Viðskipti innlent

Verðbólgumæling hleypir fjöri í skuldabréfamarkað

Mikið fjör hefur verið á skuldabréfamarkaði það sem af er degi í kjölfar birtingar á vísitölu neysluverðs fyrir janúar. Hefur velta verið með mesta móti, en hún nemur 5,3 milljörðum kr. í ríkisbréfum og 5,5 milljörðum kr. í íbúðabréfum þegar þetta er ritað (kl. 11:00).

Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að kaupáhugi hefur einkennt viðskipti með fyrrnefndu bréfin en söluþrýstingur viðskipti með þau síðarnefndu.

Er söluþrýstingurinn skiljanlegur með hliðsjón af því að í hönd fer mánuður þar sem höfuðstóll íbúðabréfanna mun lækka jafnt og þétt sem nemur lækkun VNV í janúar. Hefur krafa íbúðabréfa þannig hækkað um 8 - 49 punkta í viðskiptum morgunsins en krafa ríkisbréfa lækkað um 8 - 16 punkta á sama tíma.

Verðbólguálag á markaði hefur því lækkað um nærri 0,6 prósentustig horft til 3ja ára, en um 0,3% prósentur horft til 9 ára. Verðbólguálagið er nú 4,2% til 3ja ára og 4% til 9 ára.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×