Viðskipti innlent

Laun fyrir stjórnarsetu dragast frá skilanefndarlaunum

Árni Tómasson.
Árni Tómasson.

Launin sem Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, og nú stjórnarmaður Íslandsbanka, þiggur fyrir stjórnarsetu bankans, munu dragast frá launum hans hjá skilanefndinni. Þetta staðfesti hann í samtali við fréttastofu í dag.

Árni þiggur 350 þúsund krónur fyrir fundarsetuna. Þess má geta að stjórnarformaðurinn, Friðrik Sophusson, þiggur 525 þúsund krónur fyrir störf sín.

Alls sitja sjö einstaklingar í stjórn Íslandsbanka. Þar af eru fjórir erlendir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×