Takmörkuð þekking í bönkunum til að hámarka endurheimtingu lána Gunnar Örn Jónsson skrifar 7. júlí 2009 12:11 Mats Josefsson, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í uppbyggingu fjármálakerfisins. Í nýlegu frumvarpi um bankasýslu kemur fram að með stofnun hennar verði bankasýslan eigandi bankanna fyrir hönd ríkisins þar til endurskipulagningu á þeim er að fullu lokið. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, lagði frumvarpið fram þann 19. júní síðastliðinn. Mats Josefsson, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, telur að í bönkunum sé takmörkuð þekking og þjálfun á því að hámarka endurheimtur lána og því sé stofnun eignaumsýslufélags í eigu ríkisins besta lausnin. „Bankasýsla mun draga verulega úr áhættu á pólitískum afskiptum og með henni verður eignarhaldinu á bönkunum í reynd haldið í nokkurri fjarlægð frá stjórnmálunum. Skipan stjórnar bankasýslu og ráðning starfsfólks er lykilatriði sem byggjast verður á faglegum grunni,“ sagði Mats Josefsson, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í uppbyggingu fjármálakerfisins, á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Mats segir að til þess að endurskipulagning bankakerfisins verði skilvirk og skjótvirk, sé rétt að bankasýslan eigi líka eignaumsýslufélag (EUF). Stofnun EUF er hefðbundin aðferð til að takast á við lán í vanskilum og sjá um lakar eignir við endurskipulagningu banka. Tilgangur EUF er alltaf að lágmarka tap af eignum banka, annað hvort tap hluthafa eða hins opinbera sem taka á sig endanlega ábyrgð á bankakerfinu. Hugmyndin er sú að EUF sé fremur lítið félag eða fyrirtæki sem ráði þó yfir sérhæfðu og vel þjálfuðu starfsliði. Félagið á að lágmarka tap með því annað hvort að auka eignagæði sem fyrir eru eða með því að hámarka endurheimtur útlána. Mats telur að í bönkunum sé takmörkuð þekking og þjálfun á því að hámarka endurheimtur lána sem og til að endurskipuleggja skuldir á skilvirkan hátt. Ekki þykir ráðlegt að starfsmenn bankanna sem upprunalega veittu eða samþykktu þau lán sem ekki hafa endurheimst, taki þátt í endurskipulagningu þeirra. Auk þess geti utanaðkomandi sérfræðingar líka lagt mat á hvort eitthvað rangt hafi verið gert í upphafi. Ennfremur segir í máli Mats að sérfræðingar á vegum EUF geti frekar en bankamenn sinnt fjármálalegri og rekstrarlegri endurskipulagningu þar sem bankamönnum skortir reynslu til að reka fyrirtæki. Eignaumsýslufélög sjá vanalega um að selja fyrirtæki í hendur einkaaðila að endurskipulagningu lokinni. Ljóst þykir að sú verður raunin hjá íslensku bönkunum þó ekki sé á hreinu að hve stórum hluta, að minnsta kosti til að byrja með. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Í nýlegu frumvarpi um bankasýslu kemur fram að með stofnun hennar verði bankasýslan eigandi bankanna fyrir hönd ríkisins þar til endurskipulagningu á þeim er að fullu lokið. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, lagði frumvarpið fram þann 19. júní síðastliðinn. Mats Josefsson, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar, telur að í bönkunum sé takmörkuð þekking og þjálfun á því að hámarka endurheimtur lána og því sé stofnun eignaumsýslufélags í eigu ríkisins besta lausnin. „Bankasýsla mun draga verulega úr áhættu á pólitískum afskiptum og með henni verður eignarhaldinu á bönkunum í reynd haldið í nokkurri fjarlægð frá stjórnmálunum. Skipan stjórnar bankasýslu og ráðning starfsfólks er lykilatriði sem byggjast verður á faglegum grunni,“ sagði Mats Josefsson, ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í uppbyggingu fjármálakerfisins, á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Mats segir að til þess að endurskipulagning bankakerfisins verði skilvirk og skjótvirk, sé rétt að bankasýslan eigi líka eignaumsýslufélag (EUF). Stofnun EUF er hefðbundin aðferð til að takast á við lán í vanskilum og sjá um lakar eignir við endurskipulagningu banka. Tilgangur EUF er alltaf að lágmarka tap af eignum banka, annað hvort tap hluthafa eða hins opinbera sem taka á sig endanlega ábyrgð á bankakerfinu. Hugmyndin er sú að EUF sé fremur lítið félag eða fyrirtæki sem ráði þó yfir sérhæfðu og vel þjálfuðu starfsliði. Félagið á að lágmarka tap með því annað hvort að auka eignagæði sem fyrir eru eða með því að hámarka endurheimtur útlána. Mats telur að í bönkunum sé takmörkuð þekking og þjálfun á því að hámarka endurheimtur lána sem og til að endurskipuleggja skuldir á skilvirkan hátt. Ekki þykir ráðlegt að starfsmenn bankanna sem upprunalega veittu eða samþykktu þau lán sem ekki hafa endurheimst, taki þátt í endurskipulagningu þeirra. Auk þess geti utanaðkomandi sérfræðingar líka lagt mat á hvort eitthvað rangt hafi verið gert í upphafi. Ennfremur segir í máli Mats að sérfræðingar á vegum EUF geti frekar en bankamenn sinnt fjármálalegri og rekstrarlegri endurskipulagningu þar sem bankamönnum skortir reynslu til að reka fyrirtæki. Eignaumsýslufélög sjá vanalega um að selja fyrirtæki í hendur einkaaðila að endurskipulagningu lokinni. Ljóst þykir að sú verður raunin hjá íslensku bönkunum þó ekki sé á hreinu að hve stórum hluta, að minnsta kosti til að byrja með.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira