Viðskipti innlent

Metviðskipti með skuldabréf í dag

GBI lækkaði töluvert í dag eða um 0,57% í mikilli veltu um 19,9 milljarða sem er mesta velta ársins 2010.

Samkvæmt GAMMAi þá lækkuðu verðtryggð bréf mikið eða um 1,07% í 8,2 milljarða viðskiptum.

Óverðtryggð bréf hækkuðu mikið og hækkaði GAMMAxi: Óverðtryggt um 0,83%, í 11,7milljarða veltu, sem er mesta hækkun síðan 7. maí 2009.

Útskýringar á þessum miklu viðskiptum má rekja til þess að líklegt er að Seðlabanki Íslands muni lækka stýrivexti á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×