Fleiri fréttir Smásala í Bandaríkjunum dróst saman í júní Smásala í Bandaríkjunum dróst töluvert saman í júní. Ástæðan er rakin til slæms veðurs og minni kaupgetu almennings í Bandaríkjunum en fyrri ár. 7.7.2009 23:55 Búist við gjaldþrotahrinu erlendra eignarhaldsfélaga Þegar öll hagfræðilögmál ættu að benda til þess að skuldir ættu að vera að sliga eignarhaldsfélög (e. private equity funds) heimsins virðast forsvarsmenn eignarhaldsfélaga vera óvenju rólegir þrátt fyrir erfitt ástand í efnhagslífi heimsins. 7.7.2009 15:52 Sérstakur saksóknari leitaði á níu stöðum Sérstakur saksóknari hefur gert níu húsleitir vegna rannsóknar á fjárfestingum og lánastarfsemi Sjóvár. Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að til rannsóknar sé grunur um meint brot á lögum um hlutafélög, brot á lögum um vátryggingastarfsemi og eftir atvikum brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga í tengslum við ráðstafanir á fjármunum félagsins. 7.7.2009 14:17 „Öll mín verk þola dagsbirtuna, eigendurnir sáu um fjárfestingar“ „Ég er feginn að þessi athugun fari fram, öll mín verk þola dagsbirtuna. Fjárfestingar félagsins voru fyrst og fremst á ábyrgð eigenda félagsins en mitt verkefni var fyrst og fremst vátryggingastarfseminn. Ég var þó ábyrgur fyrir allri starfsemi félagsins en mér er ekki kunnugt um að nokkuð ólöglegt hafi farið fram. 7.7.2009 12:59 Takmörkuð þekking í bönkunum til að hámarka endurheimtingu lána Í nýlegu frumvarpi um bankasýslu kemur fram að með stofnun hennar verði bankasýslan eigandi bankanna fyrir hönd ríkisins þar til endurskipulagningu á þeim er að fullu lokið. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, lagði frumvarpið fram þann 19. júní síðastliðinn. 7.7.2009 12:11 Raungengi krónunnar nálægt sögulegu lágmarki Raungengi íslensku krónunnar lækkaði um rúm 10% á milli ársfjórðunga á öðrum ársfjórðungi en á fyrsta fjórðungi ársins hækkaði raungengi um 12%. Raungengi í júní stóð hinsvegar um 20% veikar en í júní á síðasta ári og er nú nálægt sögulegu lágmarki. 7.7.2009 17:04 Rólegur dagur í kauphöllinni Sumarfrí virðast farin að setja mikinn svip á hlutabréfaviðskiptin í kauphöllinni. Aðeins 7,6 milljónir kr. skiptu um hendur í dag og lækkaði OMX1 vísitalan um 0,6% í 452 stig. 7.7.2009 15:54 Icelandair fjölgar flugferðum til Manchester og Glasgow Icelandair mun fljúga fjórurm sinnum í viku til Manchester og Glasgow á næsta vetri í fjögur flug á viku. Jafnframt verður gerð sú breyting að flug til borganna tveggja verður sameinað og fyrst flogið til Manchester í hverri ferð og síðan höfð viðkoma í Glasgow á leið til Íslands. 7.7.2009 15:30 Tilkynning frá Sjóvá: Húsleit tengist fjárfestingastarfsemi jóvá hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna húsleitar embættis sérstaks saksóknara í höfuðstöðvum Sjóvar í morgun. Vill fyrirtækið árétta að sú rannsókn sem nú fer fram á málum er varða samskipti Sjóvár og Milestone, snýr eingöngu að fjárfestingatengdri starfsemi en hefur ekkert með tryggingastarfsemi Sjóvár að gera. 7.7.2009 13:55 Íslenskir launamenn með þeim ódýrustu í Vestur-Evrópu Íslenskir launamenn eru nú mun ódýrari starfskraftur í samanburði við nágrannalönd okkar en raunin var undanfarin ár. Raunar er vandfundið land í Vestur-Evrópu með ódýrari launamenn en Ísland. 7.7.2009 13:14 Fjölmargir fyrrum starfsmenn SPRON óttast um hag sinn Fjölmargir fyrrverandi starfsmenn SPRON óttast nú um sinn hag þar sem slitastjórn bankans neitar að greiða þeim laun í uppsagnarfresti. Fólkið á ekki rétt á atvinnuleysisbótum og talsmaður hópsins segir margir muni lenda í verulegum vandræðum um næstu mánaðamót. 7.7.2009 12:29 Húsleit hjá Milestone og Sjóvá Embætti Sérstaks saksóknara er nú við húsleit í höfuðstöðvum Sjóvár. Hörður Arnarson, forstjóri fyrirtækisins, staðfestir að þar séu menn að safna gögnum og starfsmenn fyrirtækisins aðstoði þá eftir bestu getu. 7.7.2009 12:21 Kröfuhafar bankanna tefja samninga til að forðast að bókfæra tap Erlendir kröfuhafar gömlu bankanna reyna nú að tefja samningaviðræður við íslenska ríkið til að komast hjá því að bókfæra tap vegna bankahrunsins. 7.7.2009 12:16 Fitch setur lánshæfi Kaliforníu í sama flokk og Ísland Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur sett lánshæfismatið á langtímaskuldum Kaliforníu á svipaðar slóðir og Ísland, það er BBB eða aðeins tveimur þrepum frá ruslflokki. 7.7.2009 11:09 Farþegafjöldi SAS hefur hrapað um tæp 13% í ár Farþegafjöldinn hjá SAS flugfélaginu minnkað um 12,9% á fyrri helming ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Fækkunin nemur 2,4 milljónir farþega hjá félaginu frá áramótum. 7.7.2009 10:54 Heildarútlán ÍLS minnka um 30% milli ára Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) fyrstu sex mánuði ársins voru um 17,4 milljarðar, en það eru um 30% minni útlán en á fyrstu sex mánuðum ársins 2008. 7.7.2009 10:18 Afskrift lána Björgólfsfeðga: „Ég skil þetta ekki“ „Það eru engar forsendur fyrir því að afskrifa þetta lán,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands. „Ég hef ekki hugmynd um hvort þeir geti borgað þetta lán en ef þeir geta borgað, af hverju á þá að afskrifa það? Það verður að reyna á það hvort þeir geti greitt lánið en það er ekki hægt að semja um afskrift á láninu, þetta á hreinlega að fara í innheimtu og fyrir dómstóla,“ sagði Vilhjálmur. 7.7.2009 10:13 Gjaldeyrisforði Seðlabankans rýrnaði um 42 milljarða Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði um 42 milljarða króna milli mánuðina maí og júní en það er um 10% rýrnun á þessum tíma. Þetta kemur fram í hagtölum bankans. 7.7.2009 09:57 Íslendingar kanna fjárfestingar í Hvíta - Rússlandi Hópur íslenskra viðskiptamanna frá fimm fyrirtækjum var á ferð um Hvíta - Rússland í liðinni viku til að kanna fjárfestingarmöguleika þar í landi. Hópurinn var á vegum Útflutningsráðs en naut aðstoðar Viðskiptaráðs Minsk borgar í ferðinni. 7.7.2009 09:16 SPM var ekki lengur varinn gegn fullnustuaðgerðum kröfuhafa Að baki ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins (FME) að skipa nýja stjórn yfir Sparisjóði Mýrarsýslu lá sú staðreynd að SPM naut ekki lengur verndar gegn fullnustuaðgerðum kröfuhafa. Sú staða kom upp þegar greiðslustöðvun SPM rann út þann 30. júní s.l. 7.7.2009 08:57 Bakkabræður skulduðu mest í Kaupþingi Eigendur Kaupþings voru jafnframt stærstu skuldarar bankans samkvæmt lánabók hans frá árinu 2006. DV birtir í dag yfirlit yfir stærstu skuldarana. 7.7.2009 08:32 Segir ekki rétt að hollensk stjórnvöld styðji málsókn Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og fulltrúi í samninganefnd Icesave segir það ekki rétt sem haft var eftir Höskuldi Þórhallssyni þingmanni Framsóknarflokksins hér á Vísi fyrr í dag. 6.7.2009 22:50 Markmiðið að draga úr ríkiseigu bankanna Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagði í dag á fundi um endurreisn bankakerfisins að það væri margt að gerast í málefnum bankanna. „Endurreisnin þolir ekki langa bið og eigendastefna bankanna verður tekin á næstu vikum. Við verðum að huga sérstaklega að samkeppnissjónarmiðum þegar kemur að því að selja hluti úr bönkunum," sagði Gylfi. 6.7.2009 16:41 Century Aluminium tók dýfu Century Aluminium tók dýfu í kauphöllinni í dag og lækkaði um 11,3%. Þess ber þó að geta að aðeins var um viðskipti upp á 2,2 milljónir kr. að ræða. 6.7.2009 15:52 Nýtt fjármagn frá erlendum kröfuhöfum ólíklegt „Markmið samningaviðræðna okkar er að bankarnir séu nægilega vel fjármagnaðir og þeir njóti alþjóðlegs trausts og virðingar. Síðast en ekki síst eru samningar við kröfuhafa lykilatriði," sagði Helga Valfells, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra á fundi í Þjóðmenningarhúsinu um endurreisn bankakerfisins. Hún telur litlar líkur á því að erlendu kröfuhafarnir setji nýtt fjármagn inn í nýju bankana. 6.7.2009 15:24 Áætlað að ríkið setji 280 milljarða í nýju bankana Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði að líklega þyrfti ríkið að setja 280 milljarða inn í nýju bankana til að þeir yrðu starfhæfir og gætu starfað á eðlilegum viðskiptagrundvelli. 6.7.2009 14:36 Aðgangur að lánsfé er lausnin á bankakreppunni Svein Harald Öygard seðlabankastjóri segir að lausnin á bankakreppunni hérlendis sé aðallega spurning um aðgang fyrirtækja og heimila að lánsfé. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi um endurreisn bankanna sem haldinn var í dag. 6.7.2009 14:22 Alþjóðabankinn: Lausn á kreppunni ekki handan við hornið Lausn á efnahagskreppunni er ekki handan við hornið. Þetta eru skilaboð bankastjóra Alþjóðabankans til leiðtoga helstu iðnríkja heims sem nú eru komnir saman til fundar á Ítalíu. 6.7.2009 12:30 Magma Energy skráð á markað í dag Kanadíska jarðhitafyrirtækið Magma Energy sem hyggst kaupa rúmlega tíu prósenta hlut í HS Orku af Geysi Green Energy verður skráð á markað í Toronto í Kanada í dag. 6.7.2009 12:24 Býst við frekari hópuppsögnum á næstu mánuðum Búast má við að á meðan rekstrarumhverfi fyrirtækja er jafn erfitt og nú er muni enn koma til hópuppsagna á næstu mánuðum. Á þetta við um fyrirtæki í byggingariðnaði sem og öðrum geirum atvinnulífsins. 6.7.2009 12:16 Tafir á uppbyggingu bankanna tefja efnahagsbata Mats Josefsson ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í uppbyggingu bankakerfisins, segir að erlendir aðilar muni ekki hafa áhuga á að koma inn í íslenska bankastarfsemi fyrr en um tveimur árum að lokinni uppbyggingu bankanna og ljóst orðið að þeir beri sig. Þrjár nefndir Alþingis fjalla í dag um Icesave samningana. 6.7.2009 12:11 Veruleg inngrip Seðlabankans gjaldeyrismarkaði í júní Nettósala Seðlabankans á gjaldeyri nam 2,5 milljörðum kr. í síðasta mánuði, sem jafngildir ríflega 40% af heildarveltu á markaðinum. Seðlabankinn hefur ekki selt meiri gjaldeyri í einum mánuði það sem af er ári. 6.7.2009 12:09 Hátt atvinnuleysi fram á næsta ár Forstjóri Vinnumálastofnunar segir spár benda til að atvinnuleysi mælist rúmlega níu prósent eftir áramót. Ekki fari að draga úr atvinnuleysinu fyrr en liðið verður á næsta ár. 6.7.2009 12:04 Tilboð í sendiherrabústaðinn í New York til skoðunar Aðeins eitt tilboð hefur borist í þá þrjá sendiherrabústaði sem eru til sölu. Tilboðið er í bústaðinn í New York og er það nú til skoðunar samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu. 6.7.2009 11:42 Háir innlánsvextir auka áhættusækni banka Bandarískir bankar sem hafa boðið háa vexti á innlánum sínum standa nú margir hverjir frammi fyrir verulegum vanda. Ástæðan fyrir vandanum eru svokallaðir heitir peningar (e. hot money). Heitir peningar eru innstæður á hávaxtareikningum sem síðan eru lánaðir til áhættusamra verkefna. 6.7.2009 11:28 Forstjórar þora ekki lengur að sjást á golfvellinum Græðgin meðal forstjóra heimsins fyrir, á meðan og eftir fjármálakreppuna hefur gefið þeim slæma ímynd, svo slæma að nú þora margir þeirra ekki lengur að láta sjá sig á golfvellinum. 6.7.2009 10:26 Rio Tinto selur eignir til að létta á skuldum Námurisinn Rio Tinto, sem m.a. rekur álverið í Straumsvík, hefur selt pökkunarfyrirtækið Food Americas til Bemis fyrir 1,2 milljarð dollara eða um 152 milljarða kr. 6.7.2009 09:42 Heimsmarkaðsverð á olíu undir 65 dollara Heimsmarkaðsverð á olíu féll í morgun undir 65 dollara á tunnuna og er þetta lægst verð á olíunni undanfarnar fimm vikur. 6.7.2009 08:17 Gjaldþrot á hverjum degi í viku 52 bankar í Bandaríkjunum hafa orðið gjaldþrota á árinu en sjö bankar lýstu sig gjaldþrota í síðustu viku. 5.7.2009 14:02 Hátt í 400 misstu vinnuna í hópuppsögnum Alls var 360 manns sagt upp í fjórum hópuppsögnum sem tilkynntar voru til Vinnumálastofnunar í júní. 5.7.2009 13:27 Yfir 50 bankar í Bandaríkjunum orðnir gjaldþrota í ár Tala þeirra banka í Bandaríkjunum sem orðið hafa gjaldþrota í ár nemur nú 52 eftir að sjö bankar lýstu sig gjaldþrota í síðustu viku. Þetta eru meir en helmingi fleiri bankagjaldþrot vestan hafs í ár en á öllu árinu í fyrra. 5.7.2009 10:59 Kaupþing fékk greidda 4 milljarða frá JJB Sports Kaupþing hefur fengið greitt 20 milljón punda lán, eða rúmlega 4 milljarða kr., frá bresku sportvöruverslanakeðjunni JJB Sports og er þar með komið að mestu út úr rekstri keðjunnar. 5.7.2009 10:30 Lloyds og RBS verða ekki seldir í bráð Stjórnendur eignarumsýslufélagsins sem fer með hlut breska ríkisins í Royal Bank of Scotland og Lloyds segir að hlutur hins opinbera í bankanum verði ekki seldur í bráð. 5.7.2009 08:00 Vilhjálmur Bjarnason: Grein Helga uppskrift af því hvernig á að snuða aðra „Greinin hans Helga [Sigurðssonar, fyrrum yfirlögfræðings Kaupþings] er uppskrift af því hvernig á að snuða aðra hluthafa og gefa ranga mynd af stöðu bankans," segir Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands, um varnargrein sem Helgi Sigurðsson fyrrum yfirlögfræðingur Kaupþings skrifaði í Fréttablaðið í dag. 4.7.2009 16:02 Píslarsaga Helga: Sölubann varð til niðurfellingar ábyrgða Í grein sem sem Helgi Sigurðsson, fyrrum yfirlögfræðingur Kaupþings, skrifaði í Fréttablaðið í dag útskýrir hann niðurfellingu ábyrgða starfsmanna í Kaupþingi sem mikið hefur verið deilt um undanfarið. 4.7.2009 11:04 Sjá næstu 50 fréttir
Smásala í Bandaríkjunum dróst saman í júní Smásala í Bandaríkjunum dróst töluvert saman í júní. Ástæðan er rakin til slæms veðurs og minni kaupgetu almennings í Bandaríkjunum en fyrri ár. 7.7.2009 23:55
Búist við gjaldþrotahrinu erlendra eignarhaldsfélaga Þegar öll hagfræðilögmál ættu að benda til þess að skuldir ættu að vera að sliga eignarhaldsfélög (e. private equity funds) heimsins virðast forsvarsmenn eignarhaldsfélaga vera óvenju rólegir þrátt fyrir erfitt ástand í efnhagslífi heimsins. 7.7.2009 15:52
Sérstakur saksóknari leitaði á níu stöðum Sérstakur saksóknari hefur gert níu húsleitir vegna rannsóknar á fjárfestingum og lánastarfsemi Sjóvár. Ólafur Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að til rannsóknar sé grunur um meint brot á lögum um hlutafélög, brot á lögum um vátryggingastarfsemi og eftir atvikum brot á auðgunarbrotakafla hegningarlaga í tengslum við ráðstafanir á fjármunum félagsins. 7.7.2009 14:17
„Öll mín verk þola dagsbirtuna, eigendurnir sáu um fjárfestingar“ „Ég er feginn að þessi athugun fari fram, öll mín verk þola dagsbirtuna. Fjárfestingar félagsins voru fyrst og fremst á ábyrgð eigenda félagsins en mitt verkefni var fyrst og fremst vátryggingastarfseminn. Ég var þó ábyrgur fyrir allri starfsemi félagsins en mér er ekki kunnugt um að nokkuð ólöglegt hafi farið fram. 7.7.2009 12:59
Takmörkuð þekking í bönkunum til að hámarka endurheimtingu lána Í nýlegu frumvarpi um bankasýslu kemur fram að með stofnun hennar verði bankasýslan eigandi bankanna fyrir hönd ríkisins þar til endurskipulagningu á þeim er að fullu lokið. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, lagði frumvarpið fram þann 19. júní síðastliðinn. 7.7.2009 12:11
Raungengi krónunnar nálægt sögulegu lágmarki Raungengi íslensku krónunnar lækkaði um rúm 10% á milli ársfjórðunga á öðrum ársfjórðungi en á fyrsta fjórðungi ársins hækkaði raungengi um 12%. Raungengi í júní stóð hinsvegar um 20% veikar en í júní á síðasta ári og er nú nálægt sögulegu lágmarki. 7.7.2009 17:04
Rólegur dagur í kauphöllinni Sumarfrí virðast farin að setja mikinn svip á hlutabréfaviðskiptin í kauphöllinni. Aðeins 7,6 milljónir kr. skiptu um hendur í dag og lækkaði OMX1 vísitalan um 0,6% í 452 stig. 7.7.2009 15:54
Icelandair fjölgar flugferðum til Manchester og Glasgow Icelandair mun fljúga fjórurm sinnum í viku til Manchester og Glasgow á næsta vetri í fjögur flug á viku. Jafnframt verður gerð sú breyting að flug til borganna tveggja verður sameinað og fyrst flogið til Manchester í hverri ferð og síðan höfð viðkoma í Glasgow á leið til Íslands. 7.7.2009 15:30
Tilkynning frá Sjóvá: Húsleit tengist fjárfestingastarfsemi jóvá hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna húsleitar embættis sérstaks saksóknara í höfuðstöðvum Sjóvar í morgun. Vill fyrirtækið árétta að sú rannsókn sem nú fer fram á málum er varða samskipti Sjóvár og Milestone, snýr eingöngu að fjárfestingatengdri starfsemi en hefur ekkert með tryggingastarfsemi Sjóvár að gera. 7.7.2009 13:55
Íslenskir launamenn með þeim ódýrustu í Vestur-Evrópu Íslenskir launamenn eru nú mun ódýrari starfskraftur í samanburði við nágrannalönd okkar en raunin var undanfarin ár. Raunar er vandfundið land í Vestur-Evrópu með ódýrari launamenn en Ísland. 7.7.2009 13:14
Fjölmargir fyrrum starfsmenn SPRON óttast um hag sinn Fjölmargir fyrrverandi starfsmenn SPRON óttast nú um sinn hag þar sem slitastjórn bankans neitar að greiða þeim laun í uppsagnarfresti. Fólkið á ekki rétt á atvinnuleysisbótum og talsmaður hópsins segir margir muni lenda í verulegum vandræðum um næstu mánaðamót. 7.7.2009 12:29
Húsleit hjá Milestone og Sjóvá Embætti Sérstaks saksóknara er nú við húsleit í höfuðstöðvum Sjóvár. Hörður Arnarson, forstjóri fyrirtækisins, staðfestir að þar séu menn að safna gögnum og starfsmenn fyrirtækisins aðstoði þá eftir bestu getu. 7.7.2009 12:21
Kröfuhafar bankanna tefja samninga til að forðast að bókfæra tap Erlendir kröfuhafar gömlu bankanna reyna nú að tefja samningaviðræður við íslenska ríkið til að komast hjá því að bókfæra tap vegna bankahrunsins. 7.7.2009 12:16
Fitch setur lánshæfi Kaliforníu í sama flokk og Ísland Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur sett lánshæfismatið á langtímaskuldum Kaliforníu á svipaðar slóðir og Ísland, það er BBB eða aðeins tveimur þrepum frá ruslflokki. 7.7.2009 11:09
Farþegafjöldi SAS hefur hrapað um tæp 13% í ár Farþegafjöldinn hjá SAS flugfélaginu minnkað um 12,9% á fyrri helming ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Fækkunin nemur 2,4 milljónir farþega hjá félaginu frá áramótum. 7.7.2009 10:54
Heildarútlán ÍLS minnka um 30% milli ára Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) fyrstu sex mánuði ársins voru um 17,4 milljarðar, en það eru um 30% minni útlán en á fyrstu sex mánuðum ársins 2008. 7.7.2009 10:18
Afskrift lána Björgólfsfeðga: „Ég skil þetta ekki“ „Það eru engar forsendur fyrir því að afskrifa þetta lán,“ segir Vilhjálmur Bjarnason, lektor við Háskóla Íslands. „Ég hef ekki hugmynd um hvort þeir geti borgað þetta lán en ef þeir geta borgað, af hverju á þá að afskrifa það? Það verður að reyna á það hvort þeir geti greitt lánið en það er ekki hægt að semja um afskrift á láninu, þetta á hreinlega að fara í innheimtu og fyrir dómstóla,“ sagði Vilhjálmur. 7.7.2009 10:13
Gjaldeyrisforði Seðlabankans rýrnaði um 42 milljarða Gjaldeyrisforði Seðlabankans minnkaði um 42 milljarða króna milli mánuðina maí og júní en það er um 10% rýrnun á þessum tíma. Þetta kemur fram í hagtölum bankans. 7.7.2009 09:57
Íslendingar kanna fjárfestingar í Hvíta - Rússlandi Hópur íslenskra viðskiptamanna frá fimm fyrirtækjum var á ferð um Hvíta - Rússland í liðinni viku til að kanna fjárfestingarmöguleika þar í landi. Hópurinn var á vegum Útflutningsráðs en naut aðstoðar Viðskiptaráðs Minsk borgar í ferðinni. 7.7.2009 09:16
SPM var ekki lengur varinn gegn fullnustuaðgerðum kröfuhafa Að baki ákvörðunar Fjármálaeftirlitsins (FME) að skipa nýja stjórn yfir Sparisjóði Mýrarsýslu lá sú staðreynd að SPM naut ekki lengur verndar gegn fullnustuaðgerðum kröfuhafa. Sú staða kom upp þegar greiðslustöðvun SPM rann út þann 30. júní s.l. 7.7.2009 08:57
Bakkabræður skulduðu mest í Kaupþingi Eigendur Kaupþings voru jafnframt stærstu skuldarar bankans samkvæmt lánabók hans frá árinu 2006. DV birtir í dag yfirlit yfir stærstu skuldarana. 7.7.2009 08:32
Segir ekki rétt að hollensk stjórnvöld styðji málsókn Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og fulltrúi í samninganefnd Icesave segir það ekki rétt sem haft var eftir Höskuldi Þórhallssyni þingmanni Framsóknarflokksins hér á Vísi fyrr í dag. 6.7.2009 22:50
Markmiðið að draga úr ríkiseigu bankanna Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagði í dag á fundi um endurreisn bankakerfisins að það væri margt að gerast í málefnum bankanna. „Endurreisnin þolir ekki langa bið og eigendastefna bankanna verður tekin á næstu vikum. Við verðum að huga sérstaklega að samkeppnissjónarmiðum þegar kemur að því að selja hluti úr bönkunum," sagði Gylfi. 6.7.2009 16:41
Century Aluminium tók dýfu Century Aluminium tók dýfu í kauphöllinni í dag og lækkaði um 11,3%. Þess ber þó að geta að aðeins var um viðskipti upp á 2,2 milljónir kr. að ræða. 6.7.2009 15:52
Nýtt fjármagn frá erlendum kröfuhöfum ólíklegt „Markmið samningaviðræðna okkar er að bankarnir séu nægilega vel fjármagnaðir og þeir njóti alþjóðlegs trausts og virðingar. Síðast en ekki síst eru samningar við kröfuhafa lykilatriði," sagði Helga Valfells, aðstoðarmaður viðskiptaráðherra á fundi í Þjóðmenningarhúsinu um endurreisn bankakerfisins. Hún telur litlar líkur á því að erlendu kröfuhafarnir setji nýtt fjármagn inn í nýju bankana. 6.7.2009 15:24
Áætlað að ríkið setji 280 milljarða í nýju bankana Gunnar Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sagði að líklega þyrfti ríkið að setja 280 milljarða inn í nýju bankana til að þeir yrðu starfhæfir og gætu starfað á eðlilegum viðskiptagrundvelli. 6.7.2009 14:36
Aðgangur að lánsfé er lausnin á bankakreppunni Svein Harald Öygard seðlabankastjóri segir að lausnin á bankakreppunni hérlendis sé aðallega spurning um aðgang fyrirtækja og heimila að lánsfé. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi um endurreisn bankanna sem haldinn var í dag. 6.7.2009 14:22
Alþjóðabankinn: Lausn á kreppunni ekki handan við hornið Lausn á efnahagskreppunni er ekki handan við hornið. Þetta eru skilaboð bankastjóra Alþjóðabankans til leiðtoga helstu iðnríkja heims sem nú eru komnir saman til fundar á Ítalíu. 6.7.2009 12:30
Magma Energy skráð á markað í dag Kanadíska jarðhitafyrirtækið Magma Energy sem hyggst kaupa rúmlega tíu prósenta hlut í HS Orku af Geysi Green Energy verður skráð á markað í Toronto í Kanada í dag. 6.7.2009 12:24
Býst við frekari hópuppsögnum á næstu mánuðum Búast má við að á meðan rekstrarumhverfi fyrirtækja er jafn erfitt og nú er muni enn koma til hópuppsagna á næstu mánuðum. Á þetta við um fyrirtæki í byggingariðnaði sem og öðrum geirum atvinnulífsins. 6.7.2009 12:16
Tafir á uppbyggingu bankanna tefja efnahagsbata Mats Josefsson ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í uppbyggingu bankakerfisins, segir að erlendir aðilar muni ekki hafa áhuga á að koma inn í íslenska bankastarfsemi fyrr en um tveimur árum að lokinni uppbyggingu bankanna og ljóst orðið að þeir beri sig. Þrjár nefndir Alþingis fjalla í dag um Icesave samningana. 6.7.2009 12:11
Veruleg inngrip Seðlabankans gjaldeyrismarkaði í júní Nettósala Seðlabankans á gjaldeyri nam 2,5 milljörðum kr. í síðasta mánuði, sem jafngildir ríflega 40% af heildarveltu á markaðinum. Seðlabankinn hefur ekki selt meiri gjaldeyri í einum mánuði það sem af er ári. 6.7.2009 12:09
Hátt atvinnuleysi fram á næsta ár Forstjóri Vinnumálastofnunar segir spár benda til að atvinnuleysi mælist rúmlega níu prósent eftir áramót. Ekki fari að draga úr atvinnuleysinu fyrr en liðið verður á næsta ár. 6.7.2009 12:04
Tilboð í sendiherrabústaðinn í New York til skoðunar Aðeins eitt tilboð hefur borist í þá þrjá sendiherrabústaði sem eru til sölu. Tilboðið er í bústaðinn í New York og er það nú til skoðunar samkvæmt upplýsingum úr utanríkisráðuneytinu. 6.7.2009 11:42
Háir innlánsvextir auka áhættusækni banka Bandarískir bankar sem hafa boðið háa vexti á innlánum sínum standa nú margir hverjir frammi fyrir verulegum vanda. Ástæðan fyrir vandanum eru svokallaðir heitir peningar (e. hot money). Heitir peningar eru innstæður á hávaxtareikningum sem síðan eru lánaðir til áhættusamra verkefna. 6.7.2009 11:28
Forstjórar þora ekki lengur að sjást á golfvellinum Græðgin meðal forstjóra heimsins fyrir, á meðan og eftir fjármálakreppuna hefur gefið þeim slæma ímynd, svo slæma að nú þora margir þeirra ekki lengur að láta sjá sig á golfvellinum. 6.7.2009 10:26
Rio Tinto selur eignir til að létta á skuldum Námurisinn Rio Tinto, sem m.a. rekur álverið í Straumsvík, hefur selt pökkunarfyrirtækið Food Americas til Bemis fyrir 1,2 milljarð dollara eða um 152 milljarða kr. 6.7.2009 09:42
Heimsmarkaðsverð á olíu undir 65 dollara Heimsmarkaðsverð á olíu féll í morgun undir 65 dollara á tunnuna og er þetta lægst verð á olíunni undanfarnar fimm vikur. 6.7.2009 08:17
Gjaldþrot á hverjum degi í viku 52 bankar í Bandaríkjunum hafa orðið gjaldþrota á árinu en sjö bankar lýstu sig gjaldþrota í síðustu viku. 5.7.2009 14:02
Hátt í 400 misstu vinnuna í hópuppsögnum Alls var 360 manns sagt upp í fjórum hópuppsögnum sem tilkynntar voru til Vinnumálastofnunar í júní. 5.7.2009 13:27
Yfir 50 bankar í Bandaríkjunum orðnir gjaldþrota í ár Tala þeirra banka í Bandaríkjunum sem orðið hafa gjaldþrota í ár nemur nú 52 eftir að sjö bankar lýstu sig gjaldþrota í síðustu viku. Þetta eru meir en helmingi fleiri bankagjaldþrot vestan hafs í ár en á öllu árinu í fyrra. 5.7.2009 10:59
Kaupþing fékk greidda 4 milljarða frá JJB Sports Kaupþing hefur fengið greitt 20 milljón punda lán, eða rúmlega 4 milljarða kr., frá bresku sportvöruverslanakeðjunni JJB Sports og er þar með komið að mestu út úr rekstri keðjunnar. 5.7.2009 10:30
Lloyds og RBS verða ekki seldir í bráð Stjórnendur eignarumsýslufélagsins sem fer með hlut breska ríkisins í Royal Bank of Scotland og Lloyds segir að hlutur hins opinbera í bankanum verði ekki seldur í bráð. 5.7.2009 08:00
Vilhjálmur Bjarnason: Grein Helga uppskrift af því hvernig á að snuða aðra „Greinin hans Helga [Sigurðssonar, fyrrum yfirlögfræðings Kaupþings] er uppskrift af því hvernig á að snuða aðra hluthafa og gefa ranga mynd af stöðu bankans," segir Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands, um varnargrein sem Helgi Sigurðsson fyrrum yfirlögfræðingur Kaupþings skrifaði í Fréttablaðið í dag. 4.7.2009 16:02
Píslarsaga Helga: Sölubann varð til niðurfellingar ábyrgða Í grein sem sem Helgi Sigurðsson, fyrrum yfirlögfræðingur Kaupþings, skrifaði í Fréttablaðið í dag útskýrir hann niðurfellingu ábyrgða starfsmanna í Kaupþingi sem mikið hefur verið deilt um undanfarið. 4.7.2009 11:04