Viðskipti innlent

Milljarður frá Fons til Jóns Ásgeirs

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson.

Á meðal þeirra samninga sem skiptastjóri í þrotabúi Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta er greiðsla upp á einn milljarð króna sem greiddur var inn á reikning Jóns Ásgeirs Jóhannessonar sem gjöf eða lán. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Heimildir RÚV herma að greiðslunni hafi verið velt tólf sinnum í gegnum bókhald Fons, að því er virðist til þess að fela slóðina. Þá segir ennfremur að talið sé að greiðslan sé „týndi hlekkurinn í Stím málinu svokallaða.

Alls er farið fram á riftun á 11 samningum, alls um níu milljörðum króna.

Ekki náðist í Óskar Sigurðsson skiptastjóra þrotabúsins nú í kvöld.






Tengdar fréttir

Skiptastjóri Fons vill rifta ellefu samningum

Óskar Sigurðsson, skiptastjóri þrotabús Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, vill rifta allls 11 samningum um lán og arðgreiðslur út úr félaginu síðustu tvö árin fyrir bankahrun. Um er að ræða samninga og greiðslur upp á samtals níu milljarða króna. Þetta kom fram á fundi með kröfuhöfum Fons í dag.

Sáu bankann sem sparibauk

„Þetta var mokstur úr bankanum og sukk,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við hagfræðideild Háskóla Íslands og fyrrverandi hluthafi í Glitni. Hann fékk á mánudag afhent gögn frá skilanefnd bankans um lánveitingar til eignarhaldsfélagsins Fons samkvæmt úrskurði Hæstaréttar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×