Fréttaskýring: Leiðarlok fyrir Singer & Friedlander Friðrik Indriðason skrifar 25. janúar 2010 14:17 Gangi áætlanir Ernst & Young skiptastjóra Singer & Friedlander eftir um sölu á verðmætum lánasöfnum bankans má gera ráð fyrir að sögu fyrsta íslenska bankans eftir hrunið 2008 sé endanlega lokið. Aðrar stórar eignir verða þá ekki eftir í þrotabúinu ef frá er talin krafa bankans í þrotabú Kaupþings upp á rúmlega 150 milljarða kr. Stærsta eign Singer & Friedlander voru Edge innlánin en þeim komu bresk stjórnvöld í hendur hollenska netbankans ING Direct skömmu eftir hrun Kaupþing í okótber 2008. Raunar er þeirri eignafærslu ekki að fullu lokið því ING sætti sig ekki við vaxtakjörin á þessum reikningum, það er töldu vextina of háa, og eru enn að semja við bresk stjórnvöld um þann anga yfirtökunnar. Singer & Friedlander bankinn var stofnaður af verðbréfasalanum Julius Singer árið 1907 og var í fyrstu verðbréfamiðlun. Fimm árum síðar gekk Þjóðverjinn Ernst Friedlander til liðs við Singer en Friedlander-fjölskyldan hafði stundað bankastarfsemi í Berlín frá árinu 1830. Friedlander var að auki þekktur fyrir að hafa stofnað fyrsta heildsölubanka (merchant bank) Suður-Afríku og var um tíma stjórnarformaður kauphallarinnar í Johannesburg. Á tímum fyrri heimstryjaldarinnar 1914-1918 misstu þeir Singer og Friedlander leyfi sitt til verðbréfamiðlunar og var þýskur ríkisborgararéttur Friedlander ástæða þessa. Í kjölfarið eða 1920 stofnuðu þeir félagar heildsölubanka undir nafninu Singer & Friedlander og viðskiptin blómstruðu. Margir þekktir bankamenn hafa starfað hjá Singer & Friedlander en þeirra þekktastur er án efa George Soros sem síðar varð einn af helstu ofurfjárfestum heimsins og raunar þegar orðin að þjóðsögu í vestrænum fjármálaheimi. Bankinn var skráður á markað árið 1957. Eftir nokkuð langt tímabili af yfirtökum og samrunum öðlaðist bankinn sjálfstæði sitt að nýju árið 1987. Þá var bankinn skráður í kauphöllina í London sem hlutafélag og var það allt til ársins 2005 þegar Kaupþing festi kaup á honum. Fyrir Kaupþing voru kaupin á Singer & Friedlander stærsta útrásarverkefni Kaupþings fram að þeim tíma. Ármann Þorvaldsson tók við stöðu framkvæmdastjóra Singer & Friedlander og gengdi henni fram að október 2008 þegar bresk stjórnvöld stöðvuðu starfsemi bankans í krafti hryðjuverkalöggjafar sinnar. Lánasöfnin sem nú eru til sölu samanstanda m.a. af „einkalánabók" upp á 1,3 milljarða punda eða hátt í 300 milljarða kr. og telur hún um 400 viðskiptavini. Af þessari upphæð fóru 219 milljónir punda í að fjármagna snekkjukaup og 90 milljónir punda í að fjármagna einkaþotur. Auk þess að 425 milljónir punda voru lánuð til fasteignakaupa. Hér er að mestu um að ræða velstæða einstaklinga eða milljóna/milljarðamæringa og er þetta lánasafn talið standa undir fyrrgreindum tölum að mestu. Sjálfir telja Ernst & Young að þessi lán muni ekki rýrna um meir en 2% í framtíðinni. Hinsvegar er um að ræða fyrirtækjalánabók sem er nokkuð minni að vöxtum eða upp á 824 milljónir punda., eða tæplega 200 milljarða kr. Þar af voru 16 milljónir punda lánuð til að fjármagna leikmannakaup í ensku úrvalsdeildinni. Þetta lánasafn er einnig talið traust, þó ekki eins og einkalánin en Ernst & Young reikna með að rýrnunin verði um eða undir 5% hvað þessi lán varðar. Heimildir: Innlendar og erlendar vefsíður, einkum viðskiptafjölmiðla sem og wikipedia.org Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Gangi áætlanir Ernst & Young skiptastjóra Singer & Friedlander eftir um sölu á verðmætum lánasöfnum bankans má gera ráð fyrir að sögu fyrsta íslenska bankans eftir hrunið 2008 sé endanlega lokið. Aðrar stórar eignir verða þá ekki eftir í þrotabúinu ef frá er talin krafa bankans í þrotabú Kaupþings upp á rúmlega 150 milljarða kr. Stærsta eign Singer & Friedlander voru Edge innlánin en þeim komu bresk stjórnvöld í hendur hollenska netbankans ING Direct skömmu eftir hrun Kaupþing í okótber 2008. Raunar er þeirri eignafærslu ekki að fullu lokið því ING sætti sig ekki við vaxtakjörin á þessum reikningum, það er töldu vextina of háa, og eru enn að semja við bresk stjórnvöld um þann anga yfirtökunnar. Singer & Friedlander bankinn var stofnaður af verðbréfasalanum Julius Singer árið 1907 og var í fyrstu verðbréfamiðlun. Fimm árum síðar gekk Þjóðverjinn Ernst Friedlander til liðs við Singer en Friedlander-fjölskyldan hafði stundað bankastarfsemi í Berlín frá árinu 1830. Friedlander var að auki þekktur fyrir að hafa stofnað fyrsta heildsölubanka (merchant bank) Suður-Afríku og var um tíma stjórnarformaður kauphallarinnar í Johannesburg. Á tímum fyrri heimstryjaldarinnar 1914-1918 misstu þeir Singer og Friedlander leyfi sitt til verðbréfamiðlunar og var þýskur ríkisborgararéttur Friedlander ástæða þessa. Í kjölfarið eða 1920 stofnuðu þeir félagar heildsölubanka undir nafninu Singer & Friedlander og viðskiptin blómstruðu. Margir þekktir bankamenn hafa starfað hjá Singer & Friedlander en þeirra þekktastur er án efa George Soros sem síðar varð einn af helstu ofurfjárfestum heimsins og raunar þegar orðin að þjóðsögu í vestrænum fjármálaheimi. Bankinn var skráður á markað árið 1957. Eftir nokkuð langt tímabili af yfirtökum og samrunum öðlaðist bankinn sjálfstæði sitt að nýju árið 1987. Þá var bankinn skráður í kauphöllina í London sem hlutafélag og var það allt til ársins 2005 þegar Kaupþing festi kaup á honum. Fyrir Kaupþing voru kaupin á Singer & Friedlander stærsta útrásarverkefni Kaupþings fram að þeim tíma. Ármann Þorvaldsson tók við stöðu framkvæmdastjóra Singer & Friedlander og gengdi henni fram að október 2008 þegar bresk stjórnvöld stöðvuðu starfsemi bankans í krafti hryðjuverkalöggjafar sinnar. Lánasöfnin sem nú eru til sölu samanstanda m.a. af „einkalánabók" upp á 1,3 milljarða punda eða hátt í 300 milljarða kr. og telur hún um 400 viðskiptavini. Af þessari upphæð fóru 219 milljónir punda í að fjármagna snekkjukaup og 90 milljónir punda í að fjármagna einkaþotur. Auk þess að 425 milljónir punda voru lánuð til fasteignakaupa. Hér er að mestu um að ræða velstæða einstaklinga eða milljóna/milljarðamæringa og er þetta lánasafn talið standa undir fyrrgreindum tölum að mestu. Sjálfir telja Ernst & Young að þessi lán muni ekki rýrna um meir en 2% í framtíðinni. Hinsvegar er um að ræða fyrirtækjalánabók sem er nokkuð minni að vöxtum eða upp á 824 milljónir punda., eða tæplega 200 milljarða kr. Þar af voru 16 milljónir punda lánuð til að fjármagna leikmannakaup í ensku úrvalsdeildinni. Þetta lánasafn er einnig talið traust, þó ekki eins og einkalánin en Ernst & Young reikna með að rýrnunin verði um eða undir 5% hvað þessi lán varðar. Heimildir: Innlendar og erlendar vefsíður, einkum viðskiptafjölmiðla sem og wikipedia.org
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira