Viðskipti innlent

Gylfi: Jákvætt en ég hefði viljað sjá djarfari ákvörðun

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að stýrivaxtalækkun peningastefnunefndar Seðlabankans sé jákvæð en að hann hefði viljað sjá djarfari ákvörðun.

„Það er að sjálfsögðu mikilvægt að Seðlabankinn haldi áfram vaxtalækkunnarferli sínu en það stöðvaðist við síðustu ákvörðun bankans," segir Gylfi. „Það er því jákvætt að lækkunnarferlið er komið aftur í gang."

Gylfi segir að síðasta verðbólgumæling gefi tilefni til meiri vaxtalækkunnar en ákveðin var. „Verðbólgan lækkaði mikið á milli mánaða þrátt fyrir skattahækkanir sem sýnir að eftirspurnin í hagkerfinu er veik og menn halda aftur af verðhækkunum," segir Gylfi. „Í því ljósi hefði ég viljað sjá djarfari ákvörðun."









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×