Erlendir reynsluboltar í stjórn Íslandsbanka 25. janúar 2010 14:45 Fjórir erlendir stjórnarmenn Íslandsbanka eru reynsluboltar á sviði fjármála. Tveir þeirra eru bandarískir ríkisborgarar, einn er breskur og einn er norskur. Send hefur verið út tilkynning um hina nýju stjórn bankans og þar er að finna eftirfarandi um hina erlendu stjórnarmenn."Neil Graeme Brown er breskur ríkisborgari og hefur yfirgripsmikla reynslu á sviði fjármálastarfsemi og endurskipulagningar alþjóðlegra fyrirtækja. Neil Brown hefur m.a. starfað sem yfirmaður fjármálaþjónustu Apax Partners. Hann var meðeigandi endurskoðunar skrifstofu Coopers og Lybrand (Nú PwC) í London 1990 - 1996 og hefur víðtæka þekkingu á sviði yfirtöku og samruna fyrirtækja í Bandaríkjunum og Evrópu. Brown hefur komið að skráningu fjölda fyrirtækja í Kauphöllina í London sem og á Nasdaq og setið í stjórnum fjölda fyrirtækja á sviði fjárfestinga og fjármála.Neil Brown hefur MA gráðu frá Emmanuel College Cambridge og er löggiltur endurskoðandi.John E. Mack er Bandaríkjamaður og hefur mikla þekkingu og reynslu á sviði alþjóðlegrar banka- og fjármálaþjónustu sem og á sviði yfirtöku og samruna fyrirtækja. Þá hefur hann nokkra sérþekkingu á sviði innleiðingar góðra stjórnarhátta fyrirtækja (Corporate Governance). John Mack var forstjóri og fjármálastjóri hjá Shinsai Bank í Tokyo frá 2002-2005 en þar leiddi hann m.a. skráningu bankans á hlutabréfamarkað.John Mack starfaði hjá Bank of America og tengdum félögum á árunum 1978-2001, síðast sem yfirmaður fjármögnunar móðurfélags bankans. Þá var hann einnig forstjóri fyrirtækisins Strategic Solutions, sem er að meirihluta í eigu Bank of America, en það fyrirtæki sérhæfir sig í kaupum og úrvinnslu erfiðra krafna og útlána.John Mack er með MBA gráðu frá The Virginia Darden School of Business.Ray J. Quinlan er Bandaríkjamaður og hefur starfað þar á fjármálamarkaði um áratugaskeið. Hann starfaði hjá Citibank og félögum tengdum bankanum frá 1983 - 2007. Ray Quinlan var stjórnarformaður og forstjóri viðskiptabankasvið Citibank í Norður-Ameríku á árunum 2005-2007 og var ábyrgur fyrir rekstri um 3500 útibúa. Þar á undan, á árunum 2002-2005, stýrði Quinlan og bar ábyrgð á öllum yfirtökum og samrunum sem bankinn og dótturfélög hans komu að. Þá var hann um skeið forstjóri alþjóðlegrar kreditkortadeildar bankans og fjármálastjóri Citibank í Norður-Ameríku.Ray Quinlan er með M.Phil og Ph.D. gráður í hagfræði frá The Graduate School and University Center of the City University of New York, og MBA gráður frá Columbia University og The New York University, Stern School of Business.Marianne Økland er norskur ríkisborgari og starfar í dag sem framkvæmdastjóri Avista Partners sem sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði skuldabréfaútgáfu og fjármögnunar. Marianne starfaði hjá JP Morgan árunum 1998-2007, m.a. sem sérfræðingur á sviði skuldabréfafjármögnunar fyrirtækja og fjármálastofnana á. Á árunum 1994-1998 starfaði hún við skuldabréfafjármögnun hjá Union Bank of Switzerland (UBS).Marianne hefur einnig reynslu á sviði ráðgjafar en hún starfaði sem ráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu Marsoft Limited á árunum 1988-1993, en fyrirtækið sérhæfir sig ráðgjöf tengdri fjárfestingum í skipaiðnaði.Marianne Økland er með M.Sc. gráðu í fjármálum, hagfræði og stærðfræði frá Norwegian School of Economis and Business Administration þar sem hún starfaði við rannsóknir og kennslu um nokkurt skeið." Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Fjórir erlendir stjórnarmenn Íslandsbanka eru reynsluboltar á sviði fjármála. Tveir þeirra eru bandarískir ríkisborgarar, einn er breskur og einn er norskur. Send hefur verið út tilkynning um hina nýju stjórn bankans og þar er að finna eftirfarandi um hina erlendu stjórnarmenn."Neil Graeme Brown er breskur ríkisborgari og hefur yfirgripsmikla reynslu á sviði fjármálastarfsemi og endurskipulagningar alþjóðlegra fyrirtækja. Neil Brown hefur m.a. starfað sem yfirmaður fjármálaþjónustu Apax Partners. Hann var meðeigandi endurskoðunar skrifstofu Coopers og Lybrand (Nú PwC) í London 1990 - 1996 og hefur víðtæka þekkingu á sviði yfirtöku og samruna fyrirtækja í Bandaríkjunum og Evrópu. Brown hefur komið að skráningu fjölda fyrirtækja í Kauphöllina í London sem og á Nasdaq og setið í stjórnum fjölda fyrirtækja á sviði fjárfestinga og fjármála.Neil Brown hefur MA gráðu frá Emmanuel College Cambridge og er löggiltur endurskoðandi.John E. Mack er Bandaríkjamaður og hefur mikla þekkingu og reynslu á sviði alþjóðlegrar banka- og fjármálaþjónustu sem og á sviði yfirtöku og samruna fyrirtækja. Þá hefur hann nokkra sérþekkingu á sviði innleiðingar góðra stjórnarhátta fyrirtækja (Corporate Governance). John Mack var forstjóri og fjármálastjóri hjá Shinsai Bank í Tokyo frá 2002-2005 en þar leiddi hann m.a. skráningu bankans á hlutabréfamarkað.John Mack starfaði hjá Bank of America og tengdum félögum á árunum 1978-2001, síðast sem yfirmaður fjármögnunar móðurfélags bankans. Þá var hann einnig forstjóri fyrirtækisins Strategic Solutions, sem er að meirihluta í eigu Bank of America, en það fyrirtæki sérhæfir sig í kaupum og úrvinnslu erfiðra krafna og útlána.John Mack er með MBA gráðu frá The Virginia Darden School of Business.Ray J. Quinlan er Bandaríkjamaður og hefur starfað þar á fjármálamarkaði um áratugaskeið. Hann starfaði hjá Citibank og félögum tengdum bankanum frá 1983 - 2007. Ray Quinlan var stjórnarformaður og forstjóri viðskiptabankasvið Citibank í Norður-Ameríku á árunum 2005-2007 og var ábyrgur fyrir rekstri um 3500 útibúa. Þar á undan, á árunum 2002-2005, stýrði Quinlan og bar ábyrgð á öllum yfirtökum og samrunum sem bankinn og dótturfélög hans komu að. Þá var hann um skeið forstjóri alþjóðlegrar kreditkortadeildar bankans og fjármálastjóri Citibank í Norður-Ameríku.Ray Quinlan er með M.Phil og Ph.D. gráður í hagfræði frá The Graduate School and University Center of the City University of New York, og MBA gráður frá Columbia University og The New York University, Stern School of Business.Marianne Økland er norskur ríkisborgari og starfar í dag sem framkvæmdastjóri Avista Partners sem sérhæfir sig í ráðgjöf á sviði skuldabréfaútgáfu og fjármögnunar. Marianne starfaði hjá JP Morgan árunum 1998-2007, m.a. sem sérfræðingur á sviði skuldabréfafjármögnunar fyrirtækja og fjármálastofnana á. Á árunum 1994-1998 starfaði hún við skuldabréfafjármögnun hjá Union Bank of Switzerland (UBS).Marianne hefur einnig reynslu á sviði ráðgjafar en hún starfaði sem ráðgjafi hjá ráðgjafafyrirtækinu Marsoft Limited á árunum 1988-1993, en fyrirtækið sérhæfir sig ráðgjöf tengdri fjárfestingum í skipaiðnaði.Marianne Økland er með M.Sc. gráðu í fjármálum, hagfræði og stærðfræði frá Norwegian School of Economis and Business Administration þar sem hún starfaði við rannsóknir og kennslu um nokkurt skeið."
Mest lesið Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskipti innlent Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent