Laun viðskipta- og hagfræðinga hækka um 8% milli ára 10. september 2009 13:50 Meðaltal heildarmánaðarlauna viðskipta- og hagfræðinga mælist nú 581 þúsund kr. sem er rúmlega 8% hækkun frá því á sama tíma í fyrra. Hækkun launa er nú talsvert meiri en í síðustu kjarakönnun en þá höfðu laun hækkað um tæplega 4% á milli ára. Í tilkynningu segir að Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) birtir nú niðurstöður úr kjarakönnun félagsins fyrir árið 2009 en félagið hefur gert kjarakannanir reglulega frá árinu 1979. Áður var könnunin gerð á tveggja ára fresti en frá árinu 2007 hefur hún verið framkvæmd árlega. Auk þess er afmarkað efni skoðað nánar í hverri kjarakönnun en í ár var athugun gerð á því hvort áhrifa efnahagsástandsins gætti á kjör og störf viðskipta- og hagfræðinga. Kjaranefnd Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga framkvæmdi kjarakönnunina og byggja niðurstöður á svörum 984 félagsmanna viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Þrátt fyrir að konur mælist með lægri laun en karlar hækkuðu laun kvenna nú hlutfallslega meira en laun karla á milli ára. Mánaðarlaun kvenna hækkuðu um 9% og er miðgildi þeirra 547 þúsund kr. Laun karla hækkuðu um 6% og er miðgildi þeirra 636 þúsund kr. Þegar ekki er tekið tillit til annarra þátta mælast karlar með 16% hærri laun en konur. Þetta er þó nokkur lækkun frá því árið 2008 en þá mældist óleiðréttur launamunur kynjanna um 20%. Þegar launamunur kynjanna er leiðréttur með tilliti til aldurs, fjölskyldustærðar, menntunar, starfsreynslu, starfsvettvangi og atvinnugeira mælist hann um 3,5%. Þetta er einnig töluverð lækkun frá því í fyrra en þá mældist leiðréttur launamunur 7,5%. Þrátt fyrir versnandi efnahagsforsendur á undanförnum mánuðum og vaxandi atvinnuleysi í þjóðfélaginu eru einungis tæplega 3% viðskipta- og hagfræðinga atvinnulausir samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar. Þó hafa 34% svarenda þurft að taka á sig tekjuskerðingu og telja 42% þátttakenda að mjög erfitt eða erfitt væri að finna sambærilegt starf og kjör og þeir hafa í dag. Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Meðaltal heildarmánaðarlauna viðskipta- og hagfræðinga mælist nú 581 þúsund kr. sem er rúmlega 8% hækkun frá því á sama tíma í fyrra. Hækkun launa er nú talsvert meiri en í síðustu kjarakönnun en þá höfðu laun hækkað um tæplega 4% á milli ára. Í tilkynningu segir að Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) birtir nú niðurstöður úr kjarakönnun félagsins fyrir árið 2009 en félagið hefur gert kjarakannanir reglulega frá árinu 1979. Áður var könnunin gerð á tveggja ára fresti en frá árinu 2007 hefur hún verið framkvæmd árlega. Auk þess er afmarkað efni skoðað nánar í hverri kjarakönnun en í ár var athugun gerð á því hvort áhrifa efnahagsástandsins gætti á kjör og störf viðskipta- og hagfræðinga. Kjaranefnd Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga framkvæmdi kjarakönnunina og byggja niðurstöður á svörum 984 félagsmanna viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Þrátt fyrir að konur mælist með lægri laun en karlar hækkuðu laun kvenna nú hlutfallslega meira en laun karla á milli ára. Mánaðarlaun kvenna hækkuðu um 9% og er miðgildi þeirra 547 þúsund kr. Laun karla hækkuðu um 6% og er miðgildi þeirra 636 þúsund kr. Þegar ekki er tekið tillit til annarra þátta mælast karlar með 16% hærri laun en konur. Þetta er þó nokkur lækkun frá því árið 2008 en þá mældist óleiðréttur launamunur kynjanna um 20%. Þegar launamunur kynjanna er leiðréttur með tilliti til aldurs, fjölskyldustærðar, menntunar, starfsreynslu, starfsvettvangi og atvinnugeira mælist hann um 3,5%. Þetta er einnig töluverð lækkun frá því í fyrra en þá mældist leiðréttur launamunur 7,5%. Þrátt fyrir versnandi efnahagsforsendur á undanförnum mánuðum og vaxandi atvinnuleysi í þjóðfélaginu eru einungis tæplega 3% viðskipta- og hagfræðinga atvinnulausir samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar. Þó hafa 34% svarenda þurft að taka á sig tekjuskerðingu og telja 42% þátttakenda að mjög erfitt eða erfitt væri að finna sambærilegt starf og kjör og þeir hafa í dag.
Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira