Töluverð lækkun húsnæðisverðs enn í pípunum 28. janúar 2010 11:05 Greining Íslandsbanka segir að töluverð lækkun húsnæðisverðs sé enn í pípunum. Byggir greiningin þetta álit sitt á nýrri efnahagsspá Seðlabankans sem kynnt var í gærdag.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að í efnahagsspá Seðlabankans er því spáð að íbúðaverð lækki enn frekar á þessu og næsta ári líkt og var gert í nóvemberspá bankans. Reiknaði bankinn með því í nóvember að íbúðaverð muni að raunvirði lækka um nær 50% í þessari kreppu og að nafnvirði muni verðið lækka um ríflega 27% og ná botni á fyrsta fjórðungi 2011.Gerir bankinn þá ráð fyrir að íbúðaverð muni verða nær 14% undir langtímameðaltali sem merkir að þegar litið er lengra fram í tímann þá gæti leiðrétting átt sér stað til hækkunar umfram þá hækkun sem eðlilegt er að húsnæðisverð taki til lengri tíma.Eins og kunnugt er hefur sá samdráttur sem orðið hefur í efnahagslífinu komið verulega hart niður á íðbúðamarkaðnum. Þessi þróun er í takt við það sem við mátti búast enda hefur reynsla annarra landa leitt í ljós að fjármálakreppur hafa oftast í för með sér skarpa og djúpa lækkun íbúðaverðs og sérstaklega kreppur sem koma í kjölfar þess að verðbóla myndast á fasteignamarkaðinum líkt og hér var.Reikna má með að íbúðaverð komi til með að gefa enn meira eftir og endurspegla væntingar um það hvort tveggja ástandið á framboðs- og eftirspurnarhlið markaðarins. Hin mikla uppsveifla undanfarinna ára á íbúðamarkaði hefur orðið til þess að nú þegar ládeyða hefur verið á þessum markaði situr eftir mikill fjöldi óseldra íbúða á framboðshlið markaðarins sem skapar frekari þrýsting til verðlækkunar.Við þetta ástand bætist mikið og vaxandi atvinnuleysi, svo og minnkandi kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna sem samkvæmt efnahagsspá Seðlabankans dregst saman um 9,7% í ár og önnur 1,6% á næsta ári.Spá Seðlabankans íbúðaverð hefur verið nokkuð óbreytt um skeið og hefur þróunin verið í takti við hana. Nú hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 15,5% að nafnvirði frá því að það náði toppi í byrjun árs 2008 en um 37,2% að raunvirði. Á landinu öllu er lækkunin að nafnvirði 13,4% og 35,1% að raunvirði. Samkvæmt þessu er enn töluverð lækkun húsnæðisverðs í pípunum, að því er segir í Morgunkorninu. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Greining Íslandsbanka segir að töluverð lækkun húsnæðisverðs sé enn í pípunum. Byggir greiningin þetta álit sitt á nýrri efnahagsspá Seðlabankans sem kynnt var í gærdag.Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningarinnar. Þar segir að í efnahagsspá Seðlabankans er því spáð að íbúðaverð lækki enn frekar á þessu og næsta ári líkt og var gert í nóvemberspá bankans. Reiknaði bankinn með því í nóvember að íbúðaverð muni að raunvirði lækka um nær 50% í þessari kreppu og að nafnvirði muni verðið lækka um ríflega 27% og ná botni á fyrsta fjórðungi 2011.Gerir bankinn þá ráð fyrir að íbúðaverð muni verða nær 14% undir langtímameðaltali sem merkir að þegar litið er lengra fram í tímann þá gæti leiðrétting átt sér stað til hækkunar umfram þá hækkun sem eðlilegt er að húsnæðisverð taki til lengri tíma.Eins og kunnugt er hefur sá samdráttur sem orðið hefur í efnahagslífinu komið verulega hart niður á íðbúðamarkaðnum. Þessi þróun er í takt við það sem við mátti búast enda hefur reynsla annarra landa leitt í ljós að fjármálakreppur hafa oftast í för með sér skarpa og djúpa lækkun íbúðaverðs og sérstaklega kreppur sem koma í kjölfar þess að verðbóla myndast á fasteignamarkaðinum líkt og hér var.Reikna má með að íbúðaverð komi til með að gefa enn meira eftir og endurspegla væntingar um það hvort tveggja ástandið á framboðs- og eftirspurnarhlið markaðarins. Hin mikla uppsveifla undanfarinna ára á íbúðamarkaði hefur orðið til þess að nú þegar ládeyða hefur verið á þessum markaði situr eftir mikill fjöldi óseldra íbúða á framboðshlið markaðarins sem skapar frekari þrýsting til verðlækkunar.Við þetta ástand bætist mikið og vaxandi atvinnuleysi, svo og minnkandi kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna sem samkvæmt efnahagsspá Seðlabankans dregst saman um 9,7% í ár og önnur 1,6% á næsta ári.Spá Seðlabankans íbúðaverð hefur verið nokkuð óbreytt um skeið og hefur þróunin verið í takti við hana. Nú hefur íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 15,5% að nafnvirði frá því að það náði toppi í byrjun árs 2008 en um 37,2% að raunvirði. Á landinu öllu er lækkunin að nafnvirði 13,4% og 35,1% að raunvirði. Samkvæmt þessu er enn töluverð lækkun húsnæðisverðs í pípunum, að því er segir í Morgunkorninu.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira