Fons fékk 7,2 milljarða rétt fyrir hrun Þorbjörn Þórðarson skrifar 26. janúar 2010 12:15 Glitnir gerði lánasamninga við Fons upp á samtals 7,2 milljarða króna rétt fyrir hrun bankans. Þetta kemur fram í gögnum sem skilanefnd Glitnis hefur afhent Vilhjálmi Bjarnasyni. Vilhjálmur segir þetta sýna að stjórnendur bankans hafi verið að ausa peningum út í tóma vitleysu á sama tíma og þeir þóttust vera að reyna að bjarga honum. Hæstiréttur heimilaði fyrir helgi að skilanefnd Glitnis afhenti Vilhjálmi Bjarnasyni, sem var hluthafi í Glitni banka, gögn um lánveitingar til eignarhaldsfélagsins Fons, sem var í eigu Pálma Haraldssonar, en kröfur Glitnis í þrotabú Fons nema rúmlega 23 milljörðum króna. Skilanefndin hafði hafnað því að afhenda gögnin með skírskotun til bankaleyndar. Mjög skrautlegt „Þetta er mjög skrautlegt. Þarna eru lánasamningar, samningar um framvirk hlutabréfaviðskipti og gjaldmiðlaskiptasamningar. Það eru haldlaus veð í þessu upp á 24 milljarða. Hlutabréfaviðskiptin eiga sér stað á tímabilinu 5. september til 8. október eftir að bankinn var kominn undir skilanefnd," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur er þarna að vísa til samninga sem gerðir eru á tímabilinu 5. september til 8. október 2008, síðustu vikurnar fyrir hrun bankans en síðasti samningurinn er samningur um framvirk hlutabréfaviðskipti daginn eftir að Glitnir var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu og skipuð var skilanefnd yfir honum. Vilhjálmur segir merkilegt að á sama tíma og stjórnendur bankans hafi verið að vinna að því að bjarga bankanum haustið 2008 hafi slík lán verið veitt. „Þetta er náttúrulega á sama tíma og stjórnendur bankans þykjast vera að róa lífróður að bjarga bankanum. Á hina hendina eru þeir að ausa út peningum í tóma vitleysu," segir Vilhjálmur. Meðal gagnanna sem Vilhjálmur fékk afhent eru eldri gögn eins og lánasamningar frá febrúar 2008 upp á 2,9 milljarða króna gegn veðum í Northern Travel Holding sem nú er gjaldþrota og lánasamning upp á 10,2 milljarða króna gegn hlutabréfum í FL Group frá desember 2007. Þá má nefna lánasamning frá desember 2007 upp á 2,5 milljarða króna. Fons er gjaldþrota en kröfur í þrotabúið nema 40 milljörðum króna. Þar af er Glitnir banki með kröfur upp á 23,7 milljarða króna. Útlán Glitnis banka til viðskiptavina jukust um 1.000 milljarða króna á einu ári eftir að FL Group og tengdir aðilar urðu ráðandi í bankanum og réðu Lárus Welding sem bankastjóra. Eins og þessi gögn sýna jukust lánveitingar til aðila sem voru tengdir eigendum bankans mikið, en Pálmi Haraldsson, eigandi Fons, var viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem var stjórnarformaður FL Group, sem var stærsti hluthafi Glitnis. Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Glitnir gerði lánasamninga við Fons upp á samtals 7,2 milljarða króna rétt fyrir hrun bankans. Þetta kemur fram í gögnum sem skilanefnd Glitnis hefur afhent Vilhjálmi Bjarnasyni. Vilhjálmur segir þetta sýna að stjórnendur bankans hafi verið að ausa peningum út í tóma vitleysu á sama tíma og þeir þóttust vera að reyna að bjarga honum. Hæstiréttur heimilaði fyrir helgi að skilanefnd Glitnis afhenti Vilhjálmi Bjarnasyni, sem var hluthafi í Glitni banka, gögn um lánveitingar til eignarhaldsfélagsins Fons, sem var í eigu Pálma Haraldssonar, en kröfur Glitnis í þrotabú Fons nema rúmlega 23 milljörðum króna. Skilanefndin hafði hafnað því að afhenda gögnin með skírskotun til bankaleyndar. Mjög skrautlegt „Þetta er mjög skrautlegt. Þarna eru lánasamningar, samningar um framvirk hlutabréfaviðskipti og gjaldmiðlaskiptasamningar. Það eru haldlaus veð í þessu upp á 24 milljarða. Hlutabréfaviðskiptin eiga sér stað á tímabilinu 5. september til 8. október eftir að bankinn var kominn undir skilanefnd," segir Vilhjálmur. Vilhjálmur er þarna að vísa til samninga sem gerðir eru á tímabilinu 5. september til 8. október 2008, síðustu vikurnar fyrir hrun bankans en síðasti samningurinn er samningur um framvirk hlutabréfaviðskipti daginn eftir að Glitnir var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu og skipuð var skilanefnd yfir honum. Vilhjálmur segir merkilegt að á sama tíma og stjórnendur bankans hafi verið að vinna að því að bjarga bankanum haustið 2008 hafi slík lán verið veitt. „Þetta er náttúrulega á sama tíma og stjórnendur bankans þykjast vera að róa lífróður að bjarga bankanum. Á hina hendina eru þeir að ausa út peningum í tóma vitleysu," segir Vilhjálmur. Meðal gagnanna sem Vilhjálmur fékk afhent eru eldri gögn eins og lánasamningar frá febrúar 2008 upp á 2,9 milljarða króna gegn veðum í Northern Travel Holding sem nú er gjaldþrota og lánasamning upp á 10,2 milljarða króna gegn hlutabréfum í FL Group frá desember 2007. Þá má nefna lánasamning frá desember 2007 upp á 2,5 milljarða króna. Fons er gjaldþrota en kröfur í þrotabúið nema 40 milljörðum króna. Þar af er Glitnir banki með kröfur upp á 23,7 milljarða króna. Útlán Glitnis banka til viðskiptavina jukust um 1.000 milljarða króna á einu ári eftir að FL Group og tengdir aðilar urðu ráðandi í bankanum og réðu Lárus Welding sem bankastjóra. Eins og þessi gögn sýna jukust lánveitingar til aðila sem voru tengdir eigendum bankans mikið, en Pálmi Haraldsson, eigandi Fons, var viðskiptafélagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, sem var stjórnarformaður FL Group, sem var stærsti hluthafi Glitnis.
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira