Viðskipti innlent

Tuttugu kærur í fjórum málum

Seðlabankinn hefur nýlega kært fjögur mál vegna meintra brota tuttugu aðila á gjaldeyrisreglum til Fjármálaeftirlitsins. Seðlabankinn veitir ekki upplýsingar um fjárhæðir eða tegund viðskipta í þessum málum, að sögn Ingibjargar Guðbjartsdóttur, yfirmanns gjaldeyriseftirlits Seðlabankans.

Alls hefur Seðlabankinn þá tilkynnt 26 mál til FME og eru 47 aðilar grunaðir um að hafa gerst brotlegir.

Ekki fengust heldur upplýsingar hjá FME um málin. - pg








Fleiri fréttir

Sjá meira


×