Viðskipti innlent

Óvíst um farbann yfir Lýði og Ágústi

Sérstökum saksóknara hefur orðið ágengt í rannsókn sinni á málefnum Existu í dag, en yfirheyrslur standa enn yfir. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekki tjá sig um hvort að bræðurnir Lýður og Ágúst, sem eiga heimili í Bretlandi, hafi verið úrskurðaðir í farbann, en þeir eru báðir búsettir í Bretlandi og eiga þar lögheimili.

Til rannsóknar eru ætluð brot gegn ákvæðum almennra hegningarlaga og hlutafélagalögum. Fimm mál tengd Existu eru til skoðunar, en þau varða ákvarðanir sem teknar voru skömmu fyrir og eftir bankahrun 2008.

Lýður og Ágúst Guðmundssynir, sem voru stærstu eigendur Exista og Bakkavarar, munu hafa verið staddir í Bretlandi þegar aðgerðir sérstaks saksóknara hófust en alls var leitað á tólf stöðum í Reykjavík og London í gær. Samkvæmt heimildum komu bræðurnir til landsins í nótt og voru boðaðir til yfirheyrslu í morgun.

Sérstakur saksóknari gefur ekki upp hversu margir hafa verið yfirheyrðir í dag.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×