Viðskiptafélagi Exista í lögreglurannsókn á Bretlandi 10. september 2009 14:24 Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á Bretlandi (Serious Fraud Office) hefur hafið rannsókn á starfsháttum íþróttavöruverslunnarkeðjunnar JJB Sports meðan keðjan var undir stjórn Chris Ronnie. Ronnie er fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi en um tíma áttu hann og Exista tæplega 30% hlut saman í JJB Sports. Rannsóknin kemur í kjölfar rannsóknar breska samkeppniseftirlisins (OFT) á starfsháttum og samstarfi JJB Sports og annarar íþróttavörukeðju Sports Direct. Leikur grunur á að keðjurnar tvær hafi misnotað ráðandi stöðu sína til einokunnar á þessum markaði í Bretlandi. Núverandi stjórn JJB Sports hefur ákveðið að aðstoða OFT í þeirra rannsókn og í staðinn verður fallið frá hugsanlegum fésektum á hendur keðjunni. „Íhlutun efnahagsbrotadeildarinnar er dramatísk stigmögnun á hneykslinu í kringum þessar tvær verslanakeðjur og veltir upp möguleikum á fangelsisdómum ef glæpsamleg hegðun kemur í ljós," segir í umfjöllun Retailweek um málið. Rannsókn OFT hófst síðasta vetur eftir að Chris Ronnie hafði verið leystur frá störfum, Var rannsóknin tilkomin að beiðni hinnar nýju stjórnar JJB Sports. Nær rannsóknin yfir tímabilið frá 8. júní 2007 og til 25. mars í ár þegar Ronnie gengdi stöðu forstjóra keðjunnar. Sports Direct hefur staðfest að það muni aðstoða bæði OFT og lögregluna í rannsóknum þessum. Ronnie og Exista misstu fyrrgreindan hlut sinn í hendur Kaupþings í vetur en bankinn tók hann til sín með veðkalli. Í vor seldi Kaupþing síðan megnið af hlutnum en ekki var gefið upp hve mikið fékkst fyrir hann. Um svipað leyti fékk Kaupþing endurgreitt 20 milljón punda lán sem það hafði veitt JJB Sports. Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á Bretlandi (Serious Fraud Office) hefur hafið rannsókn á starfsháttum íþróttavöruverslunnarkeðjunnar JJB Sports meðan keðjan var undir stjórn Chris Ronnie. Ronnie er fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi en um tíma áttu hann og Exista tæplega 30% hlut saman í JJB Sports. Rannsóknin kemur í kjölfar rannsóknar breska samkeppniseftirlisins (OFT) á starfsháttum og samstarfi JJB Sports og annarar íþróttavörukeðju Sports Direct. Leikur grunur á að keðjurnar tvær hafi misnotað ráðandi stöðu sína til einokunnar á þessum markaði í Bretlandi. Núverandi stjórn JJB Sports hefur ákveðið að aðstoða OFT í þeirra rannsókn og í staðinn verður fallið frá hugsanlegum fésektum á hendur keðjunni. „Íhlutun efnahagsbrotadeildarinnar er dramatísk stigmögnun á hneykslinu í kringum þessar tvær verslanakeðjur og veltir upp möguleikum á fangelsisdómum ef glæpsamleg hegðun kemur í ljós," segir í umfjöllun Retailweek um málið. Rannsókn OFT hófst síðasta vetur eftir að Chris Ronnie hafði verið leystur frá störfum, Var rannsóknin tilkomin að beiðni hinnar nýju stjórnar JJB Sports. Nær rannsóknin yfir tímabilið frá 8. júní 2007 og til 25. mars í ár þegar Ronnie gengdi stöðu forstjóra keðjunnar. Sports Direct hefur staðfest að það muni aðstoða bæði OFT og lögregluna í rannsóknum þessum. Ronnie og Exista misstu fyrrgreindan hlut sinn í hendur Kaupþings í vetur en bankinn tók hann til sín með veðkalli. Í vor seldi Kaupþing síðan megnið af hlutnum en ekki var gefið upp hve mikið fékkst fyrir hann. Um svipað leyti fékk Kaupþing endurgreitt 20 milljón punda lán sem það hafði veitt JJB Sports.
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira