Viðskipti innlent

Vill skilyrði um arðsemi og gegnsæi

Sævar Freyr Þráinsson
Sævar Freyr Þráinsson

Niðurstaða áfrýjunarnefndar um samkeppnismál vegna samruna Teymis og Vestia setur skýr fordæmi um hvernig samkeppnisyfirvöld eiga að taka á eignarhaldi bankanna á fyrirtækjum á samkeppnismarkaði, segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans.

„Úrskurðurinn mun nýtast öllum sem eru í sambærilegri stöðu og Síminn, eru að keppa við fyrirtæki sem eru komin undir væng bankanna,“ segir Sævar. Hann segist eiga von á því að Samkeppniseftirlitið setji formleg skilyrði fyrir þessum samruna, og öðrum svipuðum sem á eftir komi.

Slík skilyrði geti meðal annars tengst arðsemiskröfu og upplýsingagjöf, sem geti komið í veg fyrir undirboð. Þá sé mikilvægt að bankinn hygli ekki fyrirtækjum í sinni eigu með viðskiptum, og stjórn fyrirtækisins sé sjálfstæð og ekki skipuð starfsmönnum bankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×