Fleiri fréttir

Klámhundur selur svikin kreditkort á netinu

Vefsíðan MitMaster í Danmörku býður upp á Mastercard kreditkort með heimild upp á 600.000 kr. og þarf aðeins að greiða rúmar 20.000 kr. fyrir herlegheitin. En síðan er svik og þekktir svikahrappar standa á bakvið hana, þar á meðal klámmyndaframleiðandi sem áður hefur komist í sviðsljós danskra fjölmiðla.

Viðskiptafélagi Exista í lögreglurannsókn á Bretlandi

Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á Bretlandi (Serious Fraud Office) hefur hafið rannsókn á starfsháttum íþróttavöruverslunnarkeðjunnar JJB Sports meðan keðjan var undir stjórn Chris Ronnie. Ronnie er fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi en um tíma áttu hann og Exista tæplega 30% hlut saman í JJB Sports.

Laun viðskipta- og hagfræðinga hækka um 8% milli ára

Meðaltal heildarmánaðarlauna viðskipta- og hagfræðinga mælist nú 581 þúsund kr. sem er rúmlega 8% hækkun frá því á sama tíma í fyrra. Hækkun launa er nú talsvert meiri en í síðustu kjarakönnun en þá höfðu laun hækkað um tæplega 4% á milli ára.

Árni Matt: Ræddum við japönsku fjárfestana um áramótin

Árni Mathiesen fyrrverandi fjármálaráðherra segir að hann hafi átt viðræður við japanska fjárfesta um hugsanleg kaup þeirra á banka og orkufyrirtækjum hérlendis í kringum síðustu áramót. Fjárfestarnir voru tilbúnir til að setja allt að einum milljarði dollara eða um 125 milljörðum kr. inn í íslenska hagkerfið.

Söfnun fyrirtækja á gjaldeyri hefur veikt gengi krónunnar

„Þróun gjaldeyrisinnstæðna fyrirtækja... kann þó að vera til marks um þverrandi trú á þeim hluta áætlunar AGS og stjórnvalda sem sneri að stöðugleika, og eftir atvikum styrkingu krónunnar og hefur þá um leið spilað hlutverk í veikingu hennar."

Fjárfestingar í nýju íbúðahúsnæði minnka um helming

Fjárfesting í nýju íbúðarhúsnæði hefur dregist hratt saman undanfarið. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs nam hún 12,5 milljörðum kr. og hafði þá dregist saman um 45% á föstu verði frá sama ársfjórðungi fyrir ári samkvæmt tölum sem Hagstofan birti nýlega.

Atvinnuleysi minnkar töluvert, var 7,7% í ágúst

Skráð atvinnuleysi í ágúst 2009 var 7,7% eða að meðaltali 13.387 manns og minnkar atvinnuleysi um 2,7% að meðaltali frá júlí eða um 369 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1,2%, eða 2.136 manns.

Atvinnurekendur í Evrópu aðeins hóflega bjartsýnir

Þrátt fyrir að vísbendingar séu farnar að sjást í Evrópu um að kreppunni þar kunni brátt að ljúka eru evrópskir atvinnurekendur aðeins hóflega bjartsýnir á framtíðina. Áætlað er að efnahagur landa ESB dragist saman að meðaltali um 3,9% á þessu ári og hagvöxtur verði aðeins 0,7% á því næsta.

Segir afnám kvótakerfisins heimskustu leiðina

„Svo virðist sem íslensk stjórnvöld vilji skipta um stefnu og afnema kvótakerfið. Það væri það heimskasta sem þau gætu gert. Það felst enginn ávinningur í því að gera út fleiri báta en þörf er fyrir.“

Danskir bankamenn aðstoða skuldsetta í sjálfboðavinnu

Danskir bankamenn munu aðstoða skuldsetta Dani við að koma skikki á fjármál sín í sjálfboðavinnu og viðkomandi að kostnaðarlausu. Verkefni þetta fer af stað um miðjan þennan mánuð og munu 36 starfandi bankamenn standa að ráðgjöfinni í þremur borgum Danmerkur.

Launakostnaður jókst á fyrri helming ársins

Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst um 3,5% frá fyrsta til annars ársfjórðungs í atvinnugreininni samgöngum og flutningum, um 2,6% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu og um 2,5% í iðnaði. Á sama tímabili dróst heildarlaunakostnaður á greidda stund saman um 3,5% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð.

Þúsundir Dana á höggstokknum vegna skulda

Fjöldi þeirra Dana sem lendir í vanskilum með lánin sín vex hröðum skrefum og samkvæmt könnun munu um 150.000 Daanir verða komnir á vanskilaskrá fyrir áramótin. Í augnablikinu eru þeir um 125.000.

Jón Ásgeir: Hefðum átt að hætta eftir kaupin á Big Food Group

Jón Ásgeir Jóhannesson segir í ítarlegu viðtali við Viðskiptablaðið sem kemur út í dag, að Baugur hefði átt að hætta fjárfestingum eftir kaupin á Big Food Group árið 2005. Þetta hafi verið góð fjárfesting og ef þetta hefði verið gert væri hann í góðum málum í dag.

Hagfræðideild: Spáir nær óbreyttri verðbólgu

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga milli ágúst og september mælist 0,8%. Gangi spáin eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka lítilsháttar og mælast 10,8% í september samanborið við 10,9% í ágúst.

Eiga 154 milljarða í gjaldeyri

Innstæður íslenskra fyrirtækja á gjaldeyrisreikningum í íslenskum fjármálastofnunum voru heldur lægri í júní og júlí en þær voru síðustu tvo mánuði á undan. Innstæðurnar eru þó mun hærri en þær voru að meðaltali mánuðina fyrir hrun.

Bankastjóri samdi lög um gengistryggð krónulán

Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, átti þátt í að semja lög sem bönnuðu gengistryggð krónulán. Þáttur hans í að halda til streitu innheimtu þeirra er því sérstaklega ámælisverður fullyrðir lögmaður hjóna sem hafa kært stjórnendur nýja og gamla Kaupþings til efnahagsbrotadeildar lögreglu fyrir gengislán.

Líf og fjör í skuldabréfum

Veltan á skuldabréfamarkaðinum í dag var með mesta móti en hún nam alls 17 milljörðum kr. sem er töluvert yfir meðalveltunni í síðasta mánuði.

House of Fraser skilar góðum hagnaði

Tískuvöruverslunarkeðjan House of Fraser skilaði góðum hagnaði á fyrri helmingi ársins eða 16% meiri hagnaði en á sama tímabili í fyrra. Þá hefur keðjan náð að minnka skuldir sínar á tímabilinu um 21 milljón punda eða ríflega 4 milljarða kr.

NIB kominn í rekstur á hafnarbakkanum í Reykjavík

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) er kominn í rekstur á hafnarbakkanum í Reykjavík. Bankinn leysti til sín þrjár af eignum Eimskips við hafnarbakkann nýlega og leigir þær svo aftur til A1988 hf. sem er hið nýja nafn yfir skiparekstur Eimskips.

Icelandair hagnaðist um 3 milljarða í júlí

Rekstur Icelandair Group samstæðunnar gekk vel í júlí. Samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri var hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir 0,3 milljörðum hærri en í júlí 2008 eða 3,0 milljarðar króna.

T-Rex eðlan Samson sett á uppboð

Reiknað er með að beinagrind af Tyrannosaurus Rex eðlu muni fara á tæpar 5 milljónir dollara eða rúmlega 600 milljónir kr. á uppboði í Las Vegas í næsta mánuði.

Greining: Stórir ókostir við leið Stiglitz

„Slíkt fyrirkomulag hefði þó einnig stóra ókosti. Þótt launavísitala hækki lítið þessa dagana á meðan vísitala neysluverðs hefur hækkað ört undanfarið leiðir skoðun á lengri tímabilum hið gagnstæða í ljós. Til langs tíma litið eykst kaupmáttur launa eftir því sem framleiðni vinnuaflsins eykst."

Frétt á Bloomberg olli fjaðrafoki hjá Kaupþingi

Frétt á Blomberg fréttaveitunni í gærdag um að aðeins 20% fengjust upp í kröfur í þrotabú Kaupþings olli nokkru fjaðrafoki meðal kröfuhafanna. Sökum þessa setti skilanefnd Kaupþings tilkynningu inn á vefsíðu sína þar sem segir m.a. að enn sé óljóst hve mikið fæst upp í kröfurnar.

Samruni GGE og HS Orku heimilaður með skilyrðum

Samkeppniseftirlitið mun heimilað samruna Geysis Green Energy (GGE) og HS Orku með nokkrum skilyrðum. Meðal þeirra er að GGE tryggi að rekstrarlegur og stjórnunarlegur aðskilnaður verði milli Jarðborana, dótturfélags GGE og HS Orku. Einng skal tryggt að viðskipti milli þessarar aðila fari fram líkt og um óskylda aðila sé að ræða.

Bjarni fær 800 milljónir afskrifaðar

Gliltnir þarf að afskrifa rúmar 800 milljónir króna vegna láns sem Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri bankans, tók til kaupa í norrænu fasteignafélagi. Skilanefndin tók fasteignafélagið yfir og seldi með miklum afföllum.

Vilhjálmur Bjarna: SPRON á alvarlegasta glæpinn

Vilhjálmur Bjarnason formaður Samtaka fjárfesta segir að stjórn SPRON hafi staðið fyrir alvarlegasta glæpnum á verðbréfamarkaðinum sem framinn hefur verið hér á landi sumarið 2007. Þá var opinn markaður í þrjár vikur með stofnfjárhluti í SPRON fram að skráningu sparisjóðsins í kauphöllina.

Krafa Fons í þrotabú Baugs samþykkt að mestu

Skiptastjórar þrotabús Baugs féllust að miklu leyti á kröfur þrotabús Fons sem gerðar voru í búið. Fons var með kröfu upp á 4.6 milljarða í þrotabúið og var höfuðstóll kröfunnar samþykktur, eða tæpir 3,2 milljarðar. Þrotabú Baugs átti hinsvegar kröfu í þrotabú Fons að fjárhæð 310 milljóna og var sú krafa því skuldajöfnuð. Að auki var vaxtakröfu Fons hafnað að svo stöddu.

Vaxtagjöld til útlanda námu 52 milljörðum frá áramótum

Í heild nema reiknuð vaxtagjöld til útlanda í kringum 52 milljörðum kr. á fyrri helmingi ársins sé leiðrétt fyrir gömlu bönkunum samkvæmt mati Seðlabankans. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Nýja Kaupþings.

Danskir bankar fyrir utan FIH fá högg frá Moody's

Lánshæfisfyrirtækið Moody' s lækkaði lánshæfiseinkunnir og mat á fjárhagslegum styrk til lengri tíma hjá fjölda af dönskum bönkum í morgun. Athygli vekur að FIH bankinn, sem nú er í eigu íslenska ríkisins, heldur sinni einkunn í Baa3 með stöðugum langtímahorfum.

Hagnaður Alfesca nam 3,4 milljörðum

Hagnaður Alfesca á síðasta fjárhagsári (júní til júní) nam 19,1 milljónum evra eða 3,4 milljörðum kr. og dróst saman um 33,4% milli ára. Hagnaður fjórða ársfjórðungs nam 2 milljónum evra, eða um 360 milljónum kr., dróst saman um 44,8% miðað við sama tíma í fyrra.

Eiginkona bankastjóra SPRON seldi stofnfjárbréf

Hæstiréttur hefur skyldað formann skilanefndar SPRON til að upplýsa, að seljandi stofnfjárbréfa í sjóðnum í júlí 2007 er eiginkona þáverandi sparisjóðsstjóra. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Hafna milljarðakröfum baugsfjölskyldunnar í Baug

Skiptastjórar þrotabús Baugs hafna rúmlega átta milljarða króna kröfu félaganna Gaums og Haga, en þau eru bæði í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu. Alls eru tæplega nítján prósent krafna samþykktar, en líklegt er að dómstólar muni úrskurða um hluta krafnanna.

Rólegur dagur í kauphöllinni

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,8% á fremur rólegum degi í kauphöllinni. Vísitalan OMX16 stendur í rúmum 824 stigum.

Dollarinn kominn undir 124 krónur

Gengi krónunnar styrktist um 0,7% í dag og stendur gengisvísitalan í rétt rúmum 232 stigum. Dollarinn er kominn undir 124 kr. en hann veiktist mest gagnvart krónunni í dag af einstökum gjaldmiðlum eða um 1,6%.

SORPA hagnaðist um 34 milljónir á fyrri helming ársins

Samkvæmt rekstrarreikningi var hagnaður SORPU b.s. fyrstu sex mánuði ársins tæpar 34 milljónir kr. en var tæpar 19 milljónir kr. fyrir sama tímabil árið áður. Hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir nam 58,8 milljónir kr. en var 93,4 milljónir kr. fyrir sama tímabil á árinu 2008.

Nafni Eimskips formlega breytt í A1988 hf.

Tillaga stjórnar Eimskips um breytingu á 1. gr. samþykkta félagsins að nafni félagsins verði breytt í A1988 hf. var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða á hluthafafundi í dag.

Hlutir í Royal Unibrew hækka um 500% frá botnverðinu

Hlutir í dönsku bruggverðsmiðjunum Royal Unibrew hafa hækkað um tæp 500% frá því að botninum á verðinu var náð í mars s.l. Þeir eiga þó töluvert í land með að ná hámarkinu um mitt ár 2007 þegar hluturinn komst í 785 kr. danskar.

Ein fegursta ofursnekkja heims er til sölu

Hin rúmlega 100 metra langa ofursnekkja Corsair Nero er án efa ein sú fegursta í heimi. Hún er núna til sölu og verðmiðinn hljóðar upp á 105 milljónir dollara eða rúmlega 13 milljarða kr.

Greining: Seðlabankastjóri á villigötum með kreppulok

„Ísland mun þannig í hugum flestra ekki koma út úr kreppunni á fyrri helmingi næsta árs þegar atvinnuleysi verður í hámarki, kaupmáttur í lágmarki og erfiðleikar miklir hjá fjölda fyrirtækja og heimila. Það er mun lengra í að Ísland vinni sig að fullu út úr keppunni á þessa mælikvarða. Líklegast er að það gerist ekki fyrr en eftir nokkur ár."

Sjá næstu 50 fréttir