Viðskipti innlent

Peningamál: Efnahagshorfur svipaðar en óvissa eykst

Í meginatriðum eru efnahagshorfur svipaðar og í nóvember. Samdrátturinn á síðasta ári var minni en áður var talið en á móti verður hann meiri á þessu ári.

Þetta kemur fram í ritinu Peningamál sem birt er á heimasíðu Seðlabanklans. Þar kemur fram að efnahagsbatinn verður veikari, einkum vegna seinkunar fjárfestingar tengdrar stóriðju.

Talið er að verðbólga hjaðni meira á fyrsta fjórðungi þessa árs en að hún verði meiri út næsta ár en útlit var fyrir í nóvember, enda hækkun launakostnaðar á framleidda einingu meiri, gengi krónunnar heldur veikara og verðbólguvæntingar hærri.

Óvissa um efnahagshorfur hefur jafnframt aukist vegna meiri óvissu um framgang efnahagsáætlunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Mikilvæg forsenda spárinnar er að þessi óvissa minnki tiltölulega fljótlega, ella eru horfur á því að fjárfesting taki seinna við sér og samdráttur landsframleiðslu og atvinnuleysi verði meiri en hér er spáð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×