Fleiri fréttir

Ben Bernanke endurkjörinn seðlabankastjóri

Bandaríska öldungadeildin kaus í dag um hvort Ben S. Bernanke skyldi fá að vera seðlabankastjóri Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Bernanke hlaut góða kosningu en 70 öldungardeildarþingmenn vildu hafa hann áfram í embætti en 30 voru á móti.

Samkeppniseftirlitið fór í húsleit hjá Íslandspósti

Flokkur manna frá Samkeppniseftirlitinu fór og gerði húsleit hjá Íslandspósti í gærmorgun. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, staðfesti að húsleitin væri liður í rannsókn á hugsanlegri misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Hann segir þessa rannsókn standa yfir og ekki sé á þessu stigi hægt að áætla hvenær henni ljúki.

Kannast ekkert við að eiga Þingvelli

Skilanefnd og slitastjórn Kaupþings hafa ekki hugmynd um hver stendur að baki kröfu í þrotabúið upp á tæpa 140 milljarða króna. Félagið sem gerir kröfuna er erlent en er kennt við Þingvelli. Kona, sem er skráð fyrir félagi með sama nafn í New York, hefur aldrei heyrt á það minnst og kannast ekkert við Ísland.

Mjög rólegt á skuldabréfamarkaðinum

Mjög rólegt var á skuldabréfamarkaðinum í dag enda menn væntanlega að endurmeta stöðuna eftir lætin sem hafa verið fyrripart vikunnar.

Google eignast óskilgetna systur í Kína

Í kjölfar þess að Google leitarvélin hótaði að yfirgefa Kína vegna ritskoðunnar hefur leitarvélin eignast óskilgreinda systur í landinu. Um er að ræða eftirlíkingu af Google undir nafninu Goojje.

Metfjöldi: Yfir 1.100 manns á Microsoft ráðstefnu

Metfjöldi sótti ráðstefnuna „Best of TechEd & Convergence 2010" sem haldin var í Reykjavík dagana 26. og 27. janúar. Alls komu 1.134 gestir sem gerir þetta að fjölmennustu ráðstefnu sem haldin hefur verið í upplýsingatækni hér á landi. Fyrra metið var sett á sömu ráðstefnu á síðasta ári en þá voru gestir 850 talsins.

Gjaldþrota Magnús skal greiða einn og hálfan milljarð

Athafnamaðurinn Magnús Þorsteinsson, sem nú er búsettur í Rússlandi, var í morgun dæmdur til þess að greiða einn og hálfan milljarð til Straums Fjárfestingabanka vegna láns frá bankanum til eignarhaldsfélagsins BOM ehf.

Mútuþægnir embættismenn flækjast fyrir í grísku skuldasúpunni

Mútuþægnir opinberir starfsmenn í Grikklandi eru meðal þess sem gerir landinu erfitt fyrir að ná sér upp úr skuldasúpunni sem það svamlar í þessa dagana. Mútuþægni er orðin það landlæg með grískra embættismanna að litið er á þennan glæp sem eðlilega hegðun meðal þjóðarinnar.

Mikill samdráttur í sölu JJB Sports, forstjórinn hættir

Mikill samdráttur varð á heildarsölu íþróttaverslunarkeðjunnar JJB Sports á síðasta ári eða 51% miðað við árið á undan. Heldur hefur dregið úr samdrættinum í ár. Á fyrstu þremur vikum janúar var salan 21% minni en á sama tímabili í fyrra.

Föroya Banki dregur úr væntingum um hagnað

Föroya Banki hefur dregið úr væntinum sínum um hagnað á árinu 2009. Áður hefur bankinn áætlað að hagnaðurinn, fyrir skatta, yrði á bilinu 165 til 195 milljónir danskra kr. Nú telur bankinn að hagnaðurinn muni nema 150 til 160 milljónum danskra kr. eða allt að rúmlega 3,8 milljörðum kr.

Samskip er komið í eigu Ólafs Ólafssonar

SMT (Samskip Management Team) Partners, sem er félag í eigu Ólafs Ólafssonar kaupsýslumanns og stjórnenda Samskipa, hefur eignast tæp 90% hlut í Samskipum með því að leggja til aukið hlutafé.

Eignir lánafyrirtækja lækka mikið milli mánaða

Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.294,8 milljörðum kr. í lok desember og lækkuðu um 8,1 milljarða kr. milli mánaða. Innstæður í Seðlabankanum hækkuðu um tæpa 5,0 milljarða kr. í mánuðinum og námu um 35,0 milljörðum kr. í lok desember.

Kalla inn 6,5 milljónir bíla

Toyota í Bandaríkjunum hefur innkallað 6,5 milljónir bíla, bæði nýja og notaða, vegna hugsanlegs galla sem veldur því að bensíngjöf þeirra stendur á sér og gæti átt til að festast. Frá þessu er greint á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB.

Seðlabankinn lækkar vexti

Seðlabankinn kynnti í gær lækkun vaxta um sem nemur hálfu prósentustigi. Ef ekki hefði verið fyrir óvissu um afdrif Icesave þá segir seðlabankastjóri að lækkun hefði verið meiri. Afnám gjaldeyrishafta verður að bíða.

Tuttugu kærur í fjórum málum

Seðlabankinn hefur nýlega kært fjögur mál vegna meintra brota tuttugu aðila á gjaldeyrisreglum til Fjármálaeftirlitsins. Seðlabankinn veitir ekki upplýsingar um fjárhæðir eða tegund viðskipta í þessum málum, að sögn Ingibjargar Guðbjartsdóttur, yfirmanns gjaldeyriseftirlits Seðlabankans.

Eignarhald banka ógn við samkeppni

Bitur reynsla sýnir að bankar taka eingöngu ákvarðanir sem stuðla að hámarkshagnaði hverju sinni, án tillits til afleiðinga. Bönkunum er því ekki treystandi til að gæta að samkeppnismarkmiðum.

Pálmi Haralds: Milljarðurinn var „fjárfestingarsamningur“

Pálmi Haraldsson, kenndur við Fons, hefur sent frá sér tilkynningu vegna frétta þess efnis að skiptastjóri þrotabús Fons vilji láta rifta alls ellefu samningum upp á samtals níu milljarða króna. Á meðal samninga sem skiptastjórinn vill rifta eru greiðslur upp á samtals einn milljarð króna sem lagður var inn á persónulegan reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Milljarður frá Fons til Jóns Ásgeirs

Á meðal þeirra samninga sem skiptastjóri í þrotabúi Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta er greiðsla upp á einn milljarð króna sem greiddur var inn á reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem gjöf eða lán. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Skiptastjóri Fons vill rifta ellefu samningum

Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta allls 11 samningum um lán og arðgreiðslur út úr félaginu síðustu tvö árin fyrir bankahrun. Um er að ræða samninga og greiðslur upp á samtals níu milljarða króna. Þetta kom fram á fundi með kröfuhöfum Fons í dag.

Óvíst um farbann yfir Lýði og Ágústi

Sérstökum saksóknara hefur orðið ágengt í rannsókn sinni á málefnum Existu í dag, en yfirheyrslur standa enn yfir. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekki tjá sig um hvort að bræðurnir Lýður og Ágúst, sem eiga heimili í Bretlandi, hafi verið úrskurðaðir í farbann, en þeir eru báðir búsettir í Bretlandi og eiga þar lögheimili.

FME kemur á framfæri upplýsingum um Sjóvá

Fjárfestingar Sjóvár Almennra trygginga hf. og lánveitingar hafa verið til ítarlegrar umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu. Vegna rannsóknarhagsmuna og þagnarskyldu getur Fjármálaeftirlitið (FME) ekki tekið afstöðu til hennar en vill þó koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

Fræ ársins veitt í fyrsta sinn

Hugmyndir Ingólfs Harðarsonar, flugvirkja og rafeindavirkja, og Jóhannesar Loftssonar, efnaverkfræðings og byggingaverkfræðings, eru Fræ ársins 2010. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík og formaður dómnefndar, tilkynnti um verðlaunin við hátíðlega athöfn í HR í dag og Þóranna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Auði Capital, afhenti verðlaunin.

Fjárlagahallinn hærri en Icesave

Fjárlagahalli ríkissjóðs árin 2009-2012 er áætlaður 350 milljarðar króna, sem er 50 milljörðum króna hærra en áætlað er að íslenska ríkið þurfi að taka á sig vegna Icesave. Opinber útgjöld á Íslandi eru nú þau hæstu meðal OECD-ríkja.

Segir höfnun Icesave draga úr líkum á greiðslufalli

Greinandi hjá fjármálaþjónustunni Gerson Lehrman Group segir að fari svo að Icesave frumvarpinu verði hafnað í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu muni það draga úr líkum á greiðslufalli hjá ríkissjóði.

Már: Ákvörðun forsetans dró úr vaxtalækkun

Már Guðmundsson seðlabankanstjóri segir að ákvörðun forseta Íslands um að vísa Icesavemálinu til þjóðaratkvæðagreiðslu hafi dregið úr umfangi vaxtalækkunarinnar núna. „Þetta er augljóst," segir seðlabankastjóri.

Efnahagsbata á Íslandi seinkar um einn ársfjórðung

Efnahagsbatanum seinkar um einn ársfjórðung frá síðustu spá Seðlabankans. Árstíðarleiðréttur ársfjórðungslegur hagvöxtur verður jákvæður á öðrum fjórðungi þessa árs. Gert er ráð fyrir meiri samdrætti landsframleiðslu í ár en í síðustu Peningamálum, eða 3,4% í stað 2,4%.

Stöðugt gengi og minni verðbólga á bak við vaxtalækkun

Stöðugt gengi og minnkandi verðbólga er ástæðan fyrir stýrivaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans. Þetta kemur fram í yfirlýsingu nefndarinnar sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri las upp á blaðamannafundi í Seðlabankanum sem nú stendur yfir.

IMC á Íslandi semur við Huawei um farsímakerfi

IMC Ísland ehf hefur undirritað samning við Huawei einn af leiðandi framleiðendum í heiminum á fjarskiptabúnaði, um kaup á annarar kynslóðar GPRS/EDGE farsímakerfi. Um er að ræða afar fullkominn og afkastamikinn búnað sem hægt er að uppfæra þannig að hann getur þjónustað alla íslenska farsímanotendur og gott betur.

Bílflak af botni stöðuvatns selt á tæpar 50 milljónir

Sagan er ævintýri líkust en eftir að hafa legið í 73 ár á botni stöðuvatns var bílflak selt á uppboði í París fyrir 48 milljónir kr. Hinsvegar verður að geta þess að umrætt bílflak var af gerðinni Bugatti Type 22.

Skuldabréf Landabankans halda áfram að hækka

Skuldabréf Landsbankans halda áfram að hækka og eru í dag skráð á 7% af nafnverði á viðskiptavefnum Keldan.is. Í gærdag var gengi þeirra hinsvegar skráð á 6,5% af nafnverði.

Bloomberg: Vaxtalækkun Seðlabankans kom á óvart

Erlendir fjölmiðlar voru snöggir að taka við sér og birta ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um lækkun stýrivaxta upp á 0,5 prósentustig. Börsen vitnar í Bloomberg þar sem segir að þessi lækkun hafi komið á óvart.

Sjá næstu 50 fréttir