Viðskipti innlent

Ágúst Bakkabróðir: Ekki farið fram á farbann og engin lögbrot verið framin

Yfirheyrslum yfir Ágústi Guðmundssyni vegna málefna Exista er lokið í bili. Fréttastofa náði tali af honum nú á sjöunda tímanum þegar hann var á leið úr yfirheyrslu.

Ágúst sagðist í fyrstu ekkert hafa um málið að segja en aðspurður hvort þeir bræður hafi framið lögbrot sagði Ágúst svo ekki vera. Hann sagði einnig að þeir hefðu ekki verið settir í farbann og að ekki stæði til að kalla hann til yfirheyrslu á morgun.

Ágúst vildi ekki fara út í hvaða nýju upplýsingar hefðu komið fram í málinu í dag en sagði að nýjar upplýsingar kæmu ávallt fram þegar aðilar tali saman.








Tengdar fréttir

Óvíst um farbann yfir Lýði og Ágústi

Sérstökum saksóknara hefur orðið ágengt í rannsókn sinni á málefnum Existu í dag, en yfirheyrslur standa enn yfir. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vill ekki tjá sig um hvort að bræðurnir Lýður og Ágúst, sem eiga heimili í Bretlandi, hafi verið úrskurðaðir í farbann, en þeir eru báðir búsettir í Bretlandi og eiga þar lögheimili.

Lýður yfirheyrður

Yfirheyrslur á vegum embættis sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á málefnum Exista standa nú yfir. Lýður Guðmundsson, annar Bakkavarabræðranna, mætti til yfirheyrslu klukkan ellefu í morgun. Þá kom fram í hádegisfréttum RÚV að Ágúst hefði einnig verið yfirheyrður í morgun.

Yfirheyrslum yfir Lýði lokið í bili

Yfirheyrslur á vegum embættis sérstaks saksóknara vegna rannsóknar á málefnum Exista yfir Lýði Guðmundssyni er lokið í bili. Hann var yfirheyrður í húsnæði Ríkislögreglustjóra við Skúlagötu. Gestur Jónsson, lögmaður Lýðs, vildi ekkert tjá sig um málið þegar fréttastofa hafði samband við hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×