Viðskipti innlent

Miklar breytingar í fjármálageiranum með nýju frumvarpi

Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnússon.

Viðskiptaráðherra boðar miklar breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki þar sem tekið verður á krosseignarhaldi, starfslokasamningum, lánveitingum til tengdra aðila og lánum með veði í hlutabréfum.

Á morgun mælir Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra fyrir frumvarpi á Alþingi um hertar reglur um fjármálafyrirtæki. Unnið hefur verið að því frá því eftir bankahrunið 2008 að bæta lagaumhverfi fjármálafyrirtækja.

Auk þess verði eftirlit styrkt bæði innan bankanna og hjá eftirlitstofnunum utan þeirra.

Þá verði tekið á kaupaukakerfum og starfslokasamningum. Gylfi segir að í aðdraganda bankahrunsins hafi menn misnotað svigrúm sem var til þess að veita lán til tengdra aðila.Gylfi segir löggjöfina gjörbreyta íslensku banka og fjármálaumhverfi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×