Viðskipti innlent

Traust á íslenska banka álíka mikið og á bankana í Zimbawe

Ísland skrapar botninn af 133 þjóðum þegar kemur að trausti og trúverðugleika á bankakerfi landsins. Er Ísland þar í hópi þjóða á borð við Zimbawe, Mongólíu og Úkraníu.

 

Þetta kemur fram í nýjum lista World Economic Forum um traust á bankakerfi þjóða. Kanada er talið vera með traustasta bankakerfi í heimi og næst á eftir koma Nýja Sjáland, Ástralía og Chile.

 

Íslendingar geta þó huggað sig við það að þekktar fjármálaþjóðir eru ekki langt frá Íslandi á þessum lista. Þannig er Bretland í 126. sæti á listanum og Bandaríkin eru 108. sæti og falla um 44 sæti frá því í fyrra.

 

Í umfjöllun um málið í Daily Mail segir að staða Bretlands sé svo slæm sem listinn ber vitni vegna þess að stjórnvöld þar í landi neyddust til að bjarga nokkrum af stærstu bönkum landsins eins og Royal Bank of Scotland og HBOS. Þetta hefur veikt veruleg trú manna á breska bankakerfið.

 

Það að Ísland vermi eitt af þremur botnsætunum á listanum kemur ekki á óvart því hérlendis hrundi bankakerfið í fyrrahaust og er langt frá því komið á lappirnar enn.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×