Viðskipti innlent

Deilt um einn milljarð til Jóns

Pálmi Haraldsson. Fjárfestirinn segir arðgreiðslu árið 2007 eiga við um afkomu Fons árið á undan.
Pálmi Haraldsson. Fjárfestirinn segir arðgreiðslu árið 2007 eiga við um afkomu Fons árið á undan. Vísir/Vilhelm
viðskipti Skiptastjóri þrotabús Fons, félags að mestu í eigu Pálma Haraldssonar, vill rifta greiðslu til félags í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Greiðslan hljóðar upp á einn milljarð króna og var millifært á reikning Jóns í tveimur færslum síðla árs 2008, að sögn Fréttastofu Stöðvar 2.

Greiðslan upp á einn milljarða króna. fór tólf sinnum í gegnum bókhald Fons, að sögn Ríkisútvarpsins.

Þetta eru fjarri einu samningarnir sem skiptastjóri leitar eftir að rifta. Hinir eru ellefu samningum upp á níu milljarða króna og arðgreiðslu frá árinu 2007 upp á 4,4 milljarða króna, sem rann til félagsins Matthew Holding, sem skráð er í Lúxemborg. Félagið var eigu Pálma og Jóhannesar Kristinssonar en saman áttu þeir Fons.

Pálmi segir í tilkynningu sem hann sendir frá sér í gærkvöldi að greiðslan til Jóns Ásgeirs hafa verið fjárfestingarsamning, sem gerður hafi verið við félag hans, Þú Blásól ehf.

Þá eigi arðgreiðslan frá 2007 við uppgjör Fons vegna ársins á undan. Hafi ákvörðun um hana verin tekin á lögmætum hluthafafundi. Á þeim tíma hafi eigið fé Fons numið fjörutíu milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×