Viðskipti innlent

Már: Ákvörðun forsetans dró úr vaxtalækkun

Már Guðmundsson seðlabankanstjóri segir að ákvörðun forseta Íslands um að vísa Icesavemálinu til þjóðaratkvæðagreiðslu hafi dregið úr umfangi vaxtalækkunarinnar núna. „Þetta er augljóst," segir seðlabankastjóri.

Á blaðamannafundi sem var að ljúka í Seðlabankanum var Már Guðmundsson spurður hvort bankinn hefði lækkað vexti sína meira núna ef niðurstöðu í Icesave málinu hefði ekki verið frestað.

Í svari sínu vísaði Már í yfirlýsingu peningastefnunefndar og sagði að ef lánshæfiseinkunn ríkissjóðs hefði haldist í fjárfestingaflokki og ef skuldatryggingaálagið hefði haldist eins og það var fyrir áramótin væri augljóst að vextir hefðu lækkað meira í dag.






Tengdar fréttir

Mæta fúlskeggjaðir á blaðamannafund Seðlabanka Íslands

„Við ætlum að mæta á blaðamannafundinn og fá þetta endanlega staðfest,“ segir matargerðamaðurinn Úlfar Eysteinsson en hann og Tómas Tómasson, eigandi Tommaborgara, munu raka af sér stýrivaxtaskeggið í dag.

Ákvörðun Seðlabankans hænufet í rétta átt

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að lækka stýrivexti um 0,5 prósentur vera hænufet á réttri leið en breyti ekki miklu varðandi fjármagnskostnað og möguleika lítilla og meðalstórra fyrirtæka til að byggja upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×