Fleiri fréttir Verð á þorski og ýsu til skyldra aðila hækkar um 15% Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 15%. 6.10.2009 13:26 SI: Bankarnir ráðleggja fyrirtækjum kennitöluflakk Í nýrri könnun sem starfsmenn Samtaka iðnaðarins (SI) hafa gert meðal umsvifamestu félagsmanna sinna kemur m.a. fram að bankarnir ráðleggja þeim að fara í kennitöluflakk. 6.10.2009 13:08 Töluverður munur á tillögum OECD og stjórnvalda um útgjöldin Töluvert ber í milli þegar kemur að tillögum OECD um niðurskurð og þeim áherslum sem lesa má úr fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar á því sviði. OECD telur til að mynda svigrúm vera til verulegs niðurskurðar á útgjöldum til heilbrigðis- og menntamála án þess að þessir málaflokkar þurfi að líða fyrir. 6.10.2009 12:32 Greiðslur í peningamarkaðssjóði skoðaðar í ráðuneytinu Til stendur, í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, að hefja athugun á tugmilljarða greiðslum nýju bankanna í peningamarkaðssjóði föllnu bankanna. Greiðslur bankanna í sjóðina geta kostað skattgreiðendur stórfé. 6.10.2009 12:10 Fær 10 milljarða á mánuði í afborgunum og vöxtum Íslandsbanki fær um tíu milljarða króna í afborganir af lánum, í hverjum mánuði. Um helmingur þess eru vextir. Ný útlán bankans nema hins vegar ekki nema einum til tveimur milljörðum á mánuði. Ingimar Karl Helgason 6.10.2009 12:07 Greining: Enn sama frostið á íbúðamarkaðinum Samdráttur er enn umtalsverður á íbúðamarkaði og fá teikn á lofti um að það muni breytast neitt á næstunni. Í september var veltan í viðskiptum með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu 45% minni en í sama mánuði í fyrra og samningarnir 37% færri. 6.10.2009 12:02 Raungengi krónunnar hækkaði milli mánaða Raungengi íslensku krónunnar hækkaði um 1,2% í september frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Hækkunin er komin til bæði vegna þess að nafngengi krónunnar hækkaði um 0,5% og vegna þess að verðbólgan hér á landi var umfram það sem hún var í okkar helstu nágrannalöndum. 6.10.2009 11:54 Cimber Sterling sparar lakkið og lendir í vandræðum Flugfélagið Cimber Sterling hefur ítrekað lent í því á alþjóðaflugvöllum að fá ekki afgreitt eldsneyti á vélar sínar þar sem þær eru enn merktar í litum og með nafni hins gjaldþrota Sterling flugfélags. „Það er ekki auðvelt að fljúga með nafn og lógó gjaldþrota flugfélags í meters háum stöfum á flugvélaskrokknum,“ segir í umfjöllun Jyllands Posten um málið. 6.10.2009 11:03 Heildarútlán ÍLS jukust um 84 prósent milli mánaða Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) rúmlega 2,9 milljörðum króna í september. Þar af voru rúmir 1,8 milljarðar vegna almennra lána og tæpir 1,1 milljarður vegna leiguíbúðalána. Heildarútlán sjóðsins jukust því um tæp 84% frá fyrra mánuði sem má að mestu rekja til aukningar í leiguíbúðalánum frá fyrri mánuði. 6.10.2009 09:47 Fékk innheimtubréf fyrir skuld upp á 0,00 krónur Norska útvarpsmanninum Kim Nygård brá heldur í brún þegar hann fékk skilaboð frá símafyrirtækinu NetCom um að farsíma hans hefði verið lokað vegna ógreidds reiknings frá árinu 2007. Þegar hann fékk svo innheimtukröfuna frá fyrirtækinu hljóðaði hún upp á 0,00 kr. 6.10.2009 09:27 Kreppan herjar á Dani, skuldir og gjaldþrot aukast Danmörk verður hart úti í fjármálakreppu heimsins. Skuldir hins opinbera aukast hröðum skrefum sem og gjaldþrotum hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þá hefur fjöldi nauðungaruppboða sjaldan verið meiri. 6.10.2009 09:08 GGE selur hlut sinn í kanadísku jarðorkufélagi Kanadíska jarðorkufélagið Western Geopower hefur tilkynnt um að Geysir Green Energy hafi selt 18,2% hlut sinn í félaginu. Söluverðið nam 8,5 milljónum kanadadollara eða rétt tæpum milljarði kr. 6.10.2009 08:48 Þjóðhagsáætlun 2010: Kaupmáttur rýrnar um 11,4% Reiknað er með 11,4% samdrætti ráðstöfunartekna árið 2010 en kaupmáttur þeirra aukist á nýjan leik frá árinu 2012 samkvæmt nýrri þjóðhagsáætlun forsætisráðuneytisins. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann mun þá hafa dregist saman um nærri fjórðung og vera í árslok 2011 álíka mikill og árið 2001. 6.10.2009 08:11 Ástralar hækka stýrivexti Ástralar hafa hækkað stýrivexti um úr 3% í 3,25% og eru þeir þar með fyrsta ríkið af stærstu 20 iðnríkjum heims til þess að bregðast með þessum hætti við bata í alheimshagkerfinu. 6.10.2009 07:51 Færeyingar taka yfir Vörð tryggingar Føroya banki hefur eignast 51 prósents hlut í Verði tryggingum hf. fyrir 1.150 milljarða króna. Fyrri eigendur voru "vel opnir“ fyrir því að selja. Kaupin eru hluti af útrás bankans á tryggingamarkaði. Hugað er að frekari landvinningum. 6.10.2009 06:00 Rangt að Coca-Cola hafi haft í hótunum við Nýja Kaupþing Þorsteinn M. Jónsson stjórnarformaður Vífilfells segir það rangt að til standi að afskrifa skuldir sem tengjast fyrirtækinu eða eignarhaldi á því. Hann segir rekstur Vífilfells vera í góðu horfi sem fyrr, þó hrun íslensk efnahagslífs hafi að sjálfsögðu sett sitt mark á félagið og eiganda þess. 5.10.2009 18:17 Uppspretta: Örlánavefur kominn í loftið á netinu Uppspretta er komin í loftið á netinu. Þetta er nýtt fyrirtæki sem veitir fólki og fyrirtækjum örlán og leiðir saman fólk með hugmyndir sem þarfnast fjármagn fyrir verkefni sín og þeirra sem tilbúnir eru til að lána fjármagn til slíkra verkefna. 5.10.2009 15:53 Skuldabréfaveltan var 19,4 milljarðar Skuldabréfaveltan í kauphöllinni í dag nam 19,4 milljörðum kr. og hefur ekki verið meiri á einum degi á þessu ári. Þess ber að geta að Seðlabankinn seldi íbúðabréf fyrir 11 milljarða á markaðinum í morgun. 5.10.2009 15:48 Forstjóri Existu lætur af formennsku í Viðskiptaráði Erlendur Hjaltason hefur látið af formennsku í Viðskiptaráði Íslands og tekur Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa, við formennsku. 5.10.2009 15:21 Bresk bæjarfélög fá 20 milljarða fyrir áramót Bresk bæjar- og sveitarfélög munu fá 100 milljónir punda, eða um 20 milljarða kr., úr þrotabúum íslensku bankanna fyrir áramót. Af þessari upphæð eru 70 milljónir punda eða um 14 milljarðar kr. þegar komnar í hús. 5.10.2009 15:17 Lífeyrissjóðir skoðuðu HS Orku en engin kaup áformuð Arnar Sigurmundsson formaður stjórnar Landsamtaka lífeyrissjóðanna segir að lífeyrissjóðirnir hafi skoðað kaup á hlut Geysis Green Energy í HS Orku en að engin slík kaup séu áformuð eftir þá skoðun. 5.10.2009 14:23 Íslenskir kvennfrumkvöðlar hitta Viktoríu Svíaprinsessu Svana Helen Björnsdóttir framkvæmdastjóri Stika og Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentors munu hitta Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar í viðhafnarkvöldverði í dag. 5.10.2009 14:15 Stórbankinn RBS rambaði á barmi gjaldþrots fyrir ári Staða stórbankans Royal Bank of Scotland (RBS) var mun verri en áður var talið fyrir ári síðan þegar bresk stjórnvöld komu bankanum til bjargar. RBS rambaði á barmi gjaldþrots og mátti litlu muna að hann færi á hliðina. 5.10.2009 13:48 Hlutabréf hafa hækkað of mikið, of snemma og of hratt Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur Dr. Doom, segir að hlutabréf á mörkuðum heimsins hafi hækkað of mikið, of snemma og of hratt. Af þeim sökum telur hann að þessir markaðir muni taka dýfu niður á við á yfirstandandi ársfjórðungi eða fyrsta ársfjórðung á næsta ári. 5.10.2009 13:15 Ríkið ætlar að spara 800 milljónir í atvinnuleysisbótum Ríkið ætlar að spara allt að 800 milljónir króna vegna greiðslu atvinnuleysisbóta með því að auka eftirlit og koma þannig í veg fyrir bótasvindl. 5.10.2009 12:15 Dæmi um persónulega harmleiki vegna Icesave Talsmaður sparifjáreigenda í Hollandi segir dæmi um persónulega harmleiki vegna tapaðs fjár af Icesave reikningum. 5.10.2009 12:07 Seðlabankinn seldi íbúðabréf fyrir 11 milljarða Útboð Seðlabankans í morgun á íbúðabréfum sem komust í eigu ríkissjóðs í kjölfar falls bankanna fyrir ári viðist hafa verið nokkuð vel heppnað þótt ekki hafi öll bréfin skipt um hendur að þessu sinni. Alls voru seld bréf fyrir 11 milljarða kr. 5.10.2009 11:55 HB Grandi: Háþróuð vinnslulína tekin í notkun á nýju ári HB Grandi hefur samið við Marel um kaup á nýrri, háþróaðri vinnslulínu. Línan verður sett upp í fiskiðjuveri félagsins á Norðurgarði og er stefnt að því að hún verði tekin í notkun í byrjun janúar á næsta ári. 5.10.2009 11:47 Rýr afgangur af vöruskiptum ekki merki um verri horfur Greining Íslandsbanka telur rýran afgang af vöruskiptum í september ekki til marks um verri horfur í utanríkisviðskiptum á næstunni. 5.10.2009 11:24 Gjaldeyrisveltan eykst töluvert á millibankamarkaði Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 380 milljónir króna að jafnaði á dag í september eða 2,1 milljón evra. Er það mesta dagsvelta sem verið hefur á þessum markaði frá því að hann var myndaður á ný eftir hrun banka. 5.10.2009 11:00 Aurum ræðir við Landsbankann um skuldbreytingu Aurum Holding á nú í viðræðum við Landsbankann um að breyta 20 milljón punda, eða 4 milljarða kr., skuld félagsins við bankann í hlutafé. Baugur átti 37,8% í Aurum en PwC hefur tekið við stjórn þess hlutar fyrir hönd skilanefndar Landsbankans. 5.10.2009 10:16 Kreditkortaveltan heimila dróst saman um 12% Kreditkortavelta heimila dróst saman um 12,0% í janúar–ágúst í ár miðað við sömu mánuði í fyrra. Debetkortavelta jókst hins vegar um 6,3% á sama tíma. 5.10.2009 09:36 Vörður: Föroya Banki eignast meirihluta Föroya Banki hefur keypt 51% hlut í tryggingarfélaginu Verði. Heildarverðmæti kaupanna nema 47 miljónum danskra kr. eða 1.150 milljónum kr. 5.10.2009 09:24 Vöruskiptin hagstæð um 3 milljarða í september Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir september 2009 nam útflutningur tæpum 43,8 milljörðum króna og innflutningur 40,7 milljörðum króna. Vöruskiptin í september voru því hagstæð um 3 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. 5.10.2009 09:12 Fjárfestar lýsa trausti á Atlantic Petroleum Færeyska olíufélaginu Atlantic Petroleum hefur gengið vel í morgun að selja hluti í nýju hlutabréfaútboði til hluthafa sinna. Verðmæti hluta í félaginu hefur aukist um 20% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn frá því að opnað var fyrir viðskipti þar í morgun. 5.10.2009 08:58 Berlusconi verður að borga 120 milljarða í sekt Fininvest, félag í eigu Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmt til að borga yfir 120 milljarða kr. í sekt. Sektin á Fininvest að greiða fyrrum keppinaut sínum, fjölmiðlafyrirtækinu CIR sem nú er gjaldþrota. 5.10.2009 08:48 Rússa vantar pening Íslendingum tóks ekki að ná samkomulagi við Rússa um lán en Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fundaði með kollega sínum Alexei Kudrin í Istanbul í gær en þeir eru báðir viðstaddir ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Kudrin sagði við blaðamenn eftir fundinn í gær að fundum verði haldið áfram. 5.10.2009 08:46 French Connection lokar öllum verslunum sínum í Japan French Connection, ein þekktasta tískuverslanakeðja Bretlands, hefur ákveðið að loka öllum verslununm sínum í Japan en þær eru 21 talsins. Með þessu ætlar stjórn keðjunnar að reyna að stemma stigu við miklu tapi sem er á rekstrinum. 5.10.2009 08:22 Skattahækkanir og gjöld kynda undir verðbólgubálinu Greining Nýja Kaupþings gerir ráð fyrir að ríkið valdi 1,3% hækkun neysluverðs í upphafi næsta árs vegna hækkana á sköttum og gjöldum. Þegar spá greiningarinnar um 0,35% viðbótarhækkun verðlags á sama tíma er tekin með í reikninginn, vegna hækkana hjá sveitarfélögum og orkufyrirtækjum, er niðurstaðan 1,65% hækkun vísitölu neysluverðs vegna hækkana hjá hinu opinbera í byrjun næsta árs. 5.10.2009 08:09 Grét með dótturina í fanginu þegar bankinn féll Lýsingin á því þegar ljóst var að Kaupthing Singer & Friedlander færi í greiðslustöðvun er nokkuð dramatísk í bók Ármanns Þorvaldssonar fyrrum forstjóra bankans sem kemur út í þessari viku. Hann segir að þegar FSA, Breska fjármálaeftirlitið, vildi setja bankann í greiðslustöðvun hafi verið óskað eftir samvinnu stjórnarinnar. Ármann segir að þar sem bankinn hafi ekki átt aðra kosti hafi þeir samþykkt það daufir í bragði. 4.10.2009 21:00 Kaupþingi hótað yrði Vífilfell tekið af Þorsteini Coca Cola á norðurlöndum hótaði Kaupþingi því að svipta Vífilfelli átöppunarleyfi fengi Þorsteinn M. Jónsson ekki að halda fyrirtækinu áfram. Þetta kom fram í Kvöldfréttum Rúv. 4.10.2009 19:13 Rússalán myndi torvelda Íslendingum inngöngu í ESB Litið yrði á lánið frá Rússlandi sem fjandsamlega aðgerð til að hafa áhrif á utanríkismál Íslands segir yfirmaður greiningardeildar Danske Bank sem telur að lánið yrði til þess að torvelda Íslendingum inngöngu í Evrópusambandið. 4.10.2009 18:29 Eigandi Legolands kaupir SeaWorld Eigandi Legolands og Madame Tussauds vaxmyndasafnsins er við það að kaupa eina af vinsælustu ferðamannastöðum Bandaríkjanna, en það eru skemmtigarðarnir SeaWorld og Busch Garden á Flórída. 4.10.2009 17:28 Var boðið að verða bankastjóri Landsbankans og Glitnis Ármanni Þorvaldssyni fyrrum forstjóra Singer & Friedlander var bæði boðið að vera bankastjóri Landsbankans og Glitnis. Þetta kemur fram í bók Ármanns um íslenska viðskiptalífið sem kemur út í þessari viku. Ármann segir að þetta hefði auðvitað þýtt meir peninga og meiri vegsemd fyrir sig. 4.10.2009 13:00 Krafa þrotabús Baugs í óvissu Krafa þrotabús Baugs á hendur Kaupþingi er í óvissu þar sem bankinn segir hana ekki eiga heima í nýja bankanum heldur þeim gamla. Svo gæti farið að dómstólar þurfi að úrskurða um hvar krafan raunverulega á heima. 4.10.2009 12:05 Sjá næstu 50 fréttir
Verð á þorski og ýsu til skyldra aðila hækkar um 15% Á fundi Úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka verð á slægðum og óslægðum þorski, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 15%. 6.10.2009 13:26
SI: Bankarnir ráðleggja fyrirtækjum kennitöluflakk Í nýrri könnun sem starfsmenn Samtaka iðnaðarins (SI) hafa gert meðal umsvifamestu félagsmanna sinna kemur m.a. fram að bankarnir ráðleggja þeim að fara í kennitöluflakk. 6.10.2009 13:08
Töluverður munur á tillögum OECD og stjórnvalda um útgjöldin Töluvert ber í milli þegar kemur að tillögum OECD um niðurskurð og þeim áherslum sem lesa má úr fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar á því sviði. OECD telur til að mynda svigrúm vera til verulegs niðurskurðar á útgjöldum til heilbrigðis- og menntamála án þess að þessir málaflokkar þurfi að líða fyrir. 6.10.2009 12:32
Greiðslur í peningamarkaðssjóði skoðaðar í ráðuneytinu Til stendur, í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, að hefja athugun á tugmilljarða greiðslum nýju bankanna í peningamarkaðssjóði föllnu bankanna. Greiðslur bankanna í sjóðina geta kostað skattgreiðendur stórfé. 6.10.2009 12:10
Fær 10 milljarða á mánuði í afborgunum og vöxtum Íslandsbanki fær um tíu milljarða króna í afborganir af lánum, í hverjum mánuði. Um helmingur þess eru vextir. Ný útlán bankans nema hins vegar ekki nema einum til tveimur milljörðum á mánuði. Ingimar Karl Helgason 6.10.2009 12:07
Greining: Enn sama frostið á íbúðamarkaðinum Samdráttur er enn umtalsverður á íbúðamarkaði og fá teikn á lofti um að það muni breytast neitt á næstunni. Í september var veltan í viðskiptum með íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu 45% minni en í sama mánuði í fyrra og samningarnir 37% færri. 6.10.2009 12:02
Raungengi krónunnar hækkaði milli mánaða Raungengi íslensku krónunnar hækkaði um 1,2% í september frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags. Hækkunin er komin til bæði vegna þess að nafngengi krónunnar hækkaði um 0,5% og vegna þess að verðbólgan hér á landi var umfram það sem hún var í okkar helstu nágrannalöndum. 6.10.2009 11:54
Cimber Sterling sparar lakkið og lendir í vandræðum Flugfélagið Cimber Sterling hefur ítrekað lent í því á alþjóðaflugvöllum að fá ekki afgreitt eldsneyti á vélar sínar þar sem þær eru enn merktar í litum og með nafni hins gjaldþrota Sterling flugfélags. „Það er ekki auðvelt að fljúga með nafn og lógó gjaldþrota flugfélags í meters háum stöfum á flugvélaskrokknum,“ segir í umfjöllun Jyllands Posten um málið. 6.10.2009 11:03
Heildarútlán ÍLS jukust um 84 prósent milli mánaða Alls námu heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) rúmlega 2,9 milljörðum króna í september. Þar af voru rúmir 1,8 milljarðar vegna almennra lána og tæpir 1,1 milljarður vegna leiguíbúðalána. Heildarútlán sjóðsins jukust því um tæp 84% frá fyrra mánuði sem má að mestu rekja til aukningar í leiguíbúðalánum frá fyrri mánuði. 6.10.2009 09:47
Fékk innheimtubréf fyrir skuld upp á 0,00 krónur Norska útvarpsmanninum Kim Nygård brá heldur í brún þegar hann fékk skilaboð frá símafyrirtækinu NetCom um að farsíma hans hefði verið lokað vegna ógreidds reiknings frá árinu 2007. Þegar hann fékk svo innheimtukröfuna frá fyrirtækinu hljóðaði hún upp á 0,00 kr. 6.10.2009 09:27
Kreppan herjar á Dani, skuldir og gjaldþrot aukast Danmörk verður hart úti í fjármálakreppu heimsins. Skuldir hins opinbera aukast hröðum skrefum sem og gjaldþrotum hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Þá hefur fjöldi nauðungaruppboða sjaldan verið meiri. 6.10.2009 09:08
GGE selur hlut sinn í kanadísku jarðorkufélagi Kanadíska jarðorkufélagið Western Geopower hefur tilkynnt um að Geysir Green Energy hafi selt 18,2% hlut sinn í félaginu. Söluverðið nam 8,5 milljónum kanadadollara eða rétt tæpum milljarði kr. 6.10.2009 08:48
Þjóðhagsáætlun 2010: Kaupmáttur rýrnar um 11,4% Reiknað er með 11,4% samdrætti ráðstöfunartekna árið 2010 en kaupmáttur þeirra aukist á nýjan leik frá árinu 2012 samkvæmt nýrri þjóðhagsáætlun forsætisráðuneytisins. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann mun þá hafa dregist saman um nærri fjórðung og vera í árslok 2011 álíka mikill og árið 2001. 6.10.2009 08:11
Ástralar hækka stýrivexti Ástralar hafa hækkað stýrivexti um úr 3% í 3,25% og eru þeir þar með fyrsta ríkið af stærstu 20 iðnríkjum heims til þess að bregðast með þessum hætti við bata í alheimshagkerfinu. 6.10.2009 07:51
Færeyingar taka yfir Vörð tryggingar Føroya banki hefur eignast 51 prósents hlut í Verði tryggingum hf. fyrir 1.150 milljarða króna. Fyrri eigendur voru "vel opnir“ fyrir því að selja. Kaupin eru hluti af útrás bankans á tryggingamarkaði. Hugað er að frekari landvinningum. 6.10.2009 06:00
Rangt að Coca-Cola hafi haft í hótunum við Nýja Kaupþing Þorsteinn M. Jónsson stjórnarformaður Vífilfells segir það rangt að til standi að afskrifa skuldir sem tengjast fyrirtækinu eða eignarhaldi á því. Hann segir rekstur Vífilfells vera í góðu horfi sem fyrr, þó hrun íslensk efnahagslífs hafi að sjálfsögðu sett sitt mark á félagið og eiganda þess. 5.10.2009 18:17
Uppspretta: Örlánavefur kominn í loftið á netinu Uppspretta er komin í loftið á netinu. Þetta er nýtt fyrirtæki sem veitir fólki og fyrirtækjum örlán og leiðir saman fólk með hugmyndir sem þarfnast fjármagn fyrir verkefni sín og þeirra sem tilbúnir eru til að lána fjármagn til slíkra verkefna. 5.10.2009 15:53
Skuldabréfaveltan var 19,4 milljarðar Skuldabréfaveltan í kauphöllinni í dag nam 19,4 milljörðum kr. og hefur ekki verið meiri á einum degi á þessu ári. Þess ber að geta að Seðlabankinn seldi íbúðabréf fyrir 11 milljarða á markaðinum í morgun. 5.10.2009 15:48
Forstjóri Existu lætur af formennsku í Viðskiptaráði Erlendur Hjaltason hefur látið af formennsku í Viðskiptaráði Íslands og tekur Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa, við formennsku. 5.10.2009 15:21
Bresk bæjarfélög fá 20 milljarða fyrir áramót Bresk bæjar- og sveitarfélög munu fá 100 milljónir punda, eða um 20 milljarða kr., úr þrotabúum íslensku bankanna fyrir áramót. Af þessari upphæð eru 70 milljónir punda eða um 14 milljarðar kr. þegar komnar í hús. 5.10.2009 15:17
Lífeyrissjóðir skoðuðu HS Orku en engin kaup áformuð Arnar Sigurmundsson formaður stjórnar Landsamtaka lífeyrissjóðanna segir að lífeyrissjóðirnir hafi skoðað kaup á hlut Geysis Green Energy í HS Orku en að engin slík kaup séu áformuð eftir þá skoðun. 5.10.2009 14:23
Íslenskir kvennfrumkvöðlar hitta Viktoríu Svíaprinsessu Svana Helen Björnsdóttir framkvæmdastjóri Stika og Vilborg Einarsdóttir framkvæmdastjóri Mentors munu hitta Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar í viðhafnarkvöldverði í dag. 5.10.2009 14:15
Stórbankinn RBS rambaði á barmi gjaldþrots fyrir ári Staða stórbankans Royal Bank of Scotland (RBS) var mun verri en áður var talið fyrir ári síðan þegar bresk stjórnvöld komu bankanum til bjargar. RBS rambaði á barmi gjaldþrots og mátti litlu muna að hann færi á hliðina. 5.10.2009 13:48
Hlutabréf hafa hækkað of mikið, of snemma og of hratt Hagfræðiprófessorinn Nouriel Roubini, auknefndur Dr. Doom, segir að hlutabréf á mörkuðum heimsins hafi hækkað of mikið, of snemma og of hratt. Af þeim sökum telur hann að þessir markaðir muni taka dýfu niður á við á yfirstandandi ársfjórðungi eða fyrsta ársfjórðung á næsta ári. 5.10.2009 13:15
Ríkið ætlar að spara 800 milljónir í atvinnuleysisbótum Ríkið ætlar að spara allt að 800 milljónir króna vegna greiðslu atvinnuleysisbóta með því að auka eftirlit og koma þannig í veg fyrir bótasvindl. 5.10.2009 12:15
Dæmi um persónulega harmleiki vegna Icesave Talsmaður sparifjáreigenda í Hollandi segir dæmi um persónulega harmleiki vegna tapaðs fjár af Icesave reikningum. 5.10.2009 12:07
Seðlabankinn seldi íbúðabréf fyrir 11 milljarða Útboð Seðlabankans í morgun á íbúðabréfum sem komust í eigu ríkissjóðs í kjölfar falls bankanna fyrir ári viðist hafa verið nokkuð vel heppnað þótt ekki hafi öll bréfin skipt um hendur að þessu sinni. Alls voru seld bréf fyrir 11 milljarða kr. 5.10.2009 11:55
HB Grandi: Háþróuð vinnslulína tekin í notkun á nýju ári HB Grandi hefur samið við Marel um kaup á nýrri, háþróaðri vinnslulínu. Línan verður sett upp í fiskiðjuveri félagsins á Norðurgarði og er stefnt að því að hún verði tekin í notkun í byrjun janúar á næsta ári. 5.10.2009 11:47
Rýr afgangur af vöruskiptum ekki merki um verri horfur Greining Íslandsbanka telur rýran afgang af vöruskiptum í september ekki til marks um verri horfur í utanríkisviðskiptum á næstunni. 5.10.2009 11:24
Gjaldeyrisveltan eykst töluvert á millibankamarkaði Velta á millibankamarkaði með gjaldeyri var 380 milljónir króna að jafnaði á dag í september eða 2,1 milljón evra. Er það mesta dagsvelta sem verið hefur á þessum markaði frá því að hann var myndaður á ný eftir hrun banka. 5.10.2009 11:00
Aurum ræðir við Landsbankann um skuldbreytingu Aurum Holding á nú í viðræðum við Landsbankann um að breyta 20 milljón punda, eða 4 milljarða kr., skuld félagsins við bankann í hlutafé. Baugur átti 37,8% í Aurum en PwC hefur tekið við stjórn þess hlutar fyrir hönd skilanefndar Landsbankans. 5.10.2009 10:16
Kreditkortaveltan heimila dróst saman um 12% Kreditkortavelta heimila dróst saman um 12,0% í janúar–ágúst í ár miðað við sömu mánuði í fyrra. Debetkortavelta jókst hins vegar um 6,3% á sama tíma. 5.10.2009 09:36
Vörður: Föroya Banki eignast meirihluta Föroya Banki hefur keypt 51% hlut í tryggingarfélaginu Verði. Heildarverðmæti kaupanna nema 47 miljónum danskra kr. eða 1.150 milljónum kr. 5.10.2009 09:24
Vöruskiptin hagstæð um 3 milljarða í september Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir september 2009 nam útflutningur tæpum 43,8 milljörðum króna og innflutningur 40,7 milljörðum króna. Vöruskiptin í september voru því hagstæð um 3 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum. 5.10.2009 09:12
Fjárfestar lýsa trausti á Atlantic Petroleum Færeyska olíufélaginu Atlantic Petroleum hefur gengið vel í morgun að selja hluti í nýju hlutabréfaútboði til hluthafa sinna. Verðmæti hluta í félaginu hefur aukist um 20% í kauphöllinni í Kaupmannahöfn frá því að opnað var fyrir viðskipti þar í morgun. 5.10.2009 08:58
Berlusconi verður að borga 120 milljarða í sekt Fininvest, félag í eigu Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu, hefur verið dæmt til að borga yfir 120 milljarða kr. í sekt. Sektin á Fininvest að greiða fyrrum keppinaut sínum, fjölmiðlafyrirtækinu CIR sem nú er gjaldþrota. 5.10.2009 08:48
Rússa vantar pening Íslendingum tóks ekki að ná samkomulagi við Rússa um lán en Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fundaði með kollega sínum Alexei Kudrin í Istanbul í gær en þeir eru báðir viðstaddir ársfund Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Kudrin sagði við blaðamenn eftir fundinn í gær að fundum verði haldið áfram. 5.10.2009 08:46
French Connection lokar öllum verslunum sínum í Japan French Connection, ein þekktasta tískuverslanakeðja Bretlands, hefur ákveðið að loka öllum verslununm sínum í Japan en þær eru 21 talsins. Með þessu ætlar stjórn keðjunnar að reyna að stemma stigu við miklu tapi sem er á rekstrinum. 5.10.2009 08:22
Skattahækkanir og gjöld kynda undir verðbólgubálinu Greining Nýja Kaupþings gerir ráð fyrir að ríkið valdi 1,3% hækkun neysluverðs í upphafi næsta árs vegna hækkana á sköttum og gjöldum. Þegar spá greiningarinnar um 0,35% viðbótarhækkun verðlags á sama tíma er tekin með í reikninginn, vegna hækkana hjá sveitarfélögum og orkufyrirtækjum, er niðurstaðan 1,65% hækkun vísitölu neysluverðs vegna hækkana hjá hinu opinbera í byrjun næsta árs. 5.10.2009 08:09
Grét með dótturina í fanginu þegar bankinn féll Lýsingin á því þegar ljóst var að Kaupthing Singer & Friedlander færi í greiðslustöðvun er nokkuð dramatísk í bók Ármanns Þorvaldssonar fyrrum forstjóra bankans sem kemur út í þessari viku. Hann segir að þegar FSA, Breska fjármálaeftirlitið, vildi setja bankann í greiðslustöðvun hafi verið óskað eftir samvinnu stjórnarinnar. Ármann segir að þar sem bankinn hafi ekki átt aðra kosti hafi þeir samþykkt það daufir í bragði. 4.10.2009 21:00
Kaupþingi hótað yrði Vífilfell tekið af Þorsteini Coca Cola á norðurlöndum hótaði Kaupþingi því að svipta Vífilfelli átöppunarleyfi fengi Þorsteinn M. Jónsson ekki að halda fyrirtækinu áfram. Þetta kom fram í Kvöldfréttum Rúv. 4.10.2009 19:13
Rússalán myndi torvelda Íslendingum inngöngu í ESB Litið yrði á lánið frá Rússlandi sem fjandsamlega aðgerð til að hafa áhrif á utanríkismál Íslands segir yfirmaður greiningardeildar Danske Bank sem telur að lánið yrði til þess að torvelda Íslendingum inngöngu í Evrópusambandið. 4.10.2009 18:29
Eigandi Legolands kaupir SeaWorld Eigandi Legolands og Madame Tussauds vaxmyndasafnsins er við það að kaupa eina af vinsælustu ferðamannastöðum Bandaríkjanna, en það eru skemmtigarðarnir SeaWorld og Busch Garden á Flórída. 4.10.2009 17:28
Var boðið að verða bankastjóri Landsbankans og Glitnis Ármanni Þorvaldssyni fyrrum forstjóra Singer & Friedlander var bæði boðið að vera bankastjóri Landsbankans og Glitnis. Þetta kemur fram í bók Ármanns um íslenska viðskiptalífið sem kemur út í þessari viku. Ármann segir að þetta hefði auðvitað þýtt meir peninga og meiri vegsemd fyrir sig. 4.10.2009 13:00
Krafa þrotabús Baugs í óvissu Krafa þrotabús Baugs á hendur Kaupþingi er í óvissu þar sem bankinn segir hana ekki eiga heima í nýja bankanum heldur þeim gamla. Svo gæti farið að dómstólar þurfi að úrskurða um hvar krafan raunverulega á heima. 4.10.2009 12:05
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent