Viðskipti innlent

Bloomberg: Vaxtalækkun Seðlabankans kom á óvart

Erlendir fjölmiðlar voru snöggir að taka við sér og birta ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um lækkun stýrivaxta upp á 0,5 prósentustig. Börsen.dk vitnar í Bloomberg þar sem segir að þessi lækkun hafi komið á óvart.

Bloomberg hafði beðið fjóra greinendur um að spá fyrir um vaxtaákvörðunina. Þrír þeirra höfðu spáð óbreyttu vaxtastigi en einn þeirra sá fyrir 0,5% lækkunina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×