Viðskipti innlent

Hægt að lækka höfuðstólinn

íslandsbanki Býður nú upp á lækkun höfuðstóls eignaleigusamninga.
fréttablaðið/anton
íslandsbanki Býður nú upp á lækkun höfuðstóls eignaleigusamninga. fréttablaðið/anton

Fyrirtæki og einstaklingar í rekstri, sem eru í viðskiptum við Íslandsbanka Fjármögnun, geta fengið lækkun á höfuðstól eignaleigusamninga í erlendri mynt hjá bankanum, frá og með 27. janúar. Lækkunin getur numið allt að 25 prósentum.

Um leið er samningnum breytt úr erlendri mynt í íslenskar krónur með breytilegum óverðtryggðum vöxtum. Vaxtakjörin eru 12,1 prósent breytilegir vextir en veittur er 2,6 prósentustiga afsláttur af vöxtum fyrsta árið, en þá verða þeir 9,5 prósent. Í tilkynningu bankans segir að í flestum tilfellum lækki greiðslur við lækkun höfuðstóls. Enn frekari lækkun fáist með því að lengja samninginn.- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×