samkeppniseftirlitinu

Samtök atvinnulífsins (SA) taka undir þá skoðun Samkeppniseftirlitsins að einungis eigi að koma til aðstoðar fyrirtækjum sem eigi sér eðlilegar rekstrarlegar forsendur og forðast beri að endurreisa eða halda gangandi óhagkvæmum fyrirtækjum.

Lækkun verðbólgu langt umfram spár

Lækkun ársverðbólgunnar niður í 6,6% eru ánægjuleg tíðindi en þessi lækkun var langt umfram spár sérfræðinga og greiningardeilda. Þeir höfðu raunar reiknað með því að verðbólgan myndi hækka úr 7,5% í síðasta mánuði og upp í um 8% núna.

Ársverðbólgan lækkar niður í 6,6%

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs, það er ársverðbólgan, hækkað um 6,6% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 10,9%. Í desember mældist ársverðbólgan 7,5%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,9% sem jafngildir 3,7% verðbólgu á ári (6,7% fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Enska biskupakirkjan tapar stórt á fasteignabraski í New York

Enska biskupakirkjan hefur tapað 40 milljónum punda eða rúmlega 8 milljörðum kr. á hörmulegum fasteignakaupum í New York. Talsmaður kirkjunnar segir að búið sé að afskrifa þessa upphæð að fullu í bókhaldi kirkjunnar og nú sé verið að fara yfir hvaða lærdóma megi læra af málinu.

Hagvöxtur á ný í Bretlandi

Hagfræðingar spá því að tölur fyrir fjórða ársfjórðung síðasta árs, sem birtar verði í dag sýni hagvöxt í fyrsta skipti frá því samdráttarskeið hófst í Bretlandi á öðrum ársfjórðungi tvöþúsund og átta.

Milljarðalán til tónlistarhúss afskrifuð

Austurhöfn-TR, sem er í um helmingseigu ríkis og Reykjavíkurborgar, keypti átta milljarða króna kröfu gamla Landsbankans á Portus vegna tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu í Reykjavík í fyrra með nýjum lánum og veði í þremur byggingareitum á sömu lóð og tónlistarhúsið stendur. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverð og er hún sveipuð bankaleynd, að sögn Stefáns Hermannssonar, framkvæmdastjóra Austurhafnar.

Vill skilyrði um arðsemi og gegnsæi

Niðurstaða áfrýjunarnefndar um samkeppnismál vegna samruna Teymis og Vestia setur skýr fordæmi um hvernig samkeppnisyfirvöld eiga að taka á eignarhaldi bankanna á fyrirtækjum á samkeppnismarkaði, segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans.

Varnarmálastofnun stefnir á að skila afgangi

Varnarmálastofnun áætlar að skila um 120 milljón krónum í rekstrarafgang af fjárheimildum ársins 2009, en sú niðurstaða hefur fengist með verulegu aðhaldi í rekstri stofnunarinnar, að því er segir í tilkynningu frá stofnuninni.

Laun fyrir stjórnarsetu dragast frá skilanefndarlaunum

Launin sem Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, og nú stjórnarmaður Íslandsbanka, þiggur fyrir stjórnarsetu bankans, munu dragast frá launum hans hjá skilanefndinni. Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu í dag.

Alþjóðlegir fjárfestar berjast um grísk ríkisskuldabréf

Þrátt fyrir að traust alþjóðafjármálakerfisins á Grikklandi hafi hrapað undanfarna mánuði kemur slíkt ekki í veg fyrir að fjárfestar berjast nú um kaup á grískum ríkisskuldabréfum. Ástæðan er hinir háu vextir sem eru í boði.

Erlendir reynsluboltar í stjórn Íslandsbanka

Fjórir erlendir stjórnarmenn Íslandsbanka eru reynsluboltar á sviði fjármála. Tveir þeirra eru bandarískir ríkisborgarar, einn er breskur og einn er norskur. Send hefur verið út tilkynning um hina nýju stjórn bankans og þar er að finna eftirfarandi um hina erlendu stjórnarmenn.

Fréttaskýring: Leiðarlok fyrir Singer & Friedlander

Gangi áætlanir Ernst & Young skiptastjóra Singer & Friedlander eftir um sölu á verðmætum lánasöfnum bankans má gera ráð fyrir að sögu fyrsta íslenska bankans eftir hrunið 2008 sé endanlega lokið. Aðrar stórar eignir verða þá ekki eftir í þrotabúinu ef frá er talin krafa bankans í þrotabú Kaupþings upp á rúmlega 150 milljarða kr.

Friðrik Sophusson stjórnarformaður Íslandsbanka

Friðrik Sophusson hefur verið skipaður formaður stjórnar Íslandsbanka en það var tilkynnt fyrir stundu. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, verður einnig í stjórn bankans.

Goldman Sachs setur þak á bónusgreiðslur

Stjórn bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs hefur beygt sig fyrir pólitískum þrýstingi og ákveðið að setja þak á bónusgreiðslur til starfsmanna sinna í Bretlandi.

Höfuðstólslækkun á eignaleigusamningum fyrirtækja

Frá og með 27. janúar geta fyrirtæki og einstaklingar í rekstri sem eru í viðskiptum við Íslandsbanka Fjármögnun fengið lækkun á höfuðstól eignaleigusamninga í erlendri mynt. Lækkunin getur numið allt að 25% og er breytileg eftir samsetningu mynta í hverjum samningi.

Landsbankinn: Úrskurðurinn eyðir óvissu

„Úrskurðurinn í ofangreindu máli hefur að öllu óbreyttu í för með sér að eytt verður óvissu um samkeppnisréttarlegt rekstrarumhverfi þeirra atvinnufyrirtækja sem bankinn fer með yfirráð yfir."

Mótorhjólasamtök áberandi í dönskum fyrirtækjarekstri

Danska lögreglan og skattayfirvöld standa nú fyrir umfangsmiklum rannsóknum á fyrirtækjarekstri mótorhjólasamtaka á borð við Hells Angels og Bandidos í Danmörku. Meðlimir þessara samtaka hafa verið áberandi í dönskum fyrirtækjarekstri á síðustu árum.

Aflaverðmætið komið í 95 milljarða á síðasta ári

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam rúmum 95 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2009, samanborið við tæpa 80 milljarða yfir sama tímabil 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um 15 milljarða eða 19,2% á milli ára. Aflaverðmæti í októbermánuði nam 9,7 milljörðum króna miðað við 9,4 milljarða í október 2008.

Endurgerð kvikmyndar eftir Mýrinni komin í biðstöðu

Endurgerð kvikmyndar eftir Mýrinni í Bandaríkjunum er komin í biðstöðu og óljóst hvort af henni verði. Þetta er sökum fjárhagsvandræða kvikmyndaframleiðendans Overture sem er eitt af dótturfélögum Liberty Media.

Landic Property heitir Reitir

Skipt hefur verið um nafn á fasteignafélaginu Landic Property Ísland. Það heitir nú Reitir fasteignafélag.

Hægt að lækka höfuðstólinn

Fyrirtæki og einstaklingar í rekstri, sem eru í viðskiptum við Íslandsbanka Fjármögnun, geta fengið lækkun á höfuðstól eignaleigusamninga í erlendri mynt hjá bankanum, frá og með 27. janúar. Lækkunin getur numið allt að 25 prósentum.

Betra uppgjör flugrisa

AMR, móðurfélag bandaríska flugfélagsins American Air­lines, tapaði 1,5 milljörðum Bandaríkjadala í fyrra, jafnvirði rúmra 190 milljarða íslenskra króna. Þrátt fyrir gríðarlegt tap er þetta sex hundruð milljóna dala bati frá 2008.

Mikilvægt að bjarga Icelandic Group

Nýi Landsbankinn (NBI) hefur síðustu mánuði unnið að yfirtöku á öllu hlutafé Icelandic Group (áður Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna) og færir það inn í eignarhaldsfélagð Vestia á næstu dögum. Það verður selt í opnu söluferli eftir óákveðinn tíma.

Sjá næstu 50 fréttir